Færeyingar finna enn meiri olíu í Noregshafi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2014 09:30 Borpallurinn Transocean Arctic fann olíulindina. Mynd/Norska Petroleumtilsynet. Færeysk-skoska olíufélagið Faroe Petroleum tilkynnti fyrir helgi að fundist hefðu olía og gas á Pil-svæðinu undan Þrændalögum í Noregshafi. Hlutabréf í félaginu ruku upp um nærri 15% við tilkynninguna en stærð auðlindarinnar er áætluð milli 20 og 50 milljónir olíutunna. Lindin er um 33 kílómetra frá Njarðar-vinnslusvæðinu, sem Statoil rekur, en það gefur möguleika á hagkvæmri samtengingu. Faroe Petroleum á 25% hlut í leitarleyfinu en rekstraraðili þess er norska félagið VNG með 30%. Aðrir eigendur eru Rocksource og Spike Exploration. Þetta er þriðji olíufundur Faroe Petroleum í norsku lögsögunni á innan við ári. Í nóvember skýrðu Færeyingar frá enn stærri olíufundi, upp á 60-100 milljónir tunna, á svokölluðu Snilehorn-svæði, en Faroe á þar 7,5% hlut. Félagið var stofnað í Færeyjum árið 1997. Það fór á breskan hlutabréfamarkað fyrir áratug og eru höfuðstöðvar þess nú í Aberdeen í Skotlandi. Faroe er eitt af þeim félögum sem leiðir olíuleitina á íslenska Drekasvæðinu en það er rekstraraðili með 67% hlut í einu þriggja sérleyfanna þar. Stærsti hluthafi þess er félagið Dana Exploration, með 23%, sem er að öllu leyti í eigu ríkisolíufélags Suður-Kóreu. Af olíuleit í lögsögu Færeyja er það að frétta að áætlað er borpallurinn Herkúles komi þangað í næsta mánuði til að hefjast handa við að bora tvo olíubrunna fyrir 30-40 milljarða króna. Þetta verður stærsta einstaka atvinnuvegafjárfesting í sögu Færeyja. Tengdar fréttir Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45 Faroe Petroleum og Statoil finna olíulind í Noregshafi Norska olíufélagið Statoil og Faroe Petroleum, sem Færeyingar stofnuðu árið 1997, tilkynntu í morgun um þau hefðu fundið nýja olíulind við vesturströnd Noregs. Stærð hennar er áætluð milli 60 og 100 milljónir olíutunna. 11. nóvember 2013 13:32 Stjórnvöld í Suður-Kóreu með ítök í sérleyfi á Drekanum Ríkisolíufélag Suður-Kóreu er komið í lykilstöðu á Drekasvæðinu, sem stærsti eigandi Faroe Petroleum. Forstjóri Faroe vonast til að koma með borpall á Drekann eftir þrjú til fjögur ár og segir félagið nægilega sterkt til að standa fyrir borunum. Olíufélag sem stofnað var í Færeyjum fyrir fimmtán árum þykir einhverjum kannski ekki líklegt til stórræðanna á Drekasvæðinu en það er engu að síður orðinn handhafi 67 prósenta í stærsta sérleyfi til olíuvinnslu á landgrunni Íslands. 8. janúar 2013 19:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Færeysk-skoska olíufélagið Faroe Petroleum tilkynnti fyrir helgi að fundist hefðu olía og gas á Pil-svæðinu undan Þrændalögum í Noregshafi. Hlutabréf í félaginu ruku upp um nærri 15% við tilkynninguna en stærð auðlindarinnar er áætluð milli 20 og 50 milljónir olíutunna. Lindin er um 33 kílómetra frá Njarðar-vinnslusvæðinu, sem Statoil rekur, en það gefur möguleika á hagkvæmri samtengingu. Faroe Petroleum á 25% hlut í leitarleyfinu en rekstraraðili þess er norska félagið VNG með 30%. Aðrir eigendur eru Rocksource og Spike Exploration. Þetta er þriðji olíufundur Faroe Petroleum í norsku lögsögunni á innan við ári. Í nóvember skýrðu Færeyingar frá enn stærri olíufundi, upp á 60-100 milljónir tunna, á svokölluðu Snilehorn-svæði, en Faroe á þar 7,5% hlut. Félagið var stofnað í Færeyjum árið 1997. Það fór á breskan hlutabréfamarkað fyrir áratug og eru höfuðstöðvar þess nú í Aberdeen í Skotlandi. Faroe er eitt af þeim félögum sem leiðir olíuleitina á íslenska Drekasvæðinu en það er rekstraraðili með 67% hlut í einu þriggja sérleyfanna þar. Stærsti hluthafi þess er félagið Dana Exploration, með 23%, sem er að öllu leyti í eigu ríkisolíufélags Suður-Kóreu. Af olíuleit í lögsögu Færeyja er það að frétta að áætlað er borpallurinn Herkúles komi þangað í næsta mánuði til að hefjast handa við að bora tvo olíubrunna fyrir 30-40 milljarða króna. Þetta verður stærsta einstaka atvinnuvegafjárfesting í sögu Færeyja.
Tengdar fréttir Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45 Faroe Petroleum og Statoil finna olíulind í Noregshafi Norska olíufélagið Statoil og Faroe Petroleum, sem Færeyingar stofnuðu árið 1997, tilkynntu í morgun um þau hefðu fundið nýja olíulind við vesturströnd Noregs. Stærð hennar er áætluð milli 60 og 100 milljónir olíutunna. 11. nóvember 2013 13:32 Stjórnvöld í Suður-Kóreu með ítök í sérleyfi á Drekanum Ríkisolíufélag Suður-Kóreu er komið í lykilstöðu á Drekasvæðinu, sem stærsti eigandi Faroe Petroleum. Forstjóri Faroe vonast til að koma með borpall á Drekann eftir þrjú til fjögur ár og segir félagið nægilega sterkt til að standa fyrir borunum. Olíufélag sem stofnað var í Færeyjum fyrir fimmtán árum þykir einhverjum kannski ekki líklegt til stórræðanna á Drekasvæðinu en það er engu að síður orðinn handhafi 67 prósenta í stærsta sérleyfi til olíuvinnslu á landgrunni Íslands. 8. janúar 2013 19:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45
Faroe Petroleum og Statoil finna olíulind í Noregshafi Norska olíufélagið Statoil og Faroe Petroleum, sem Færeyingar stofnuðu árið 1997, tilkynntu í morgun um þau hefðu fundið nýja olíulind við vesturströnd Noregs. Stærð hennar er áætluð milli 60 og 100 milljónir olíutunna. 11. nóvember 2013 13:32
Stjórnvöld í Suður-Kóreu með ítök í sérleyfi á Drekanum Ríkisolíufélag Suður-Kóreu er komið í lykilstöðu á Drekasvæðinu, sem stærsti eigandi Faroe Petroleum. Forstjóri Faroe vonast til að koma með borpall á Drekann eftir þrjú til fjögur ár og segir félagið nægilega sterkt til að standa fyrir borunum. Olíufélag sem stofnað var í Færeyjum fyrir fimmtán árum þykir einhverjum kannski ekki líklegt til stórræðanna á Drekasvæðinu en það er engu að síður orðinn handhafi 67 prósenta í stærsta sérleyfi til olíuvinnslu á landgrunni Íslands. 8. janúar 2013 19:15