Bíó og sjónvarp

Paul Walker verður í Fast and Furious 7

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Útgáfudegi myndarinnar hefur verið seinkað um tæpt ár og mun verða frumsýnd í apríl árið 2015.
Útgáfudegi myndarinnar hefur verið seinkað um tæpt ár og mun verða frumsýnd í apríl árið 2015.
Framleiðendur sjöundu Fast and Furious-myndarinnar hafa loksins tekið ákvörðun um afdrif persónu leikarans Pauls Walker, en hann lést í bílslysi í lok nóvember.

Persónan mun kveðja myndaflokkinn og notast verður við það efni sem búið var að taka með leikaranum þegar hann lést.

Aðstandendur myndarinnar segja persónuna geta verið hluta af sögunni en um leið sé hægt að skilja við hana með smekklegum hætti svo myndaflokkurinn geti haldið áfram.

Þessar breytingar gera það að verkum að taka þarf fleiri senur sem enn á eftir að skrifa, en útgáfudegi myndarinnar hefur verið seinkað um tæpt ár og mun verða frumsýnd í apríl árið 2015.


Tengdar fréttir

Hollywood syrgir Paul Walker

Fast and the Furious-stjarnan Paul Walker lést í skelfilegu bílslysi í nótt fertugur að aldri.

Vin Diesel tjáir sig um dauða Paul Walker

"Ég vildi að þú gætir séð heiminn núna og þessu miklu áhrif sem þú hefur haft á hann, á okkur, á mig. Ég mun alltaf elska þig eins og bróðurinn sem þú varst mér,“ skrifaði Vin Diesel á Facebook síðu sína.

Paul Walker látinn

Fast and the Furious-stjarnan lést í bílslysi í gær.

Paul Walker brann

Við krufningu kom í ljós að banamein Paul Walkers var ekki einungis höggið sem hann fékk í bílslysi, heldur líka brunasár.

Stal hluta bílflaks Pauls Walker

Lögregluyfirvöld í Los Angeles handtóku Jameson Witty í dag fyrir meintan stuld á hluta bílsins sem Paul Walker lést í.

Paul Walker kvaddur

Foreldrar leikarans voru viðstaddir, bræður hans og fleiri fjölskyldumeðlmir, ásamt nánum vinum leikarans.

Stal hlutum úr flaki bifreiðar Paul Walkers

Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum handtók í gær ungan karlmann fyrir að stela hlutum úr flaki bifreiðar leikarans Paul Walker sem lést bílslysi á laugardag.

Óvíst hvort að Fast and the Furious haldi áfram

Óvissa ríkir um framtíð kvikmyndaseríunnar Fast and the Furious í kjölfar andláts Paul Walker um helgina. Stór hluti sjöundi myndarinnar í seríunni hefur verið festur á filmu en nú er ljóst að klára þarf tökur án Walker.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×