Um flísina og bjálkann – fjórða valdið, dómsvaldið og siðareglur blaðamanna Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 20. september 2013 06:00 Flestir viðurkenna – a.m.k. í orði kveðnu – að mannréttindi í réttarríki byggi á því að grundvallarreglan „saklaus uns sekur fundinn fyrir dómi“ sé í heiðri höfð og virt í reynd. Samt virðist það vefjast fyrir mörgum, þegar á reynir. Hversu oft heyrum við ekki sagt: „Já – en hann (eða hún) er víst sekur.“ Meiningin er þá gjarnan sú að þótt viðkomandi hafi verið sýknaður fyrir dómi af ákæru um refsivert athæfi sé samt um að ræða gjörning eða hegðun, sem þyki ámælisverð. En getum við þá, hvert og eitt okkar, tekið dómsvaldið í eigin hendur og útdeilt refsingum að eigin geðþótta? Getur ríkið sjálft, eða stofnanir á vegum ríkisvaldsins, beitt slíku geðþóttavaldi? Vilt þú eiga líf þitt og limi, eða mannorð þitt og mannréttindi, undir „alþýðudómstólum“ af slíku tagi? Svari hver fyrir sig.Akademían Háskólamálið svokallaða snýst um það að háskólayfirvöld tóku dómsvaldið í eigin hendur. Þau settu einstakling í atvinnubann, þrátt fyrir að ákæruvaldið hefði lýst hann saklausan af ákærum. Þar sem þetta voru „áður kunnar og haldlausar ásakanir“ hafði háskólinn reyndar ráðið viðkomandi einstakling til starfa áður (á haustönn 2009, tveimur árum eftir að saksóknari vísaði kærum frá) athugasemdalaust og við góðan orðstír, að mati nemenda. Og ekki nóg með þetta. Háskólinn brást svona við undir hótun um að ella yrði ekki starfsfriður við þessa æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Háskólayfirvöld lúffuðu m.ö.o. fyrir hótun um ofbeldi. Þar með var sett fordæmi, sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar – ekki bara fyrir hið akademíska samfélag á Íslandi – heldur fyrir okkur öll. Þetta er því hvorki einkamál háskólans né einstakra starfsmanna hans. Þetta er spurning um mannréttindi. Já – en: Nóg um lög og rétt. Eftir standa hin siðferðilegu álitamál. Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, hefur í tveimur greinum („Vansæmd rektors“, 4. sept. og „Neikvæður femínismi“, 6. sept.) treyst sér til að setjast í það dómarasæti. Hann mannaði sig upp í að gagnrýna kennara í kynjafræði við HÍ og skoðanasystur þeirra í bloggheimum fyrir ofstæki. Og hann gagnrýndi rektor HÍ fyrir skort á andlegu hugrekki – nefnilega fyrir að láta það líðast að háskólinn fórnaði mannréttindum einstaklings undir hótun um rof á starfsfriði. Blaðamaðurinn verður því ekki sakaður um hugleysi.Fyrirmyndin? Í framhaldi af þessum skrifum bauð Ingi Freyr undirrituðum blaðaviðtal, sem átti að snúast um iðrun og yfirbót, fyrirgefningu eða forherðingu. Blaðamaðurinn sagðist ráða það af viðbrögðum viðmælenda sinna að þótt ég væri að vísu saklaus að lögum efuðust margir um málsbætur mínar; nefnilega að iðrun mín væri nægilega einlæg (líklega vegna þess að í augum margra væri ég kaldrifjaður pólitíkus, en sú manntegund er sem kunnugt er þekkt að flestu öðru en auðmýkt). Ég þakkaði fyrir gott boð – en þáði þó ekki. Fyrir því eru að sönnu margar ástæður. Ein er sú að ég á, að fenginni reynslu, bágt með að treysta sanngirni og fagmennsku siðgæðisvarðarins sjálfs. Hvaða ástæðu hef ég til þess? Til dæmis þessa: Í einni og sömu greininni þótti honum við hæfi að hrúga saman eftirfarandi hrakyrðum um mína persónu: „Graðmenni“, „pervert“, „dónakarl“, „brotamaður“. Þarna er meiðyrðamál í hverju orði. Illmælgi Inga Freys lýsir ekki bara aumkunarverðum skorti á mannasiðum. Maður, sem sér ekkert aðfinnsluvert við ritsóðaskap af þessu tagi, gengisfellir um leið málflutning sinn, hafi hann eitthvað málefnalegt fram að færa. Hann sér flísina í auga bróður síns, en ekki bjálkann í eigin auga – svo talað sé á ritningarmáli. Önnur ástæða þess að ég afþakkaði gott boð var að í símtalinu kom í ljós að rannsóknarblaðamanninum hafði láðst að kynna sér aðalatriði málsins – nema bara frá annarri hliðinni. Það skýrir væntanlega hvers vegna hann gerir sig beran að sleggjudómum, sem enginn fótur er fyrir. Dæmi: Hann fullyrðir að ég hafi „áreitt stúlku með klúrum bréfum og dónatali, þegar hún var barn“. Hann gefur m.ö.o. í skyn að ég sé barnaníðingur. Þetta eru ekki bara tilefnislaus ósannindi heldur gróft persónuníð. Annað tilefni til meiðyrðamáls í einni og sömu greininni. Ætli þessi sjálfskipaði siðgæðisvörður DV – ef nefna má þetta tvennt í sömu andránni – hafi aldrei heyrt getið um siðareglur Blaðamannafélags Íslands?Iðrunin Úr því sem komið er get ég bara beðið þá lesendur, sem vilja heldur hafa það sem sannara reynist, að kynna sér gögn málsins og málsvörn mína milliliðalaust. Málsvörn mína er að finna á heimasíðu minni (www.jbh.is). Sérstaklega vek ég athygli á greininni „Að gera hreintfyrir sínum dyrum“ (16.03.12). Meðal þess, sem varðar aðalatriði málsins, má tilgreina eftirfarandi: Kynferðisleg áreitni þýðir á mæltu máli ofbeldi. Gagnvart börnum kallast það barnaníð. Það er glæpsamlegt athæfi – næsti bær við morð – að viðlögðum þungum refsingum. Lögmaður minn veit ekki dæmi þess að sendibréf milli tveggja fullveðja einstaklinga flokkist undir kynferðislega áreitni samkvæmt íslenskum lögum. Bók má láta ólesna og bréf má endursenda, að skaðlausu. Rannsóknarspurning ákæruvaldsins í því máli, sem hér um ræðir, var einungis sú hvort efni bókar og einkabréfs, sem henni fylgdi, gæti „sært blygðunarkennd“ viðtakandans. Og viðtakandinn var sautján ára – ekki á barnsaldri, svo að það sé á hreinu. Það er skelfileg tilhugsun að eiga æru sína undir fjölmiðlum, sem eru jafn óvandir að meðulum og hér er lýst. Almenningsálitið – dómstóll götunnar – dregur dám af því. Meginatriði þessa máls leiðir hugann að sígildum spurningum um iðrun og fyrirgefningu. Þótt efni bréfs hafi hvorki réttlætt ákæru né leitt til sakfellingar getur það samt þótt óviðurkvæmilegt. Viðtakandi getur líka átt rétt á afsökunarbeiðni. Þetta er kjarni málsins, að því er varðar iðrun og fyrirgefningu. Í flestum kynferðisbrotamálum er vandinn sá að reynt er að þagga mál niður, halda þeim leyndum, pukrast með þau, hylma yfir. Gerandinn reynir að komast upp með afneitun og forherðist. Í þessum punkti skilur á milli feigs og ófeigs. Fæst komumst við í gegnum lífið án þess að okkur verði einhvern tíma á í messunni. Heilagir menn eru fásénir nú til dags. En ef við brjótum af okkur, þá reynir á, hvort við erum menn til að horfast í augu við okkur sjálf og þann, sem brotið er á; hvort við iðrumst gerða okkar og biðjum á þeim forsendum um fyrirgefningu. Viðbrögð mín, þegar ég gerði mér ljóst að mér hefði orðið alvarlega á, voru að játa brot mitt fyrirvara- og fortakslaust. Ég ástundaði hvorki þöggun né yfirhylmingu. Ég skammaðist mín, leitaði ásjár og baðst fyrirgefningar. Ég viðurkenndi að efni bréfsins væri ósæmilegt. Ég áttaði mig á því að viðtakandinn hafði engar forsendur til að skilja bókina og að bréfið átti ekkert erindi við hann. Ég skrifaði afsökunarbréf til viðtakanda og fjölskyldu, þar sem ég bauðst til að gera allt sem í mínu valdi stæði til að bæta fyrir glöp mín. Ég bauðst til að hitta fjölskylduna til að bera fram afsökunarbeiðni mína augliti til auglitis. Ég bauðst til að ræða við hvern þann, sem fjölskyldan kysi sér til fulltingis, (sálfræðinga, félagsráðgjafa eða aðra milligöngumenn) til þess að sannleikurinn í málinu yrði leiddur í ljós og misskilningi, tortryggni og grunsemdum eytt. (Niðurlag greinarinnar birtist á morgun) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Flestir viðurkenna – a.m.k. í orði kveðnu – að mannréttindi í réttarríki byggi á því að grundvallarreglan „saklaus uns sekur fundinn fyrir dómi“ sé í heiðri höfð og virt í reynd. Samt virðist það vefjast fyrir mörgum, þegar á reynir. Hversu oft heyrum við ekki sagt: „Já – en hann (eða hún) er víst sekur.“ Meiningin er þá gjarnan sú að þótt viðkomandi hafi verið sýknaður fyrir dómi af ákæru um refsivert athæfi sé samt um að ræða gjörning eða hegðun, sem þyki ámælisverð. En getum við þá, hvert og eitt okkar, tekið dómsvaldið í eigin hendur og útdeilt refsingum að eigin geðþótta? Getur ríkið sjálft, eða stofnanir á vegum ríkisvaldsins, beitt slíku geðþóttavaldi? Vilt þú eiga líf þitt og limi, eða mannorð þitt og mannréttindi, undir „alþýðudómstólum“ af slíku tagi? Svari hver fyrir sig.Akademían Háskólamálið svokallaða snýst um það að háskólayfirvöld tóku dómsvaldið í eigin hendur. Þau settu einstakling í atvinnubann, þrátt fyrir að ákæruvaldið hefði lýst hann saklausan af ákærum. Þar sem þetta voru „áður kunnar og haldlausar ásakanir“ hafði háskólinn reyndar ráðið viðkomandi einstakling til starfa áður (á haustönn 2009, tveimur árum eftir að saksóknari vísaði kærum frá) athugasemdalaust og við góðan orðstír, að mati nemenda. Og ekki nóg með þetta. Háskólinn brást svona við undir hótun um að ella yrði ekki starfsfriður við þessa æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Háskólayfirvöld lúffuðu m.ö.o. fyrir hótun um ofbeldi. Þar með var sett fordæmi, sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar – ekki bara fyrir hið akademíska samfélag á Íslandi – heldur fyrir okkur öll. Þetta er því hvorki einkamál háskólans né einstakra starfsmanna hans. Þetta er spurning um mannréttindi. Já – en: Nóg um lög og rétt. Eftir standa hin siðferðilegu álitamál. Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, hefur í tveimur greinum („Vansæmd rektors“, 4. sept. og „Neikvæður femínismi“, 6. sept.) treyst sér til að setjast í það dómarasæti. Hann mannaði sig upp í að gagnrýna kennara í kynjafræði við HÍ og skoðanasystur þeirra í bloggheimum fyrir ofstæki. Og hann gagnrýndi rektor HÍ fyrir skort á andlegu hugrekki – nefnilega fyrir að láta það líðast að háskólinn fórnaði mannréttindum einstaklings undir hótun um rof á starfsfriði. Blaðamaðurinn verður því ekki sakaður um hugleysi.Fyrirmyndin? Í framhaldi af þessum skrifum bauð Ingi Freyr undirrituðum blaðaviðtal, sem átti að snúast um iðrun og yfirbót, fyrirgefningu eða forherðingu. Blaðamaðurinn sagðist ráða það af viðbrögðum viðmælenda sinna að þótt ég væri að vísu saklaus að lögum efuðust margir um málsbætur mínar; nefnilega að iðrun mín væri nægilega einlæg (líklega vegna þess að í augum margra væri ég kaldrifjaður pólitíkus, en sú manntegund er sem kunnugt er þekkt að flestu öðru en auðmýkt). Ég þakkaði fyrir gott boð – en þáði þó ekki. Fyrir því eru að sönnu margar ástæður. Ein er sú að ég á, að fenginni reynslu, bágt með að treysta sanngirni og fagmennsku siðgæðisvarðarins sjálfs. Hvaða ástæðu hef ég til þess? Til dæmis þessa: Í einni og sömu greininni þótti honum við hæfi að hrúga saman eftirfarandi hrakyrðum um mína persónu: „Graðmenni“, „pervert“, „dónakarl“, „brotamaður“. Þarna er meiðyrðamál í hverju orði. Illmælgi Inga Freys lýsir ekki bara aumkunarverðum skorti á mannasiðum. Maður, sem sér ekkert aðfinnsluvert við ritsóðaskap af þessu tagi, gengisfellir um leið málflutning sinn, hafi hann eitthvað málefnalegt fram að færa. Hann sér flísina í auga bróður síns, en ekki bjálkann í eigin auga – svo talað sé á ritningarmáli. Önnur ástæða þess að ég afþakkaði gott boð var að í símtalinu kom í ljós að rannsóknarblaðamanninum hafði láðst að kynna sér aðalatriði málsins – nema bara frá annarri hliðinni. Það skýrir væntanlega hvers vegna hann gerir sig beran að sleggjudómum, sem enginn fótur er fyrir. Dæmi: Hann fullyrðir að ég hafi „áreitt stúlku með klúrum bréfum og dónatali, þegar hún var barn“. Hann gefur m.ö.o. í skyn að ég sé barnaníðingur. Þetta eru ekki bara tilefnislaus ósannindi heldur gróft persónuníð. Annað tilefni til meiðyrðamáls í einni og sömu greininni. Ætli þessi sjálfskipaði siðgæðisvörður DV – ef nefna má þetta tvennt í sömu andránni – hafi aldrei heyrt getið um siðareglur Blaðamannafélags Íslands?Iðrunin Úr því sem komið er get ég bara beðið þá lesendur, sem vilja heldur hafa það sem sannara reynist, að kynna sér gögn málsins og málsvörn mína milliliðalaust. Málsvörn mína er að finna á heimasíðu minni (www.jbh.is). Sérstaklega vek ég athygli á greininni „Að gera hreintfyrir sínum dyrum“ (16.03.12). Meðal þess, sem varðar aðalatriði málsins, má tilgreina eftirfarandi: Kynferðisleg áreitni þýðir á mæltu máli ofbeldi. Gagnvart börnum kallast það barnaníð. Það er glæpsamlegt athæfi – næsti bær við morð – að viðlögðum þungum refsingum. Lögmaður minn veit ekki dæmi þess að sendibréf milli tveggja fullveðja einstaklinga flokkist undir kynferðislega áreitni samkvæmt íslenskum lögum. Bók má láta ólesna og bréf má endursenda, að skaðlausu. Rannsóknarspurning ákæruvaldsins í því máli, sem hér um ræðir, var einungis sú hvort efni bókar og einkabréfs, sem henni fylgdi, gæti „sært blygðunarkennd“ viðtakandans. Og viðtakandinn var sautján ára – ekki á barnsaldri, svo að það sé á hreinu. Það er skelfileg tilhugsun að eiga æru sína undir fjölmiðlum, sem eru jafn óvandir að meðulum og hér er lýst. Almenningsálitið – dómstóll götunnar – dregur dám af því. Meginatriði þessa máls leiðir hugann að sígildum spurningum um iðrun og fyrirgefningu. Þótt efni bréfs hafi hvorki réttlætt ákæru né leitt til sakfellingar getur það samt þótt óviðurkvæmilegt. Viðtakandi getur líka átt rétt á afsökunarbeiðni. Þetta er kjarni málsins, að því er varðar iðrun og fyrirgefningu. Í flestum kynferðisbrotamálum er vandinn sá að reynt er að þagga mál niður, halda þeim leyndum, pukrast með þau, hylma yfir. Gerandinn reynir að komast upp með afneitun og forherðist. Í þessum punkti skilur á milli feigs og ófeigs. Fæst komumst við í gegnum lífið án þess að okkur verði einhvern tíma á í messunni. Heilagir menn eru fásénir nú til dags. En ef við brjótum af okkur, þá reynir á, hvort við erum menn til að horfast í augu við okkur sjálf og þann, sem brotið er á; hvort við iðrumst gerða okkar og biðjum á þeim forsendum um fyrirgefningu. Viðbrögð mín, þegar ég gerði mér ljóst að mér hefði orðið alvarlega á, voru að játa brot mitt fyrirvara- og fortakslaust. Ég ástundaði hvorki þöggun né yfirhylmingu. Ég skammaðist mín, leitaði ásjár og baðst fyrirgefningar. Ég viðurkenndi að efni bréfsins væri ósæmilegt. Ég áttaði mig á því að viðtakandinn hafði engar forsendur til að skilja bókina og að bréfið átti ekkert erindi við hann. Ég skrifaði afsökunarbréf til viðtakanda og fjölskyldu, þar sem ég bauðst til að gera allt sem í mínu valdi stæði til að bæta fyrir glöp mín. Ég bauðst til að hitta fjölskylduna til að bera fram afsökunarbeiðni mína augliti til auglitis. Ég bauðst til að ræða við hvern þann, sem fjölskyldan kysi sér til fulltingis, (sálfræðinga, félagsráðgjafa eða aðra milligöngumenn) til þess að sannleikurinn í málinu yrði leiddur í ljós og misskilningi, tortryggni og grunsemdum eytt. (Niðurlag greinarinnar birtist á morgun)
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar