Fótbolti

Annar titill kominn hjá Guðbjörgu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða Turbine Potsdam
Guðbjörg Gunnarsdóttir og félagar hennar í Turbine Potsdam unnu sinn annan titil á skömmum tíma í innanhússknattspyrnu um helgina.

Turbine Potsdam hélt um helgina alþjóðlegt mót, Turbeine-Hallencup, en það er annað árið í röð sem félagið gerir það. Átta lið frá jafn mörgum löndum tóku þátt en Potsdam stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur á danska liðinu Bröndby í úrslitaleik, 5-0.

Fyrr í mánuðinum varð Potsdam Þýskalandsmeistari í innanhússknattspyrnu og hefur því Guðbjörg unnið tvo titla eftir að hún samdi við liðið um áramótin.


Tengdar fréttir

Gugga þarf að rifja upp Verzló-þýskuna sína

„Ég er í skýjunum og ótrúlega spennt. Ég hlakka til að mæta til æfinga en er jafnframt pínu stressuð. Ég geri mér grein fyrir að þetta verður ekki auðvelt,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir sem skrifað hefur undir samning við þýska stórliðið Turbine Potsdam.

Það væri frábær endir á árinu 2013 að semja við Potsdam

Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir mun mögulega ganga frá samningi við þýska stórliðið 1. FFC Turbine Potsdam í dag en hún er í samningaviðræðum við liðið eftir að hafa æft í Þýskalandi í síðustu viku.

Guðbjörg æfir með Potsdam

Guðbjörg Gunnarsdóttir er mögulega á leið til eins sterkasta félags í evrópskri kvennaknattspyrnu.

Guðbjörg mun semja við Turbine Potsdam

Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir mun hafa vistaskipti um áramótin en hún hefur komist að samkomulagi við eitt besta lið Evrópu - Turbine Potsdam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×