Happahálsmennið alltaf með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2013 06:45 Stúdentarósin á sínum stað Ásdís Hjálmsdóttir sést hér í keppni hér heima og happahálsmennið hennar er á sínum stað. Hún hefur leik nú upp út sjö. Fréttablaðið/Stefán Eini íslenski keppandinn á HM í frjálsum íþróttum í Moskvu hefur keppni í dag en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur verið fastagestur á stórmótum síðustu ár og vonast nú til þess að endurtaka leikinn frá því í Ólympíuleikunum í London þar sem hún fór alla leið í úrslitin. Þetta hefur verið ár breytinga hjá Ásdísi sem skipti um þjálfara í vetur en Írinn Terry McHugh tók við af Stefáni Jóhannssyni auk þess sem Einar Vilhjálmsson aðstoðar hana hér á landi.Er alveg sultuslök „Þetta er búið að vera svolítið upp og niður hjá mér í sumar. Ég vissi það alveg fyrir fram. Það voru miklar breytingar hjá mér í vetur og ég vissi að þetta yrði millibilsár og að þetta gæti farið á hvorn vegin sem er. Ég er alveg sultuslök yfir því,“ segir Ásdís. Hún fór í úrslit á EM í Barcelona 2010 og svo á Ólympíuleikunum í London 2012. Besti árangur hennar á HM er síðan 13. sætið á HM í Daegu 2011. „Ég gæti náð þrennunni. Ég er búin að fara í úrslit á EM og Ólympíuleikum en á HM eftir. Auðvitað stefni ég á það að fara í úrslit því annað væri metnaðarleysi eftir síðasta ár,“ segir Ásdís en hún setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í undankeppninni á síðustu Ólympíuleikum. Það er ennþá hennar besta kast. „Ég er í fínu formi en þetta er bara svo svakalega mikil tæknigrein að maður þarf að hafa smá heppni með sér líka. Það eru bara þrjú köst og það má lítið útaf bregða. Vonandi verður bara smá heppni með mér. Ég er í fínu formi til að kasta langt og ég ætla að fara inn á leikvanginn og njóta þess að vera þarna og hafa ógeðslega gaman af þessu,“ segir Ásdís sem er orðin mikil reynslubolti þegar kemur að stórmótum enda á sínu áttunda stórmóti á ferlinum. „Ég er búin að fara á öll stórmót síðan 2006 nema á HM 2007 þegar ég var meidd og það voru tvö stórmót í fyrra.Það er ekkert sem er að koma manni á óvart lengur. Ég er komin með svaka reynslu af því að keppa á svona mótum og það er ekkert í umhverfinu að trufla mig lengur,“ segir Ásdís og bætir við: „Það getur tekið tíma fyrir fólk að læra að láta þetta umhverfi hjálpa sér og upplifa það ekki sem pressu heldur jákvæða hvatningu. Ég geri það alveg klárlega og það verður gaman að sjá hvort ég geti nýtt mér það til að kasta langt á föstudaginn og svo vonandi ennþá lengra á sunnudaginn,“ segir Ásdís í léttum tón. Ásdís segist ekki vera hjátrúarfull þegar kemur að keppni á mótum. „Það eina sem ég er með er að ég keppi alltaf með happahálsmenið mitt,“ segir Ásdís en hún bætti öðru hálsmenni í aðdraganda leikana í London með góðum árangri.Alltaf með Stúdentarósina „Það var alltaf eitt hálsmenn. Ég setti fyrsta Íslandsmetið mitt í fullorðinsflokki á útskriftadaginn minn þegar ég útskrifaðist sem stúdent. Ég fékk Stúdentarósina frá fjölskyldu minni í útskriftargjöf og hef alltaf keppt með hana síðan. Fyrir Ólympíuleikana í fyrra þá fékk ég að gjöf Rúna-hálsmennið frá Álrún með tákninu fyrir styrk,“ segir Ásdís sem var þá búin að vera næsta inn í úrslit á tveimur stórmótum í röð. „Ég var búin að enda í þrettánda sæti á bæði HM og EM og ef ég hefði lent í þrettánda sæti á Ólympíuleikunum hefði það örugglega verið einhverskonar heimsmet. Ég ætlaði ekki að láta það gerast og þurfti því á öllum þeim styrk að halda sem ég gat fengið. Ég gekk með þetta hálsmenn í mánuð fyrir leikana,“ segir Ásdís. „Þú getur verið í líkamlega fullkomnu formi en það er rosalega auðvelt að láta hausinn skemma fyrir sér. Einbeitingin síðustu dagana fer í það að reyna að koma hausnum á réttan stað,“ segir Ásdís. „Ég er búin að breytast alveg gífurlega mikið frá því á fyrsta stórmótinu 2006. Á þeim tíma er ég búin að læra rosalega mikið inn á sjálfan mig, sportið og allt saman sem fylgir því að keppa á svona mótum. Þetta er búið að gefa manni alveg hrikalega mikið og það eru algjör forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ segir Ásdís klár í slaginn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
Eini íslenski keppandinn á HM í frjálsum íþróttum í Moskvu hefur keppni í dag en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur verið fastagestur á stórmótum síðustu ár og vonast nú til þess að endurtaka leikinn frá því í Ólympíuleikunum í London þar sem hún fór alla leið í úrslitin. Þetta hefur verið ár breytinga hjá Ásdísi sem skipti um þjálfara í vetur en Írinn Terry McHugh tók við af Stefáni Jóhannssyni auk þess sem Einar Vilhjálmsson aðstoðar hana hér á landi.Er alveg sultuslök „Þetta er búið að vera svolítið upp og niður hjá mér í sumar. Ég vissi það alveg fyrir fram. Það voru miklar breytingar hjá mér í vetur og ég vissi að þetta yrði millibilsár og að þetta gæti farið á hvorn vegin sem er. Ég er alveg sultuslök yfir því,“ segir Ásdís. Hún fór í úrslit á EM í Barcelona 2010 og svo á Ólympíuleikunum í London 2012. Besti árangur hennar á HM er síðan 13. sætið á HM í Daegu 2011. „Ég gæti náð þrennunni. Ég er búin að fara í úrslit á EM og Ólympíuleikum en á HM eftir. Auðvitað stefni ég á það að fara í úrslit því annað væri metnaðarleysi eftir síðasta ár,“ segir Ásdís en hún setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í undankeppninni á síðustu Ólympíuleikum. Það er ennþá hennar besta kast. „Ég er í fínu formi en þetta er bara svo svakalega mikil tæknigrein að maður þarf að hafa smá heppni með sér líka. Það eru bara þrjú köst og það má lítið útaf bregða. Vonandi verður bara smá heppni með mér. Ég er í fínu formi til að kasta langt og ég ætla að fara inn á leikvanginn og njóta þess að vera þarna og hafa ógeðslega gaman af þessu,“ segir Ásdís sem er orðin mikil reynslubolti þegar kemur að stórmótum enda á sínu áttunda stórmóti á ferlinum. „Ég er búin að fara á öll stórmót síðan 2006 nema á HM 2007 þegar ég var meidd og það voru tvö stórmót í fyrra.Það er ekkert sem er að koma manni á óvart lengur. Ég er komin með svaka reynslu af því að keppa á svona mótum og það er ekkert í umhverfinu að trufla mig lengur,“ segir Ásdís og bætir við: „Það getur tekið tíma fyrir fólk að læra að láta þetta umhverfi hjálpa sér og upplifa það ekki sem pressu heldur jákvæða hvatningu. Ég geri það alveg klárlega og það verður gaman að sjá hvort ég geti nýtt mér það til að kasta langt á föstudaginn og svo vonandi ennþá lengra á sunnudaginn,“ segir Ásdís í léttum tón. Ásdís segist ekki vera hjátrúarfull þegar kemur að keppni á mótum. „Það eina sem ég er með er að ég keppi alltaf með happahálsmenið mitt,“ segir Ásdís en hún bætti öðru hálsmenni í aðdraganda leikana í London með góðum árangri.Alltaf með Stúdentarósina „Það var alltaf eitt hálsmenn. Ég setti fyrsta Íslandsmetið mitt í fullorðinsflokki á útskriftadaginn minn þegar ég útskrifaðist sem stúdent. Ég fékk Stúdentarósina frá fjölskyldu minni í útskriftargjöf og hef alltaf keppt með hana síðan. Fyrir Ólympíuleikana í fyrra þá fékk ég að gjöf Rúna-hálsmennið frá Álrún með tákninu fyrir styrk,“ segir Ásdís sem var þá búin að vera næsta inn í úrslit á tveimur stórmótum í röð. „Ég var búin að enda í þrettánda sæti á bæði HM og EM og ef ég hefði lent í þrettánda sæti á Ólympíuleikunum hefði það örugglega verið einhverskonar heimsmet. Ég ætlaði ekki að láta það gerast og þurfti því á öllum þeim styrk að halda sem ég gat fengið. Ég gekk með þetta hálsmenn í mánuð fyrir leikana,“ segir Ásdís. „Þú getur verið í líkamlega fullkomnu formi en það er rosalega auðvelt að láta hausinn skemma fyrir sér. Einbeitingin síðustu dagana fer í það að reyna að koma hausnum á réttan stað,“ segir Ásdís. „Ég er búin að breytast alveg gífurlega mikið frá því á fyrsta stórmótinu 2006. Á þeim tíma er ég búin að læra rosalega mikið inn á sjálfan mig, sportið og allt saman sem fylgir því að keppa á svona mótum. Þetta er búið að gefa manni alveg hrikalega mikið og það eru algjör forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ segir Ásdís klár í slaginn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira