Aron: Búnir að nýta liðið vel í mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2014 17:07 Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Daníel Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var mjög ánægður eftir glæsilegan sigur á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með mjög góðum seinni hálfleik. „Það var virkilega sætt að vinna þennan leik. Við vorum að spila á mörgum óreyndari leikmönnum og þeir stóðu sig vel," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í viðtali við Einar Örn Jónsson í útsendingu í Sjónvarpsins. Menn sem hafa ekki verið í lykilhlutverki á mótinu voru að spila vel í sigrinum á Pólverjum. Þetta eru strákar eins og Gunnar Steinn Jónsson, Aron Rafn Eðvarðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og fleiri. Einar Örn spurði Aron út í þá. „Þetta var virkilega góð frammistaða hjá þeim. Mér finnst við búnir að nýta liðið vel í mótinu og menn hafa vaxið með aukinni ábyrgð. Það er virkilega gott upp á framhaldið því menn þurfa að spila til að fá aukna reynslu," sagði Aron. „Fimmta sætið í þessari keppni miðað við öll þau vandamál sem við glímdum við fyrir mótið sé frábær niðurstaða," sagði Aron. Hvað er Aron ánægðastur með á mótinu? „Ég er fyrst og fremst ánægður með einbeitinguna og framlagið frá strákunum alla keppnina. Menn eru búnir að leggja mikið á sig og líka í aðdraganda mótsins þar sem menn voru að vinna í sínum málum. Við náðum alltaf að bæta okkar leik, bæði fyrir móti og svo í mótinu," sagði Aron. „Það detta mikilvægir leikmenn út hjá okkur eftir riðlakeppnina og svo Aron Pálmars þegar fór að líða á milliriðilinn. Þá er frábært að þessi yngri skuli stíga fram. Auðvitað fengum við á kjaftinn á móti Dönum en það var leikur sem skipti okkur ekki mestu máli. Það var aðalatriðið að vera með menn klára í leiknum í dag til að geta unnið hann og það tókst," sagði Aron. EM 2014 karla Tengdar fréttir Rúnar Kára: Ég var heitur og þá er auðveldara að skjóta á markið Rúnar Kárason skoraði sigurmark íslenska handboltalandsliðsins í kvöld í sigrinum á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Markið skoraði örvhenta skyttan með einu af mörgum þrumuskotum sínum í leiknum. 24. janúar 2014 16:50 Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. 24. janúar 2014 12:05 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var mjög ánægður eftir glæsilegan sigur á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með mjög góðum seinni hálfleik. „Það var virkilega sætt að vinna þennan leik. Við vorum að spila á mörgum óreyndari leikmönnum og þeir stóðu sig vel," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í viðtali við Einar Örn Jónsson í útsendingu í Sjónvarpsins. Menn sem hafa ekki verið í lykilhlutverki á mótinu voru að spila vel í sigrinum á Pólverjum. Þetta eru strákar eins og Gunnar Steinn Jónsson, Aron Rafn Eðvarðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og fleiri. Einar Örn spurði Aron út í þá. „Þetta var virkilega góð frammistaða hjá þeim. Mér finnst við búnir að nýta liðið vel í mótinu og menn hafa vaxið með aukinni ábyrgð. Það er virkilega gott upp á framhaldið því menn þurfa að spila til að fá aukna reynslu," sagði Aron. „Fimmta sætið í þessari keppni miðað við öll þau vandamál sem við glímdum við fyrir mótið sé frábær niðurstaða," sagði Aron. Hvað er Aron ánægðastur með á mótinu? „Ég er fyrst og fremst ánægður með einbeitinguna og framlagið frá strákunum alla keppnina. Menn eru búnir að leggja mikið á sig og líka í aðdraganda mótsins þar sem menn voru að vinna í sínum málum. Við náðum alltaf að bæta okkar leik, bæði fyrir móti og svo í mótinu," sagði Aron. „Það detta mikilvægir leikmenn út hjá okkur eftir riðlakeppnina og svo Aron Pálmars þegar fór að líða á milliriðilinn. Þá er frábært að þessi yngri skuli stíga fram. Auðvitað fengum við á kjaftinn á móti Dönum en það var leikur sem skipti okkur ekki mestu máli. Það var aðalatriðið að vera með menn klára í leiknum í dag til að geta unnið hann og það tókst," sagði Aron.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Rúnar Kára: Ég var heitur og þá er auðveldara að skjóta á markið Rúnar Kárason skoraði sigurmark íslenska handboltalandsliðsins í kvöld í sigrinum á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Markið skoraði örvhenta skyttan með einu af mörgum þrumuskotum sínum í leiknum. 24. janúar 2014 16:50 Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. 24. janúar 2014 12:05 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Rúnar Kára: Ég var heitur og þá er auðveldara að skjóta á markið Rúnar Kárason skoraði sigurmark íslenska handboltalandsliðsins í kvöld í sigrinum á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Markið skoraði örvhenta skyttan með einu af mörgum þrumuskotum sínum í leiknum. 24. janúar 2014 16:50
Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. 24. janúar 2014 12:05