Íslenski boltinn

Ætla ekki að sleppa Glódísi strax

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Glódís Perla (til hægri) ásamt Katrínu Jónsdóttur.
Glódís Perla (til hægri) ásamt Katrínu Jónsdóttur. Mynd/ÓskarÓ
Sænsku meistararnir í LdB Malmö hafa farið fram á að Glódís Perla Viggósdóttir komi utan til æfinga í janúar. Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir spila meðMalmö.

„Hún er samningsbundin okkur fram yfir tímabilið 2014. Við ætlum ekki að láta hana fara fyrir þann tíma,“ segir Einar Páll Tamini, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni.

„Þeir leituðu til okkar og vildu fá hana í skoðun,“ segir Einar Páll. Hann telur sænska félagið meðvitað um vilja Stjörnunnar til að halda miðverðinum út næsta tímabil. „Þeir vildu samt fá hana og vilja væntanlega byggja upp gott samband við hana.“

Glódís spilaði alla átján deildarleiki Stjörnunnar síðastliðið tímabil. Liðið vann alla leiki sína í deildinni og fékk aðeins á sig sex mörk. Aldrei hefur lið fengið á sig jafn fá mörk í efstu deild kvenna. Glódís á 14 A-landsleiki að baki en tólf þeirra voru á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×