Körfubolti

Friðrik Ingi hættur hjá KKÍ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Friðrik Ingi, til vinstri, ásamt Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ.
Friðrik Ingi, til vinstri, ásamt Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ. Vísir/Anton
Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag að Friðrik Ingi Rúnarsson muni láta af störfum sem framkvæmdarstjóri sambandsins um mánaðamótin.

Fram kemur í tilkynningunni að þetta sé gert vegna hagræðingar í rekstri og eru Friðriki Inga þakkað góð störf fyrir sambandið.

Hann hefur gegnt starfinu frá 2006 en var áður landsliðsþjálfari karla sem og þjálfari Grindavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×