Barroso: Farsæl innleiðing Letta undirstrikar traust á evru Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. janúar 2014 19:00 Árangursrík innleiðing Lettlands á evrunni er til merkis um að gjaldmiðillinn er ennþá eftirsóknarverður fyrir ESB-ríkin sem ekki hafa tekið hann upp og undirstrikar traust á myntsamstarfinu. Þetta segir forseti framkvæmdastjórnar ESB. Um áramótin varð Lettland átjánda ríkið til að taka upp evruna með þátttöku í Evrópska myntbandalaginu (EMU). Á blaðamannafundi í Riga í Lettlandi í gær fór Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands, yfir árangurinn af innleiðingu gjaldmiðilsins ásamt leiðtogum Evrópusambandsins, þeim Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðsins og José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnarinnar. „Á fundinum með Van Rompuy og Barroso ræddum við spurningar varðandi inngöngu Lettlands í evrusvæðið. Ég upplýsti þá um gang inngönguferlis Lettlands og að þessi breyting hafi gengið mjög vel og án nokkurra vandamála eða óþæginda fyrir almenning. Evrur í umferð í Lettlandi eru þegar komnar upp fyrir Lat, svo við sjáum að við höldum áfram innleiðingu evrunnar á góðum hraða,“ sagði Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands. Fagna innleiðingu á afmæli myntsamstarfsins Lettland gekk í evrusvæðið á 15 ára afmæli sameiginlegu myntarinnar en 333 milljónir Evrópubúa nota nú gjaldmiðilinn. Lettland, með tvær milljónir íbúa, varð átjánda ríkið til að ganga í myntsamstarfið. Áratug eftir að Lettar stigu úr skugga grannríkisins Rússlands með aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu, NATÓ. „Aðild Lettlands að evrusamstarfinu er einnig merki um traust á sameiginlegum gjaldmiðli okkar. Fyrir ekki svo löngu spáðu menn andláti evrunnar. Ég sjálfur, og van Rompuy forseti, vorum á mörgum alþjóðlegum ráðstefnum þar sem félagar okkar spurðu um mögulegt hrun evrunnar. Hvað gerðist? Ekki nóg með að evran hrundi ekki heldur bjóðum við í dag nýjan aðila að evrunni velkominn. Getur verið skýrari vitnisburður um, ekki aðeins sveigjanleika, stöðugleika, trúverðugleika og styrk okkar sameiginlega gjaldmiðils, heldur einnig getu þessa gjaldmiðils til að laða að aðildarríki Evrópusambandsins? Ég held að það sé ekki hægt að sýna það betur,“ sagði José Manuel Barroso á fundinum í Riga. „Bazookan“ hans Mario Draghi Vandi evrunnar var áberandi í opinberri umræðu árin eftir fjármálaáfallið vegna vanda skuldsettra ríkja í myntsamstarfinu, eins og Grikklands, Spánar og Portúgal. Eftir afdráttarlausa yfirlýsingu Mario Draghi seðlabankastjóra sumarið 2012 um að Evrópski Seðlabankinn (ECB) myndi gera „hvað sem er“ til að styðja við evruna, sem hefur verið nefnd „bazooka,“ hefur þessi umræða róast og endurspeglast í endurheimtu trausti markaða á myntsamstarfinu. Yfirlýsing Draghis var á þann veg að ECB myndi kaupa eins mikið af ríkisskuldabréfum evruríkja í skuldavanda og þörf krefði. Þannig tók hann í raun pólitískan hita af Angelu Merkel kanslara Þýskalands sem hafði ekki gefið út slíkar yfirlýsingar heimafyrir vegna óánægju þýskra kjósenda með slíkar aðgerðir. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Árangursrík innleiðing Lettlands á evrunni er til merkis um að gjaldmiðillinn er ennþá eftirsóknarverður fyrir ESB-ríkin sem ekki hafa tekið hann upp og undirstrikar traust á myntsamstarfinu. Þetta segir forseti framkvæmdastjórnar ESB. Um áramótin varð Lettland átjánda ríkið til að taka upp evruna með þátttöku í Evrópska myntbandalaginu (EMU). Á blaðamannafundi í Riga í Lettlandi í gær fór Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands, yfir árangurinn af innleiðingu gjaldmiðilsins ásamt leiðtogum Evrópusambandsins, þeim Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðsins og José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnarinnar. „Á fundinum með Van Rompuy og Barroso ræddum við spurningar varðandi inngöngu Lettlands í evrusvæðið. Ég upplýsti þá um gang inngönguferlis Lettlands og að þessi breyting hafi gengið mjög vel og án nokkurra vandamála eða óþæginda fyrir almenning. Evrur í umferð í Lettlandi eru þegar komnar upp fyrir Lat, svo við sjáum að við höldum áfram innleiðingu evrunnar á góðum hraða,“ sagði Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands. Fagna innleiðingu á afmæli myntsamstarfsins Lettland gekk í evrusvæðið á 15 ára afmæli sameiginlegu myntarinnar en 333 milljónir Evrópubúa nota nú gjaldmiðilinn. Lettland, með tvær milljónir íbúa, varð átjánda ríkið til að ganga í myntsamstarfið. Áratug eftir að Lettar stigu úr skugga grannríkisins Rússlands með aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu, NATÓ. „Aðild Lettlands að evrusamstarfinu er einnig merki um traust á sameiginlegum gjaldmiðli okkar. Fyrir ekki svo löngu spáðu menn andláti evrunnar. Ég sjálfur, og van Rompuy forseti, vorum á mörgum alþjóðlegum ráðstefnum þar sem félagar okkar spurðu um mögulegt hrun evrunnar. Hvað gerðist? Ekki nóg með að evran hrundi ekki heldur bjóðum við í dag nýjan aðila að evrunni velkominn. Getur verið skýrari vitnisburður um, ekki aðeins sveigjanleika, stöðugleika, trúverðugleika og styrk okkar sameiginlega gjaldmiðils, heldur einnig getu þessa gjaldmiðils til að laða að aðildarríki Evrópusambandsins? Ég held að það sé ekki hægt að sýna það betur,“ sagði José Manuel Barroso á fundinum í Riga. „Bazookan“ hans Mario Draghi Vandi evrunnar var áberandi í opinberri umræðu árin eftir fjármálaáfallið vegna vanda skuldsettra ríkja í myntsamstarfinu, eins og Grikklands, Spánar og Portúgal. Eftir afdráttarlausa yfirlýsingu Mario Draghi seðlabankastjóra sumarið 2012 um að Evrópski Seðlabankinn (ECB) myndi gera „hvað sem er“ til að styðja við evruna, sem hefur verið nefnd „bazooka,“ hefur þessi umræða róast og endurspeglast í endurheimtu trausti markaða á myntsamstarfinu. Yfirlýsing Draghis var á þann veg að ECB myndi kaupa eins mikið af ríkisskuldabréfum evruríkja í skuldavanda og þörf krefði. Þannig tók hann í raun pólitískan hita af Angelu Merkel kanslara Þýskalands sem hafði ekki gefið út slíkar yfirlýsingar heimafyrir vegna óánægju þýskra kjósenda með slíkar aðgerðir.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira