Fótbolti

Ronaldo grét af gleði þegar hann fékk Gullboltann - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo grét upp á sviði.
Cristiano Ronaldo grét upp á sviði. Mynd/NordicPhotos/Getty
Cristiano Ronaldo vann langþráðan sigur á Lionel Messi í kvöld þegar portúgalski knattspyrnusnillingurinn var kosinn besti knattspyrnumaður heims af FIFA og France Football.

Ronaldo fékk þá Gullboltann í annað skiptið á ferlinum en hann vann hann einnig árið 2008. Argentínumaðurinn Lionel Messi hafði unnið Gullboltann fjögur ár í röð (2009, 2010, 2011 og 2012).

Cristiano Ronaldo barðist við tárin upp á sviðinu eftir að Pele hafði afhent honum hinn glæsilega Gullbolta FIFA.

Hann hélt haus til að byrja með og kyssti rússnesku kærustu sína Irina Shayk en þegar hann var kominn upp á svið og var búinn að fá Gullboltann í hendurnar báru tilfinningarnar hans ofurliði. Það er hægt að sjá myndir af viðbrögðum Ronaldo hér fyrir neðan.

Cristiano Ronaldo skoraði 66 mörk í 56 leikjum á árinu 2013 og hann skoraði þá meira en Lionel Messi (42) og Franck Ribery (22) til samans en þeir voru tilnefndir með honum.

Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×