Fótbolti

Heynckes besti fótboltaþjálfari heims á síðasta ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jupp Heynckes var tolleraður eftir sigurinn á Wembley.
Jupp Heynckes var tolleraður eftir sigurinn á Wembley. Mynd/NordicPhotos/Getty
Jupp Heynckes, fyrrum þjálfari þýska liðsins Bayern München, var kosinn besti fótboltaþjálfarinn á síðasta ári af samtökum fótboltatölfræðinga, IFFHS.

Heynckes gerði Bayern að þreföldum meisturum á síðustu leiktíð og alla titlana vann með liðinu eftir að Bæjarar höfðu gefið það út að Spánverjinn Pep Guardiola tæki við af honum um sumarið.

Bayern München hafði aldrei áður unnið alla þrjá stærstu titlana á einu og sama tímabilinu og sigurinn í Meistaradeildinni var sá fyrsti hjá félaginu í tólf ár.

Jupp Heynckes hafði betur í baráttunni við Jürgen Klopp, þjálfara Borussia Dortmund og Diego Simeone, þjálfara spútnikliðs Atlético de Madrid.

Besti fótboltaþjálfari heims 2013:

1. Jupp Heynckes (Bayern München) 216 stig

2. Jürgen Klopp (Borussia Dortmund) 101

3. Diego Simeone (Atlético de Madrid) 61

4. Alex Ferguson (Manchester United) 33

5. Pep Guardiola (Bayern München) 30

6. Arsène Wenger (Arsenal) 29

7. José Mourinho (Real Madrid og Chelsea) 10

8. Antonio Conte (Juventus) 3

8. Jorge Jesus (Benfica) 3

Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×