Snapchat í stríði við Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2014 14:35 Evan Spiegel, annar stofnenda Snapchat. Mynd/AP Evan Spiegel og Bobby Murphy stofnendur forritsins Snapchat, höfnuðu þriggja milljarða dala tilboði frá Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, í forritið á síðasta ári. Tilboðið þykir hátt fyrir forrit með enga tekjulind og jafnframt engar áætlanir um að öðlast tekjur. Farið er yfir sögu Snapchat og ástæðu þess að Spiegel hafnaði tilboðinu frá Zuckerberg á vef tímaritsins Forbes. Zuckerberg sendi Spiegel tölvupóst og bað hann um að koma og hitta sig. Svarið sem hann fékk var þó á þann veg að Spiegel væri alveg til í að hitta hann. Zuckerberg þyrfti þó sjálfur að koma til Spiegel. Á fundi þeirra sagði Zuckerberg að forritið Poke væri að koma á markað eftir nokkra daga. Spiegel segir blaðamanni Forbes að í raun hafi Zuckerberg verið að segjast ætla að kremja Snapchat. Það fyrsta sem Spiegel og Bobby Murphy samstofnandi Snapchat gerðu þegar þeir komu upp á skrifstofu eftir fundinn var að kaupa eitt eintak af bókinni The Art of War eftir Sun Tzu handa öllum sex starfsmönnum sínum. Forbes segir Snapchat vera helstu ógn Facebook, því unglingar hafi áttað sig á að það sem sett er á samfélagsmiðla verði þar að eilífu og séu farnir að snúa sér í meira mæli að Snapchat forritinu. Þar hverfa myndir og myndbönd eftir ákveðinn sekúndufjölda. Þrátt fyrir það er þó mjög auðvelt að sækja sér annað forrit sem vistar öll skilaboð á Snapchat í síma. Forrit Facebook, Poke, stóðst þó ekki væntingar og er lítið notað. Þá bauð Mark Zuckerbeg þrjá milljarða í Snapchat. Blaðamaður Forbes telur helsta áhrifavald ákvörðunar þeirra Spiegel og Murphy að hafna boðinu vera bókina sem allir starfsmenn fyrirtækisins lásu. Í sjötta kafla The Art of War, segir að ráðast eigi á óvininn, þegar og þar sem hann sýnir veikleika. Með tilboðinu sýndi Mark Zuckerberg veikleika og Spiegel og Murphu vildu ekki fórna mögulegum langtímahagnaði fyrir skjótan gróða. Frekar er hægt að lesa um söguna hér. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Evan Spiegel og Bobby Murphy stofnendur forritsins Snapchat, höfnuðu þriggja milljarða dala tilboði frá Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, í forritið á síðasta ári. Tilboðið þykir hátt fyrir forrit með enga tekjulind og jafnframt engar áætlanir um að öðlast tekjur. Farið er yfir sögu Snapchat og ástæðu þess að Spiegel hafnaði tilboðinu frá Zuckerberg á vef tímaritsins Forbes. Zuckerberg sendi Spiegel tölvupóst og bað hann um að koma og hitta sig. Svarið sem hann fékk var þó á þann veg að Spiegel væri alveg til í að hitta hann. Zuckerberg þyrfti þó sjálfur að koma til Spiegel. Á fundi þeirra sagði Zuckerberg að forritið Poke væri að koma á markað eftir nokkra daga. Spiegel segir blaðamanni Forbes að í raun hafi Zuckerberg verið að segjast ætla að kremja Snapchat. Það fyrsta sem Spiegel og Bobby Murphy samstofnandi Snapchat gerðu þegar þeir komu upp á skrifstofu eftir fundinn var að kaupa eitt eintak af bókinni The Art of War eftir Sun Tzu handa öllum sex starfsmönnum sínum. Forbes segir Snapchat vera helstu ógn Facebook, því unglingar hafi áttað sig á að það sem sett er á samfélagsmiðla verði þar að eilífu og séu farnir að snúa sér í meira mæli að Snapchat forritinu. Þar hverfa myndir og myndbönd eftir ákveðinn sekúndufjölda. Þrátt fyrir það er þó mjög auðvelt að sækja sér annað forrit sem vistar öll skilaboð á Snapchat í síma. Forrit Facebook, Poke, stóðst þó ekki væntingar og er lítið notað. Þá bauð Mark Zuckerbeg þrjá milljarða í Snapchat. Blaðamaður Forbes telur helsta áhrifavald ákvörðunar þeirra Spiegel og Murphy að hafna boðinu vera bókina sem allir starfsmenn fyrirtækisins lásu. Í sjötta kafla The Art of War, segir að ráðast eigi á óvininn, þegar og þar sem hann sýnir veikleika. Með tilboðinu sýndi Mark Zuckerberg veikleika og Spiegel og Murphu vildu ekki fórna mögulegum langtímahagnaði fyrir skjótan gróða. Frekar er hægt að lesa um söguna hér.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira