Það verður mikið skorið niður í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. október 2013 07:15 Hlynur segir að félagið verði að setja sér ný markmið í ljósi þeirra breytinga sem hafa orðið á liðinu. fréttablaðið/valli „Þeir hafa víst verið að draga lappirnar með að borga reikninga,“ segir Hlynur Bæringsson, leikmaður sænska liðsins Sundsvall Dragons, en greint var frá því í gær að félagið væri í miklum fjárhagsvandræðum. Jakob Sigurðarson og Ægir Þór Steinarsson leika einnig með félaginu. Forsvarsmenn sænska félagsins hafa þrjá mánuði til stefnu til þess að koma fjárhagnum á gott ról. Annars fær liðið ekki þátttökurétt í deild þeirra bestu í Svíþjóð á næstu leiktíð. „Verði einhverjar útistandandi skuldir þá verður umsókninni um keppnisleyfi hafnað,“ segir Mats Carlson, forseti sænska körfuknattleikssambandsins við staðarblaðið í Sundsvall. Félagið hefur gert samning við bæjaryfirvöld í Sundsvall um útleigu á íþróttahöll félagsins. Reiknað er með að félagið fái jafnvirði tæplega fjögurra milljóna króna í gegnum þann samning. Skuldir félagsins eru þó taldar nema um fjórfaldri þeirri upphæð. „Við leikmenn höfum aðeins fundið fyrir þessum vandræðum en samt ekkert til að tala um. Þeir skulda mér ekki neitt en stundum munar einhverjum dögum hvenær laun koma inn. Það er algengt í þessum bransa.“ Hlynur segir að félagið hafi misst sterka styrktaraðila og það sé aðalástæðan fyrir þessum vandræðum. „Þeir eru að fara að spara mikið og ég held að það verði mikið skorið niður í vetur,“ segir Hlynur en einn besti leikmaður liðsins, Alex Wesby, er þegar farinn frá félaginu til að laga fjárhaginn. „Það er mikið högg fyrir félagið að hann sé farinn. Hann er búinn að vera hérna í sex ár og er líklega besti leikmaður deildarinnar. Einn af þeim hið minnsta. Þar er samt sparnaður fyrir félagið. Svo fór annar Kani fyrr og svo hefði þriðji átt að koma. Það er því í raun og veru verið að skera niður þrjá leikmenn sem áttu að koma.“ Þrátt fyrir þetta áfall og að yfirvofandi sé enn meiri niðurskurður eru leikmenn félagsins rólegir. „Mórallinn er góður í klefanum. Þetta verður öðruvísi áskorun núna og við erum ekki líklegir í að verða meistarar. Væntingarnar verða eðlilega minni en við ætluðum okkur titilinn. Það er samt sigurhugsun í liðinu og við teljum okkur geta unnið alla,“ segir Hlynur og bætir við að félagið verði bara að setja sér ný markmið en liðið er í fjórða sæti í dag. „Þetta gæti orðið jákvætt fyrir félagið. Liðið réttir sig af og rífur ímyndina upp. Það er ekki bara titillinn sem skiptir máli. Það er að njóta þess að spila allt árið. Það er hægt að gera margt jákvætt þó svo það komi ekki titill.“ Ef allt færi á versta veg þá sér Hlynur það ekki í spilunum að hann kæmi heim til þess að spila. „Það eru afar litlar líkur á því að ég kæmi heim ef ég þyrfti að finna mér nýtt félag. Það yrði ekki fyrsti valkostur. Auðvitað hugsar maður samt um það enda er þetta ekki fyrsta íþróttafélagið sem lendir í vandræðum. Félagið segir samt að við eigum ekki að þurfa að hafa áhyggjur. Félagið sé ekki á leið á hausinn. Ég verð að trúa því þar til annað kemur í ljós.“ Körfubolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
„Þeir hafa víst verið að draga lappirnar með að borga reikninga,“ segir Hlynur Bæringsson, leikmaður sænska liðsins Sundsvall Dragons, en greint var frá því í gær að félagið væri í miklum fjárhagsvandræðum. Jakob Sigurðarson og Ægir Þór Steinarsson leika einnig með félaginu. Forsvarsmenn sænska félagsins hafa þrjá mánuði til stefnu til þess að koma fjárhagnum á gott ról. Annars fær liðið ekki þátttökurétt í deild þeirra bestu í Svíþjóð á næstu leiktíð. „Verði einhverjar útistandandi skuldir þá verður umsókninni um keppnisleyfi hafnað,“ segir Mats Carlson, forseti sænska körfuknattleikssambandsins við staðarblaðið í Sundsvall. Félagið hefur gert samning við bæjaryfirvöld í Sundsvall um útleigu á íþróttahöll félagsins. Reiknað er með að félagið fái jafnvirði tæplega fjögurra milljóna króna í gegnum þann samning. Skuldir félagsins eru þó taldar nema um fjórfaldri þeirri upphæð. „Við leikmenn höfum aðeins fundið fyrir þessum vandræðum en samt ekkert til að tala um. Þeir skulda mér ekki neitt en stundum munar einhverjum dögum hvenær laun koma inn. Það er algengt í þessum bransa.“ Hlynur segir að félagið hafi misst sterka styrktaraðila og það sé aðalástæðan fyrir þessum vandræðum. „Þeir eru að fara að spara mikið og ég held að það verði mikið skorið niður í vetur,“ segir Hlynur en einn besti leikmaður liðsins, Alex Wesby, er þegar farinn frá félaginu til að laga fjárhaginn. „Það er mikið högg fyrir félagið að hann sé farinn. Hann er búinn að vera hérna í sex ár og er líklega besti leikmaður deildarinnar. Einn af þeim hið minnsta. Þar er samt sparnaður fyrir félagið. Svo fór annar Kani fyrr og svo hefði þriðji átt að koma. Það er því í raun og veru verið að skera niður þrjá leikmenn sem áttu að koma.“ Þrátt fyrir þetta áfall og að yfirvofandi sé enn meiri niðurskurður eru leikmenn félagsins rólegir. „Mórallinn er góður í klefanum. Þetta verður öðruvísi áskorun núna og við erum ekki líklegir í að verða meistarar. Væntingarnar verða eðlilega minni en við ætluðum okkur titilinn. Það er samt sigurhugsun í liðinu og við teljum okkur geta unnið alla,“ segir Hlynur og bætir við að félagið verði bara að setja sér ný markmið en liðið er í fjórða sæti í dag. „Þetta gæti orðið jákvætt fyrir félagið. Liðið réttir sig af og rífur ímyndina upp. Það er ekki bara titillinn sem skiptir máli. Það er að njóta þess að spila allt árið. Það er hægt að gera margt jákvætt þó svo það komi ekki titill.“ Ef allt færi á versta veg þá sér Hlynur það ekki í spilunum að hann kæmi heim til þess að spila. „Það eru afar litlar líkur á því að ég kæmi heim ef ég þyrfti að finna mér nýtt félag. Það yrði ekki fyrsti valkostur. Auðvitað hugsar maður samt um það enda er þetta ekki fyrsta íþróttafélagið sem lendir í vandræðum. Félagið segir samt að við eigum ekki að þurfa að hafa áhyggjur. Félagið sé ekki á leið á hausinn. Ég verð að trúa því þar til annað kemur í ljós.“
Körfubolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira