Fótbolti

Sahin fordæmir ofbeldi í Rússlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Zenit í stúkunni í gær.
Stuðningsmenn Zenit í stúkunni í gær. Vísir/Getty
Nuri Sahin var ekki ánægður með þá meðferð sem stuðningsmenn Dortmund fengu á strætum St. Pétursborgar í Rússlandi.

Dortmund vann í gær 4-2 sigur á Zenit í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en fyrir leikinn bárust fregnir að því að um 20 manna hópur hefði ráðist á stuðningsmenn þýska liðsins á strætum borgarinnar.

„Mér finnst bara leitt að fólk þurfi að beita hvert annað ofbeldi,“ sagði Sahin við fjölmiðla eftir leikinn.

„Mér þykir þetta leit fyrir hönd allra þeirra sem áttu í hlut. Ég vona bara þeir komist örugglega aftur heim. Ég vil líka þakka okkar áhorfendum fyrir stuðninginn - þeir lögðu á sig langt ferðalag.“


Tengdar fréttir

Stuðningsmenn Dortmund fá te og heitar bökur

Það verður frekar kalt í Rússlandi annað kvöld er Zenit St. Petersburg tekur á móti Borussia Dortmund í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Dortmund pakkaði Zenit saman

Það tók leikmenn þýska liðsins Dortmund aðeins fimm mínútur að ganga frá Zenit St. Petersburg í í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×