Innlent

Mín skoðun: Bera landsmenn traust til Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs?

Í Minni skoðun á sunnudaginn greinir Mikael Torfason frá niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar um traust landsmanna til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Sérfræðingar þáttarins að þessu sinni eru þau Páll Vilhjálmsson blaðamaður, Elín Hirst þingkona og Margrét Kristmannsdóttir hjá Samtökum verslunar- og þjónustu. Hart verður tekist á um mál málanna, hvort slíta eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið eða boða til þingkosninga.

 

Þingið er í uppnámi og stóru orðin hafa fallið alla vikuna. Mikael ræðir við Frosta Sigurjónsson, formann efnahags- og viðskiptanefndar, í Hinni hliðinni. Frosti er stjarna úr viðskiptalífinu og þingmaður Framsóknarflokksins. Ef einhver veit hvernig ríkisstjórnin ætlar að losna við gjaldeyrishöftin og koma á stöðugleika án Evru þá er hlýtur það að vera Frosti.

Þátturinn verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 13. Einnig má horfa á þáttinn á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×