Aron: Búnir að nýta liðið vel í mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2014 17:07 Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Daníel Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var mjög ánægður eftir glæsilegan sigur á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með mjög góðum seinni hálfleik. „Það var virkilega sætt að vinna þennan leik. Við vorum að spila á mörgum óreyndari leikmönnum og þeir stóðu sig vel," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í viðtali við Einar Örn Jónsson í útsendingu í Sjónvarpsins. Menn sem hafa ekki verið í lykilhlutverki á mótinu voru að spila vel í sigrinum á Pólverjum. Þetta eru strákar eins og Gunnar Steinn Jónsson, Aron Rafn Eðvarðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og fleiri. Einar Örn spurði Aron út í þá. „Þetta var virkilega góð frammistaða hjá þeim. Mér finnst við búnir að nýta liðið vel í mótinu og menn hafa vaxið með aukinni ábyrgð. Það er virkilega gott upp á framhaldið því menn þurfa að spila til að fá aukna reynslu," sagði Aron. „Fimmta sætið í þessari keppni miðað við öll þau vandamál sem við glímdum við fyrir mótið sé frábær niðurstaða," sagði Aron. Hvað er Aron ánægðastur með á mótinu? „Ég er fyrst og fremst ánægður með einbeitinguna og framlagið frá strákunum alla keppnina. Menn eru búnir að leggja mikið á sig og líka í aðdraganda mótsins þar sem menn voru að vinna í sínum málum. Við náðum alltaf að bæta okkar leik, bæði fyrir móti og svo í mótinu," sagði Aron. „Það detta mikilvægir leikmenn út hjá okkur eftir riðlakeppnina og svo Aron Pálmars þegar fór að líða á milliriðilinn. Þá er frábært að þessi yngri skuli stíga fram. Auðvitað fengum við á kjaftinn á móti Dönum en það var leikur sem skipti okkur ekki mestu máli. Það var aðalatriðið að vera með menn klára í leiknum í dag til að geta unnið hann og það tókst," sagði Aron. EM 2014 karla Tengdar fréttir Rúnar Kára: Ég var heitur og þá er auðveldara að skjóta á markið Rúnar Kárason skoraði sigurmark íslenska handboltalandsliðsins í kvöld í sigrinum á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Markið skoraði örvhenta skyttan með einu af mörgum þrumuskotum sínum í leiknum. 24. janúar 2014 16:50 Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. 24. janúar 2014 12:05 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var mjög ánægður eftir glæsilegan sigur á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með mjög góðum seinni hálfleik. „Það var virkilega sætt að vinna þennan leik. Við vorum að spila á mörgum óreyndari leikmönnum og þeir stóðu sig vel," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í viðtali við Einar Örn Jónsson í útsendingu í Sjónvarpsins. Menn sem hafa ekki verið í lykilhlutverki á mótinu voru að spila vel í sigrinum á Pólverjum. Þetta eru strákar eins og Gunnar Steinn Jónsson, Aron Rafn Eðvarðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og fleiri. Einar Örn spurði Aron út í þá. „Þetta var virkilega góð frammistaða hjá þeim. Mér finnst við búnir að nýta liðið vel í mótinu og menn hafa vaxið með aukinni ábyrgð. Það er virkilega gott upp á framhaldið því menn þurfa að spila til að fá aukna reynslu," sagði Aron. „Fimmta sætið í þessari keppni miðað við öll þau vandamál sem við glímdum við fyrir mótið sé frábær niðurstaða," sagði Aron. Hvað er Aron ánægðastur með á mótinu? „Ég er fyrst og fremst ánægður með einbeitinguna og framlagið frá strákunum alla keppnina. Menn eru búnir að leggja mikið á sig og líka í aðdraganda mótsins þar sem menn voru að vinna í sínum málum. Við náðum alltaf að bæta okkar leik, bæði fyrir móti og svo í mótinu," sagði Aron. „Það detta mikilvægir leikmenn út hjá okkur eftir riðlakeppnina og svo Aron Pálmars þegar fór að líða á milliriðilinn. Þá er frábært að þessi yngri skuli stíga fram. Auðvitað fengum við á kjaftinn á móti Dönum en það var leikur sem skipti okkur ekki mestu máli. Það var aðalatriðið að vera með menn klára í leiknum í dag til að geta unnið hann og það tókst," sagði Aron.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Rúnar Kára: Ég var heitur og þá er auðveldara að skjóta á markið Rúnar Kárason skoraði sigurmark íslenska handboltalandsliðsins í kvöld í sigrinum á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Markið skoraði örvhenta skyttan með einu af mörgum þrumuskotum sínum í leiknum. 24. janúar 2014 16:50 Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. 24. janúar 2014 12:05 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Rúnar Kára: Ég var heitur og þá er auðveldara að skjóta á markið Rúnar Kárason skoraði sigurmark íslenska handboltalandsliðsins í kvöld í sigrinum á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Markið skoraði örvhenta skyttan með einu af mörgum þrumuskotum sínum í leiknum. 24. janúar 2014 16:50
Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. 24. janúar 2014 12:05
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti