Fótbolti

Barcelona stigi á eftir Real

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Vísir/Getty
Barcelona lagði Almería 4-1 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Barcelona er stigi á eftir Real Madird á toppi deildarinnar þegar tólf umferðir eru eftir.

Alexis Sanchez kom Barcelona yfir strax á 9. mínútu. Messi bætti öðru  marki við á 24. mínútu og slátrun blasti við.

Þremur mínútum síðar minnkaði Angel Trujillo muninn og Almería var inni í leiknum lengi vel á eftir, í orði að minnsta kosti.

Staðan í hálfleik var 2-1 en Carlos Puyol gerði loks út um leikinn á 83. mínútu. Sex mínútum síðar fékk Xavi frítt skot rétt utan vítateigs og staðan því orðin 4-1 og það lét Barcelona duga þrátt fyrir stórsókn út leikinn.

Barcelona er 63 stig eftir 26 leiki, stig á eftir Real Madrid og tveimur stigum á undan Atletico Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×