Krefjast bóta vegna þrælahalds Þorgils Jónsson skrifar 26. júlí 2013 13:00 Ríki í og við Karíbahaf hyggjast sækja skaðabætur til Bretlands, Frakklands og Hollands vegna þrælahalds fyrr á öldum. Ralph Goncalves, forsætisráðherra Sankti Vinsent og Grenadíneyja, fer fyrir ríkjahópnum sem var myndaður um þetta verkefni. Mynd/AP Fjórtán ríki í og við Karíbahaf hafa hafið ferli til þess að sækja í sameiningu skaðabætur til þriggja fyrrum nýlenduvelda vegna áhrifa sem þau segja enn gæta vegna þrælasölu og þjóðarmorða á sínum tíma. Í því sjónarmiði var myndaður samráðsvettvangur fyrr í þessum mánuði undir forsætisráðherrum allra ríkjanna sem hyggst sækja málið af krafti. Ralph Goncalves, forsætisráðherra Sankti Vinsent og Grenadíneyja, sem hefur farið fyrir verkefninu, segir að formlegrar afsökunarbeiðnar verði krafist, en það eitt og sér muni ekki nægja. „Við krefjumst viðeigandi miskabóta,“ segir hann, en hugmyndir um að sækja bætur til þeirra ríkja sem högnuðust á þrælaverslun og þrælahaldi hafa lengi verið í deiglunni. Engin ákveðin upphæð hefur verið nefnd í þessu tilliti en Goncalves og Verene Shepard, formaður skaðabótanefndar Jamaíku, hafa bæði getið þess að þegar þrælahald var endanlega bannað árið 1834 hafi þrælahaldarar á breskum nýlendum fengið bætur sem framreikna megi upp í 200 milljarða punda að núvirði. „En forfeður okkar fengu ekki neitt,“ segir Shepard. „Þeim var bara sleppt lausum og sagt að sjá um sig sjálf.“ David Fitton, fulltrúi breskra stjórnvalda á Jamaíka, sagði í útvarpsviðtali í vikunni að breska stjórnin væri andsnúin greiðslu skaðabóta vegna þrælahalds. „Við erum ekki á þeirri skoðun að skaðabætur séu rétta leiðin til að nálgast þetta mál,“ sagði Fitton. „Það er ekki rétta leiðin til að nálgast vandamál sem tengjast sögunni.“ Bretar lögðu bann við verslun með þræla árið 1807 og bönnuðu þrælahald frá og með árinu 1838. Allt frá sextándu öld og fram að því höfðu milljónir þræla verið flutt frá Afríku til Karíbahafsins þar sem þeirra beið ömurleg vist í þrælkunarvinnu á sykurplantekrum. Þrátt fyrir afnám þrælahalds voru aðstæður fyrrum þræla afleitar þar sem lög og reglur gerðu þeim erfitt fyrir að koma undir sig fótunum. Árið 2007, tveimur öldum eftir að þrælaverslun var bönnuð, baðst Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, afsökunar á þeim þjáningum sem orsökuðust af þátttöku Breta í þrælaverslun. Eftir hörmungarnar sem riðu yfir Haítí í jarðskjálftanum árið 2010 gekkst Nicolas Sarkozy, þáverandi forsætisráðherra Frakklands, við því að sár nýlendutímans væru enn til staðar. Aðspurður um hvort ekki væri þá ráð að bæta ríkjunum skaðann vegna þrælahalds, svaraði hann því til að Frakkar hefðu gefið eftir hluta af skuldum sem nam 56 milljöðrum evra auk þess sem þeir höfðu veitt Haítí fjárstyrk að upphæð 40 milljónum evra. Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjórtán ríki í og við Karíbahaf hafa hafið ferli til þess að sækja í sameiningu skaðabætur til þriggja fyrrum nýlenduvelda vegna áhrifa sem þau segja enn gæta vegna þrælasölu og þjóðarmorða á sínum tíma. Í því sjónarmiði var myndaður samráðsvettvangur fyrr í þessum mánuði undir forsætisráðherrum allra ríkjanna sem hyggst sækja málið af krafti. Ralph Goncalves, forsætisráðherra Sankti Vinsent og Grenadíneyja, sem hefur farið fyrir verkefninu, segir að formlegrar afsökunarbeiðnar verði krafist, en það eitt og sér muni ekki nægja. „Við krefjumst viðeigandi miskabóta,“ segir hann, en hugmyndir um að sækja bætur til þeirra ríkja sem högnuðust á þrælaverslun og þrælahaldi hafa lengi verið í deiglunni. Engin ákveðin upphæð hefur verið nefnd í þessu tilliti en Goncalves og Verene Shepard, formaður skaðabótanefndar Jamaíku, hafa bæði getið þess að þegar þrælahald var endanlega bannað árið 1834 hafi þrælahaldarar á breskum nýlendum fengið bætur sem framreikna megi upp í 200 milljarða punda að núvirði. „En forfeður okkar fengu ekki neitt,“ segir Shepard. „Þeim var bara sleppt lausum og sagt að sjá um sig sjálf.“ David Fitton, fulltrúi breskra stjórnvalda á Jamaíka, sagði í útvarpsviðtali í vikunni að breska stjórnin væri andsnúin greiðslu skaðabóta vegna þrælahalds. „Við erum ekki á þeirri skoðun að skaðabætur séu rétta leiðin til að nálgast þetta mál,“ sagði Fitton. „Það er ekki rétta leiðin til að nálgast vandamál sem tengjast sögunni.“ Bretar lögðu bann við verslun með þræla árið 1807 og bönnuðu þrælahald frá og með árinu 1838. Allt frá sextándu öld og fram að því höfðu milljónir þræla verið flutt frá Afríku til Karíbahafsins þar sem þeirra beið ömurleg vist í þrælkunarvinnu á sykurplantekrum. Þrátt fyrir afnám þrælahalds voru aðstæður fyrrum þræla afleitar þar sem lög og reglur gerðu þeim erfitt fyrir að koma undir sig fótunum. Árið 2007, tveimur öldum eftir að þrælaverslun var bönnuð, baðst Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, afsökunar á þeim þjáningum sem orsökuðust af þátttöku Breta í þrælaverslun. Eftir hörmungarnar sem riðu yfir Haítí í jarðskjálftanum árið 2010 gekkst Nicolas Sarkozy, þáverandi forsætisráðherra Frakklands, við því að sár nýlendutímans væru enn til staðar. Aðspurður um hvort ekki væri þá ráð að bæta ríkjunum skaðann vegna þrælahalds, svaraði hann því til að Frakkar hefðu gefið eftir hluta af skuldum sem nam 56 milljöðrum evra auk þess sem þeir höfðu veitt Haítí fjárstyrk að upphæð 40 milljónum evra.
Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira