Bíó og sjónvarp

Óskarsverðlaunahafi látinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Saul Zaentz lést á föstudag í íbúð sinni í San Francisco, 92ja ára að aldri. Saul var virtur kvikmyndaframleiðandi og hlaut Óskarsverðlaun fyrir myndirnar One Flew Over the Cuckoo's Nest, Amadeus og The English Patient.

Saul var kominn vel yfir fimmtugt þegar hann byrjaði í kvikmyndabransanum en fyrir það hafði hann grætt fúlgur fjár í tónlistarbransanum. Hann rak útgáfufyrirtækið Fantasy Records sem var meðal annars með hljómsveitina Creedence Clearwater Revival á sínum snærum.

Saul framleiddi aðeins níu kvikmyndir á árunum 1975 til 2007 og vann með leikstjórum á borð við Milos Forman, Anthony Minghella og Peter Weir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×