Enski boltinn

Fimmtugur Spánverji tekur við West Brom

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pepe Mel.
Pepe Mel. Mynd/NordicPhotos/Getty
Pepe Mel, fimmtugur Spánverji frá Madrid, varð í kvöld nýr knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Bromwich Albion en hann gerði átján ára samning við WBA.

Pepe Mel ræddi fyrst við forráðamenn WBA í desember en það virtist ekkert ætla að verða að ráðningunni þegar Spánverjinn var harður á því að mæta með sitt eigið starfslið. Hann mun nú vinna með starfsmönnum félagsins.  

Pepe Mel var áður þjálfari Real Betis en hann var rekinn í byrjun desember eftir þriggja ára starf.

Pepe Mel mun stýra liði West Brom í fyrsta sinn á móti Everton 20. janúar en Keith Downing stýrir liðinu á móti Southampton um helgina. Pepe Mel verður þá í stúkunni.

Keith Downing hefur stýrt WBA-liðinu síðan að Steve Clarke var rekinn eftir fjögur töp í röð.

Pepe Mel er reynslumikill þjálfari en hann hefur þjálfað í fjórtán ár á Spáni og komið að þjálfun níu félaga. Mel var sjálfur framherji á níunda og tíunda áratugnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×