Útvarpsstjóri kvaddur Sighvatur Björgvinsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Útvarpsstjóri, Páll Magnússon, brást við með sama hætti og forstöðumenn ríkisstofnana eiga að bregðast við þegar fjárveitingar eru lækkaðar. Hann dró saman seglin, sagði upp starfsmönnum og ákvað að hætta áður áformuðum útgjaldatilefnum. Lengi má deila um hvort réttu fólki eða röngu var sagt upp störfum. Hvort þessi útvarpsdagskrá eða hin var aflögð. Sjálfur er ég ekki ýkja sáttur við val útvarpsstjóra. Hefði gjarna viljað að Evróvisjón – eitt allra dýrasta dagskrárefni RUV – víki. Dagskrárefni þar sem vonir eru einna helst bundnar við að íslenska dagskráin vinni ekki þar sem vinningur yrði þjóðinni allt of kostnaðarsamur. Nú, eða að dýr þáttur um stjórnandann sjálfan – hann að éta stærsta hamborgara sögunnar eða hann að keyra stærsta flutningabíl vestanhafs eða hann undir stýri á risavöxnum vinnuvélum við akuryrkju á sléttum Kanada – væri látinn víkja; ekki síst þar sem önnur aðalpersóna þáttanna, hundur þáttastjórnandans, var ekki lengur „aktívur“. Sjálfsagt eru fjölmargir landsmenn afskaplega hrifnir af því dagskrárefni, þó ég sé það ekki og því gagnrýni ég ekki útvarpsstjórann þó hann láti það ekki víkja.Slíka ber að reka Þeir sem gagnrýnt hafa útvarpsstjórann eru oft sömu einstaklingar og gagnrýnt hafa ríkisforstjóra hvað ákafast fyrir að virða að vettugi ákvarðanir fjárveitingavaldsins um niðurskurð í úthlutun rekstrarfjármuna. Þeir hinir sömu krefjast þess á bloggsíðum, að slíkir ríkisforstjórar verði reknir! Nú kröfðust sömu einstaklingar í bloggheimum þess, að ríkisforstjóri RUV yrði rekinn fyrir að framfylgja ákvörðunum fjárveitingavaldsins um rekstrarútgjöld þeirrar stofnunar, sem forstjórinn stýrir. Fjárveitingavaldið – Alþingi Íslendinga – tekur ákvörðun um hvaða fjármunum á að verja til reksturs ríkisstofnana. Forstöðumönnum þeirra er skylt að framfylgja slíkum ákvörðunum. Þeim ber því skylda til þess að segja upp því starfsfólki og leggja af þá útgjaldaliði, sem ekki er fjárveiting fyrir. Deila má um hvort segja eigi upp Jóni eða Pétri eða hvort eigi að hætta við Evróvisjón eða næturfréttatíma, en eftir stendur að ríkisforstjórinn ber ábyrgð á því að fyrirmælum fjárveitingavaldsins sé hlýtt. Geri ríkisforstjóri það ekki er þess nú krafist að hann sé rekinn! Ég þurfti sem forstöðumaður ríkisstofnunar að draga saman útgjöld minnar stofnunar um 50% milli ára. Því fylgdi að segja þurfti upp u.þ.b. helmingi starfsfólks og ganga gegn fyrirheitum, sem stofnunin hafði gefið fátæku fólki. Sú var ákvörðun fjárveitingavaldsins. Henni bar mér skylda til þess að hlíta. Sama máli gegnir um útvarpsstjórann, Pál Magnússon. Hann á ekkert inni hjá mér. Ekkert – annað en það að segja það, sem mér þykir vera satt. Mér þykir þetta vera satt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Útvarpsstjóri, Páll Magnússon, brást við með sama hætti og forstöðumenn ríkisstofnana eiga að bregðast við þegar fjárveitingar eru lækkaðar. Hann dró saman seglin, sagði upp starfsmönnum og ákvað að hætta áður áformuðum útgjaldatilefnum. Lengi má deila um hvort réttu fólki eða röngu var sagt upp störfum. Hvort þessi útvarpsdagskrá eða hin var aflögð. Sjálfur er ég ekki ýkja sáttur við val útvarpsstjóra. Hefði gjarna viljað að Evróvisjón – eitt allra dýrasta dagskrárefni RUV – víki. Dagskrárefni þar sem vonir eru einna helst bundnar við að íslenska dagskráin vinni ekki þar sem vinningur yrði þjóðinni allt of kostnaðarsamur. Nú, eða að dýr þáttur um stjórnandann sjálfan – hann að éta stærsta hamborgara sögunnar eða hann að keyra stærsta flutningabíl vestanhafs eða hann undir stýri á risavöxnum vinnuvélum við akuryrkju á sléttum Kanada – væri látinn víkja; ekki síst þar sem önnur aðalpersóna þáttanna, hundur þáttastjórnandans, var ekki lengur „aktívur“. Sjálfsagt eru fjölmargir landsmenn afskaplega hrifnir af því dagskrárefni, þó ég sé það ekki og því gagnrýni ég ekki útvarpsstjórann þó hann láti það ekki víkja.Slíka ber að reka Þeir sem gagnrýnt hafa útvarpsstjórann eru oft sömu einstaklingar og gagnrýnt hafa ríkisforstjóra hvað ákafast fyrir að virða að vettugi ákvarðanir fjárveitingavaldsins um niðurskurð í úthlutun rekstrarfjármuna. Þeir hinir sömu krefjast þess á bloggsíðum, að slíkir ríkisforstjórar verði reknir! Nú kröfðust sömu einstaklingar í bloggheimum þess, að ríkisforstjóri RUV yrði rekinn fyrir að framfylgja ákvörðunum fjárveitingavaldsins um rekstrarútgjöld þeirrar stofnunar, sem forstjórinn stýrir. Fjárveitingavaldið – Alþingi Íslendinga – tekur ákvörðun um hvaða fjármunum á að verja til reksturs ríkisstofnana. Forstöðumönnum þeirra er skylt að framfylgja slíkum ákvörðunum. Þeim ber því skylda til þess að segja upp því starfsfólki og leggja af þá útgjaldaliði, sem ekki er fjárveiting fyrir. Deila má um hvort segja eigi upp Jóni eða Pétri eða hvort eigi að hætta við Evróvisjón eða næturfréttatíma, en eftir stendur að ríkisforstjórinn ber ábyrgð á því að fyrirmælum fjárveitingavaldsins sé hlýtt. Geri ríkisforstjóri það ekki er þess nú krafist að hann sé rekinn! Ég þurfti sem forstöðumaður ríkisstofnunar að draga saman útgjöld minnar stofnunar um 50% milli ára. Því fylgdi að segja þurfti upp u.þ.b. helmingi starfsfólks og ganga gegn fyrirheitum, sem stofnunin hafði gefið fátæku fólki. Sú var ákvörðun fjárveitingavaldsins. Henni bar mér skylda til þess að hlíta. Sama máli gegnir um útvarpsstjórann, Pál Magnússon. Hann á ekkert inni hjá mér. Ekkert – annað en það að segja það, sem mér þykir vera satt. Mér þykir þetta vera satt!
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar