Mulder-tvíburabræðurnir með gull og brons Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2014 16:27 Michel Mulder fagnar gullinu. Vísir/AP Hollensku tvíburabræðurnir Michel Mulder og Ronald Mulder komust báðir á pall í dag í 500 metra skautahlaupi karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi. Hollendingar áttu þrjá menn á palli en þeir hafa haft mikla yfirburði í skautahlaupinu og eru búnir að vinna sjö af fyrstu níu verðlaunum á leikunum. Michel Mulder vann með minnsta mögulega mun en hann varð aðeins 0,01 sekúndu á undan landa sínum Jan Smeekens. Mulder kom í mark á 69,31 sekúndum en tími Smeekens var 69,32 sekúndur. Jan Smeekens náði bestum árangri Hollendinga á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum þegar hann endaði í sjötta sæti en verðlaunin fóru þá til Suður-Kóreu (gull) og Japans (silfur og brons). Michel Mulder er tíu mínútum yngri en tvíburabróðir sinn Ronald Mulder en Michel var 15 sekúndubrotum á undan Ronald í úrslitum 500 metra skautahlaupsins. Þeir eru báðir fæddir 27. febrúar 1986 og það styttist því í 28 ára afmælisdaginn. Þetta er fyrsta Ólympíugull Michel Mulder á ferlinum en hann hefur unnið tvö gull á heimsmeistaramótum, 2013 og svo á dögunum í Nagano í Japan. Michel og Ronald Mulder urðu með þessu aðeins aðrir bræðurnir í sögu Vetrarleikana til að vinna verðlaun í sömu grein en fyrir þrjátíu árum unnu Bandaríkjamennirnir Phil og Steven Mahre gull og silfur í svigi á Ól í Sarajevo 1984.Bræðurnir Michael og Ronald Mulder.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Hollensku tvíburabræðurnir Michel Mulder og Ronald Mulder komust báðir á pall í dag í 500 metra skautahlaupi karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi. Hollendingar áttu þrjá menn á palli en þeir hafa haft mikla yfirburði í skautahlaupinu og eru búnir að vinna sjö af fyrstu níu verðlaunum á leikunum. Michel Mulder vann með minnsta mögulega mun en hann varð aðeins 0,01 sekúndu á undan landa sínum Jan Smeekens. Mulder kom í mark á 69,31 sekúndum en tími Smeekens var 69,32 sekúndur. Jan Smeekens náði bestum árangri Hollendinga á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum þegar hann endaði í sjötta sæti en verðlaunin fóru þá til Suður-Kóreu (gull) og Japans (silfur og brons). Michel Mulder er tíu mínútum yngri en tvíburabróðir sinn Ronald Mulder en Michel var 15 sekúndubrotum á undan Ronald í úrslitum 500 metra skautahlaupsins. Þeir eru báðir fæddir 27. febrúar 1986 og það styttist því í 28 ára afmælisdaginn. Þetta er fyrsta Ólympíugull Michel Mulder á ferlinum en hann hefur unnið tvö gull á heimsmeistaramótum, 2013 og svo á dögunum í Nagano í Japan. Michel og Ronald Mulder urðu með þessu aðeins aðrir bræðurnir í sögu Vetrarleikana til að vinna verðlaun í sömu grein en fyrir þrjátíu árum unnu Bandaríkjamennirnir Phil og Steven Mahre gull og silfur í svigi á Ól í Sarajevo 1984.Bræðurnir Michael og Ronald Mulder.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira