Bíó og sjónvarp

DiCaprio leikur hálærðan forseta

Leonardo DiCaprio gæti tekið að sér hlutverk Woodrow Wilson í nýrri kvikmynd um forsetann.
Leonardo DiCaprio gæti tekið að sér hlutverk Woodrow Wilson í nýrri kvikmynd um forsetann. Nordicphotos/getty
Leikarinn Leonardo DiCaprio gæti hugsanlega farið með hlutverk Woodrow Wilson, 28. forseta Bandaríkjanna, í nýrri kvikmynd byggðri á ævi forsetans.

Wilson kenndi við Weslyan-háskóla og Princeton áður en hann tók við embætti ríkisstjóra New Jersey árið 1911. Hann var kosinn í forsetaembættið tveimur árum síðar. Wilson tilheyrði flokki demókrata og er, enn þann dag í dag, í litlu uppáhaldi hjá bandarískum hægrimönnum.

DiCaprio hefur áður tekið að sér að leika sögufrægar persónur og ber þá helst að nefna auðjöfurinn Howard Hughes í kvikmyndinni The Aviator frá árinu 2004 og J. Edgar Hoover, fyrsta framkvæmdastjóra FBI, í kvikmyndinni J. Edgar frá 2011.

Líklegt þykir að Warner Bros. muni framleiða kvikmyndina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×