Innlent

Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll

Gissur Sigurðsson skrifar
Vísir/GVA
Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka.

Í tilkynningu frá Já-Ísland, sem er sameiginlegur vettvangur Evrópusinna, segir að tilgangurinn sé að knýja stjórnvöld til að standa við þau loforð sem gefin voru um þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem fólk yrði spurt hvort það vilji ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið , eða slíta þeim. Liðlega fjögurþúsund og þrjúhundruð hafa ritað nöfn sín og kennitölur máli þessu til stuðnings en undirskriftasöfnun hófst í gærkvöldi.

Þá opnaði einstaklingur vefsíðu í gærmorgun þar sem fólki gefst kostur á andmæla viðræðuslitum og á þann lista í gærkvöldi höfðu í morgun um ellefuþúsund og fimmhundruð skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að draga aðildarumsóknina ekki til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×