CVS drepur í: „Sígarettur eiga ekki samleið með heilbrigðisþjónustu“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. febrúar 2014 16:07 Tóbakssölu verður hætt í öllum verslunum CVS fyrir 1. október á þessu ári. vísir/getty CVS, stærsta lyfsölukeðja Bandaríkjanna, hefur ákveðið að hætta að selja sígarettur og annan tóbaksvarning á þessu ári. Þetta kom fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í morgun. Tóbakssölu verður hætt í öllum verslunum keðjunnar fyrir 1. október en samtals eru verslanirnar um 7.600 talsins. Er þetta í fyrsta sinn sem svo stór söluaðili hefur ákveðið að hætta að selja tóbak í Bandaríkjunum, enda er salan afar ábatasöm. „26 þúsund lyfjafræðingar og hjúkrunarfræðingar á okkar vegum hjálpa milljónum sjúklinga á degi hverjum,“ segir Larry Merlo, framkvæmdastjóri keðjunnar. „Þeir hjálpa sjúklingum að kljást við veikindi á borð við háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og sykursýki. Allt eru þetta veikindi sem reykingar gera enn verri. Við höfum því komist að þeirri niðurstöðu að sígarettusala eigi alls ekki samleið með heilbrigðisþjónustu.“ Ákvörðunar CVS er fagnað af heilbrigðissamtökum víða um Bandaríkin en ljóst er að fyrirtækið mun verða af umtalsverðum tekjum vegna þessa, sem sagðar eru nema um tveimur milljörðum árlega. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
CVS, stærsta lyfsölukeðja Bandaríkjanna, hefur ákveðið að hætta að selja sígarettur og annan tóbaksvarning á þessu ári. Þetta kom fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í morgun. Tóbakssölu verður hætt í öllum verslunum keðjunnar fyrir 1. október en samtals eru verslanirnar um 7.600 talsins. Er þetta í fyrsta sinn sem svo stór söluaðili hefur ákveðið að hætta að selja tóbak í Bandaríkjunum, enda er salan afar ábatasöm. „26 þúsund lyfjafræðingar og hjúkrunarfræðingar á okkar vegum hjálpa milljónum sjúklinga á degi hverjum,“ segir Larry Merlo, framkvæmdastjóri keðjunnar. „Þeir hjálpa sjúklingum að kljást við veikindi á borð við háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og sykursýki. Allt eru þetta veikindi sem reykingar gera enn verri. Við höfum því komist að þeirri niðurstöðu að sígarettusala eigi alls ekki samleið með heilbrigðisþjónustu.“ Ákvörðunar CVS er fagnað af heilbrigðissamtökum víða um Bandaríkin en ljóst er að fyrirtækið mun verða af umtalsverðum tekjum vegna þessa, sem sagðar eru nema um tveimur milljörðum árlega.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira