Körfubolti

Jón Arnór fór á kostum í góðum sigri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Arnór er kominn í góðan gír eftir meiðsli.
Jón Arnór er kominn í góðan gír eftir meiðsli. Vísir/Anton
CAI Zaragoza vann 36 stiga heimasigur á Murcia í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni í kvöld. Jón Arnór Stefánsson var í banastuði.

KR-ingurinn uppaldi spilaði 25 mínútur og skoraði 18 stig. Hann hitti úr þremur af fjórum skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og var með sömu skotnýtingu fyrir innan hana. Öll vítaskot hans rötuðu niður.

Leikurinn var nokkuð jafn framan af en heimamenn í Zaragoza lögðu grunninn að stórsigri með frábærri vörn í 3. leikhluta. Murcia tókst aðeins að skora 11 stig gegn 38 hjá heimamönnum sem lönduðu 103-67 sigri.

Jón Arnór og félagar eru í 6. sæti deildarinnar með 26 stig en samkeppnin um sæti í úrslitakeppninni er afar hörð. Murcia er í 13. sæti með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×