Körfubolti

Hversu getspakur ertu? Buffett býður milljarð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gorgui Dieng, leikmaður Minnesota Timberwolves var hluti af sigurliði Louisville Cardinals á síðasta tímabili
Gorgui Dieng, leikmaður Minnesota Timberwolves var hluti af sigurliði Louisville Cardinals á síðasta tímabili Vísir/Getty
Warren Buffett, bandaríski auðkýfingurinn ákvað að efna til leiks í tilefni úrslitakeppni háskólakörfuboltans í Bandaríkjunum í ár. Takist einhverjum að spá fyrir um réttan sigurvegara í öllum leikjum fær sá hinn sami einn milljarð Bandaríkjadollara.

Buffett sem er 63 ára og er verðmetinn á 53 milljarð dollara á vel efni á leik sem þessum sem hefur vakið mikla athygli erlendis. Alls eru 63 leikir í úrslitakeppninni en talið er að líkurnar séu einn á móti 4,294,976,296.

Fari svo að einhver gerist svo getspakur og finni réttu formúluna fær hann greitt 25 milljónir dollara á ári en fyrir þá óþolinmóðu er hægt að fá eingreiðslu upp á hálfan milljarð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×