"Brennivínið gefur anda og snilli“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. október 2013 07:00 Það er svo margt sem aflaga hefur farið hjá okkur Íslendingum og stundum er talað eins og þessi þjóð sé mestu asnar í heimi, viti ekkert, kunni ekkert, læri ekkert og geti ekkert – nema verið asnar. Ætli það sé ekki eitthvað orðum aukið. En af einu getum við sem samfélag samt verið nokkuð stolt: okkur hefur auðnast að meðhöndla alkóhólisma hjá mjög mörgu fólki á umliðnum áratugum, hjálpað fólki að rata út úr ánauð fíknar og í átt til allsgáðrar tilveru. Gamall kunningi úr Vogunum vildi að ég minnti hér í þessum dálki á það góða starf sem fram fer á Vogi. Það er auðsótt mál. Og þótt ég sé ekki góður í því að ráðleggja fólki um það hvernig það á að verja fé sínu er rétt að hvetja alla aflögufæra einstaklinga sem hugsa hlýlega til þessarar starfsemi til þess að styrkja þá uppbyggingu sem þar er fyrirhuguð í öllum niðurskurðinum og harmkvælunum. Vel má vera að deila megi um eitt og annað í þeirri miklu starfsemi sem á Vogi hefur farið fram en hitt fer þó ekki á milli mála að mörg mannslíf hafa verið endurheimt þar, í öllum skilningi, bæði þeirra sem við sjúkdóminn hafa glímt í eigin skinni – og þeir fyrir vikið eignast margar stundir sem ella hefðu glatast – og líka hinna sem mega gjalda fyrir sjúkdóminn sem aðstandendur, með margvíslegum afleiðingum, leyndum og ljósum. Manni verður hugsað til allra hinna sem fórust en hefðu getað bjargast. Manni verður hugsað til allra þeirra verðmæta sem farið hafa í súginn í vímunni; allrar þeirrar orku sem leyst var úr læðingi í vímunni til einskis og varð eyðingarafl en ekki sköpunarafl. „Ég drekk og finn mitt æskuvor / en eldist við hvert drykkjuspor“, orti Páll Ólafsson, þetta næma skáld sem rómaði brennivínið af meiri þrótti og snilli en aðrir en vissi samt þetta: sá sem drekkur eldist við hvert drykkjuspor; fólk lifir sterkt eitt augnablik í vímunni en þar er líka hver dagur sem nokkur ár.Fráls vilji eða DNA? Þeir tala um alkóhólistagen. Og var víst eitt af því sem átti að gera okkur rík í síðustu bólu – að hafa þessi óskaplegu gen. Ég veit það ekki. Ég er ekki nógu vel að mér í líffræði til að vita hvort til sé alkóhólistagen, þjófagen, lygagen, utanviðsig-gen eða kærleiksgen. Held samt ekki. Getur ekki verið að við höfum gert fullmikið úr því að allt okkar framferði stafi af virkni gena? Er þetta ekki hálf vonarsnauð viska og vélræn? Er þessi vísindatrú studd eitthvað meiri þekkingu – í raun og veru – en önnur trúarbrögð? Ég trúi því sjálfur að ég hafi frjálsan vilja og geti á hverjum degi notað þennan frjálsa vilja til að ákveða smátt og stórt í lífi mínu: hvort ég gef stefnuljós, hvort ég fæ mér snúð, hvort ég læri ítölsku; hvort ég sýni mínum nánustu ástúð, hvort ég farga mér, hvort ég lifi. Ég trúi því að það sé undir mér komið hvort ég geng í ljósi eða myrkri og held að DNA komi þar hvergi nærri, þótt þar leynist vissulega kímið að ýmsum eiginleikum mínum; til dæmis að vera örvhentur. Það er hins vegar undir mér og mínu vali komið hvort sú vinstri hönd vinnur þarft eða er til óþurftar. Hvað sem veldur þá hefur þessi sjúkdómur plagað íslenskt samfélag um aldir, svo að jafnvel má tala um þjóðarböl á köflum. Kannski er þetta sjúkdómur hins ábyrgðarlausa og vansæla nýlendubúa sem finnst hann ekki eiga neitt val, finnst hann vera ófrjáls. Nógu duglegir voru dönsku kaupmennirnir að minnsta kosti að hella á staupin hjá köllunum þegar þeir voru í kaupstaðaferðum. Þannig var það óaðskiljanlegur hluti hverrar velheppnaðrar kaupstaðaferðar hjá mörgum að drekka frá sér ráð og rænu og láta hestinn um að koma sér heim. Það viðhorf hefur verið landlægt hér að fullkomlega eðlilegt sé að veruleikinn sé óbærilegur, og eina ánægja sem hægt sé að hafa af lífinu sé að flýja inn í óraunveruleika vímunnar.Lífið og tilveran Djúpt í íslenskri heimspeki er sú hugmynd að lífið og tilveran sé sitt af hvoru tagi; samanber orðtakið „að tala um lífið og tilveruna“. Og að líf sitt geti maður fundið á stopulum stundum, í vímunni, en tilveran sé eins og hver annar fangelsisdómur, hver önnur síbiríuvist, þrældómur og tóm leiðindi. Tilveruna sé svo hægt að flýja af og til í kaupstaðaferðum og við önnur slík tækifæri, með því að drekka þangað til maður er búinn að gleyma stund og stað. Við megum ekki ganga of langt í því að telja fyllirí séríslenskt fyrirbæri – slíkar samkomur tíðkast víða um norðurálfu og eru sjálfsagt rótgróinn partur af okkar norðurevrópsku menningu. En hér á landi hefur löngum þrifist sérlega hvimleið brennivínsdýrkun og drykkjumenning. Og hér blasir við það verkefni að hjálpa fólki sem ánetjast hefur þörfinni fyrir vímu; að slíta tengsl efna og vellíðunar; að knýja fólk til að horfast í augu við dagleg verkefni daglegs lífs, og skynja tilveruna óbrjálaða af aðskotaefnum sem rugla skilningarvitin. Finna lífið í tilverunni. Þar hefur Vogur miklu hlutverki að gegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það er svo margt sem aflaga hefur farið hjá okkur Íslendingum og stundum er talað eins og þessi þjóð sé mestu asnar í heimi, viti ekkert, kunni ekkert, læri ekkert og geti ekkert – nema verið asnar. Ætli það sé ekki eitthvað orðum aukið. En af einu getum við sem samfélag samt verið nokkuð stolt: okkur hefur auðnast að meðhöndla alkóhólisma hjá mjög mörgu fólki á umliðnum áratugum, hjálpað fólki að rata út úr ánauð fíknar og í átt til allsgáðrar tilveru. Gamall kunningi úr Vogunum vildi að ég minnti hér í þessum dálki á það góða starf sem fram fer á Vogi. Það er auðsótt mál. Og þótt ég sé ekki góður í því að ráðleggja fólki um það hvernig það á að verja fé sínu er rétt að hvetja alla aflögufæra einstaklinga sem hugsa hlýlega til þessarar starfsemi til þess að styrkja þá uppbyggingu sem þar er fyrirhuguð í öllum niðurskurðinum og harmkvælunum. Vel má vera að deila megi um eitt og annað í þeirri miklu starfsemi sem á Vogi hefur farið fram en hitt fer þó ekki á milli mála að mörg mannslíf hafa verið endurheimt þar, í öllum skilningi, bæði þeirra sem við sjúkdóminn hafa glímt í eigin skinni – og þeir fyrir vikið eignast margar stundir sem ella hefðu glatast – og líka hinna sem mega gjalda fyrir sjúkdóminn sem aðstandendur, með margvíslegum afleiðingum, leyndum og ljósum. Manni verður hugsað til allra hinna sem fórust en hefðu getað bjargast. Manni verður hugsað til allra þeirra verðmæta sem farið hafa í súginn í vímunni; allrar þeirrar orku sem leyst var úr læðingi í vímunni til einskis og varð eyðingarafl en ekki sköpunarafl. „Ég drekk og finn mitt æskuvor / en eldist við hvert drykkjuspor“, orti Páll Ólafsson, þetta næma skáld sem rómaði brennivínið af meiri þrótti og snilli en aðrir en vissi samt þetta: sá sem drekkur eldist við hvert drykkjuspor; fólk lifir sterkt eitt augnablik í vímunni en þar er líka hver dagur sem nokkur ár.Fráls vilji eða DNA? Þeir tala um alkóhólistagen. Og var víst eitt af því sem átti að gera okkur rík í síðustu bólu – að hafa þessi óskaplegu gen. Ég veit það ekki. Ég er ekki nógu vel að mér í líffræði til að vita hvort til sé alkóhólistagen, þjófagen, lygagen, utanviðsig-gen eða kærleiksgen. Held samt ekki. Getur ekki verið að við höfum gert fullmikið úr því að allt okkar framferði stafi af virkni gena? Er þetta ekki hálf vonarsnauð viska og vélræn? Er þessi vísindatrú studd eitthvað meiri þekkingu – í raun og veru – en önnur trúarbrögð? Ég trúi því sjálfur að ég hafi frjálsan vilja og geti á hverjum degi notað þennan frjálsa vilja til að ákveða smátt og stórt í lífi mínu: hvort ég gef stefnuljós, hvort ég fæ mér snúð, hvort ég læri ítölsku; hvort ég sýni mínum nánustu ástúð, hvort ég farga mér, hvort ég lifi. Ég trúi því að það sé undir mér komið hvort ég geng í ljósi eða myrkri og held að DNA komi þar hvergi nærri, þótt þar leynist vissulega kímið að ýmsum eiginleikum mínum; til dæmis að vera örvhentur. Það er hins vegar undir mér og mínu vali komið hvort sú vinstri hönd vinnur þarft eða er til óþurftar. Hvað sem veldur þá hefur þessi sjúkdómur plagað íslenskt samfélag um aldir, svo að jafnvel má tala um þjóðarböl á köflum. Kannski er þetta sjúkdómur hins ábyrgðarlausa og vansæla nýlendubúa sem finnst hann ekki eiga neitt val, finnst hann vera ófrjáls. Nógu duglegir voru dönsku kaupmennirnir að minnsta kosti að hella á staupin hjá köllunum þegar þeir voru í kaupstaðaferðum. Þannig var það óaðskiljanlegur hluti hverrar velheppnaðrar kaupstaðaferðar hjá mörgum að drekka frá sér ráð og rænu og láta hestinn um að koma sér heim. Það viðhorf hefur verið landlægt hér að fullkomlega eðlilegt sé að veruleikinn sé óbærilegur, og eina ánægja sem hægt sé að hafa af lífinu sé að flýja inn í óraunveruleika vímunnar.Lífið og tilveran Djúpt í íslenskri heimspeki er sú hugmynd að lífið og tilveran sé sitt af hvoru tagi; samanber orðtakið „að tala um lífið og tilveruna“. Og að líf sitt geti maður fundið á stopulum stundum, í vímunni, en tilveran sé eins og hver annar fangelsisdómur, hver önnur síbiríuvist, þrældómur og tóm leiðindi. Tilveruna sé svo hægt að flýja af og til í kaupstaðaferðum og við önnur slík tækifæri, með því að drekka þangað til maður er búinn að gleyma stund og stað. Við megum ekki ganga of langt í því að telja fyllirí séríslenskt fyrirbæri – slíkar samkomur tíðkast víða um norðurálfu og eru sjálfsagt rótgróinn partur af okkar norðurevrópsku menningu. En hér á landi hefur löngum þrifist sérlega hvimleið brennivínsdýrkun og drykkjumenning. Og hér blasir við það verkefni að hjálpa fólki sem ánetjast hefur þörfinni fyrir vímu; að slíta tengsl efna og vellíðunar; að knýja fólk til að horfast í augu við dagleg verkefni daglegs lífs, og skynja tilveruna óbrjálaða af aðskotaefnum sem rugla skilningarvitin. Finna lífið í tilverunni. Þar hefur Vogur miklu hlutverki að gegna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar