Innlent

Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa svikið kjósendur

Baldvin Þormóðsson skrifar
„Við hvöttum menn hinsvegar, vegna þessa loforðs, til þess að yfirgefa flokkinn ekki,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, um loforð flokksins um aðildaviðræður við Evrópusambandið í viðtali hjá Mikael Torfasyni í þættinum Mín skoðun. Segir Þorsteinn Sjálfstæðisflokkinn hafa svikið kjósendur.

„Ég held að það sé ekki ólíklegt að sagan muni dæma það þannig að þessi ákvörðun á föstudaginn hafi verið eiginlega formleg staðfesting á því að Sjálfstæðisflokkurinn gæfi þetta forystuhlutverk frá sér.“

„Það er liggur í augum uppi að þetta loforð réði úrslitum um það að ég gæti kosið minn gamla góða flokk. Ekki bara kosið hann, heldur kosið hann með bjartsýni í huga og trú á framtíðina.“ segir Þorsteinn.

„Ég held að staðan sé sú að formaðurinn þurfi að óttast þá meira sem þrýsta honum til að svíkja loforðið heldur en þá sem gagnrýna hann fyrir að hafa gert það.“

Þátturinn í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×