Körfubolti

Haukur valinn í úrvalslið desembermánaðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. Mynd/Daníel
Haukur Helgi Pálsson er að standa sig vel með Breogán í spænsku b-deildinni í körfubolta og íslenski landsliðsmaðurinn var á dögunum valinn í úrvalslið desembermánaðar í deildinni.

Haukur Helgi og félagar unnu alla leiki sína í mánuðinum og var Haukar verðlaunaður ásamt þjálfaranum Lisardo Gómez.

Haukur Helgi er í láni hjá Breogán frá spænska úrvalsdeildarliðinu Basquet Manresa.

Hinir leikmenn í úrvalsliðinu voru þeir Thomas Schreiner, Jeff Xavier, Pep Ortega og Jordi Trias. Pep Ortega var valinn besti leikmaðurinn.

Haukur Helgi var með 9,5 stig, 3,5 fráköst og 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik í mánuðinum en hann fær mikið hrós fyrir varnarleikinn sinn og fjölhæfni.

Haukur Helgi skoraði síðan fimmtán stig í fyrsta leiknum á nýju ári en Breogán þurfti reyndar að sætta sig við tap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×