Körfubolti

Tvöfaldur íslenskur bikarsigur í Danaveldi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hrannar Hólm ásamt stelpunum í SISU að lokinni verðlaunaafhendingu í gær.
Hrannar Hólm ásamt stelpunum í SISU að lokinni verðlaunaafhendingu í gær. Mynd/Heimasíða SISU
Kanínurnar hans Arnars Guðjónssonar í Svendborg og SISU, sem Hrannar Hólm þjálfar, urðu bikarmeistarar í körfubolta á mikilli bikarhelgi í Horsens í Danmörku í gær.

SISU varð bikarmeistari fjórða árið í röð þegar liðið lagði Hörsholm 79ers örugglega 79-59. Liðið hefur verið afar sigursælt undanfarin ár með Hrannar í brúnni. Hrannar gegnir einnig starfi íþróttastjóra hjá danska körfuknattleikssambandinu.

Mun meiri spenna var þegar Svendborg marði þriggja stiga sigur á Bakken Bears 87-84 í bikarúrslitaleik karla. Hápunkta úr leiknum má sjá hér að neðan. Arnar er aðstoðarþjálfari liðsins en Craig Pedersen er aðalþjálfari.

Viðtal við Arnar, sem tekið var í nóvember, má sjá hér að neðan. Eins og sjá má í viðtalinu var Arnar ekkert rosalega spenntur fyrir því að svara spurningum fréttamannsins og var fyrir vikið líkt við Gregg Popovich, þjálfara San Antonio Spurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×