Enski boltinn

Wenger: Verðum að sætta okkur við reglurnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það hefði verið dýrkeypt að brenna af vítaspyrnu snemma leiks gegn Bayern í kvöld. Þeir þýsku unnu, 2-0, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Mesut Özil fékk vítaspyrnu snemma í leiknum en slök spyrna hans var varin af Manuel Neuer.

„Vítaspyrnan sem við brenndum af drap alla jákvæða stemningu í liðinu og áhorfendum. Svo misstum við mann af velli með rautt spjald og urðum undir í baráttunni,“ sagði Wenger eftir leikinn í kvöld.

Özil hikaði nokkuð þegar hann tók vítaspyrnuna í kvöld og var Wenger spurður út í það. „Ég er hrifnari af því þegar leikmenn hlaupa ákveðið að boltanum. En það hefur hver sína tækni og engin ein rétt leið til að taka vítaspyrnur.“

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Arjen Robben sem var sloppinn í gegn. „Ég hef margsinnis mótmælt því að svona brot verðskuldi rautt spjald. En fyrst þetta er í reglunum verður maður að sætta sig við þetta.“

„En við unnum á Allianz Arena í fyrra og við verðum að reyna að gera slíkt hið sama nú.“

Vítið sem Mesut Özil fékk í leiknum: Rauða spjaldið hjá Arsenal:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×