Bíó og sjónvarp

Handrit að kvikmynd um Knight Rider komið á skrið

David Hasselhoff sló fyrst í gegn á níunda áratugnum í sjónvarpsþáttunum Knight Rider. Þar lék hann Michael Knight, mann sem berst gegn glæpum með aðstoð bíls af tegundinni Pontiac Trans Am. Lengi hefur staðið til að framleiða kvikmynd byggða á þáttunum og gæti sú hugmynd orðið að raunveruleika innan skamms.

Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company tryggði sé kvikmyndaréttinn um Michael Knight árið 2006 og hefur nú fengið handritshöfundinn Brad Copeland til að skrifa uppkast að kvikmyndinni.

Copeland hefur að mestu unnið innan sjónvarpsgeirans fram að þessu og skrifaði meðal annars handrit að sjónvarpsþáttunum Arrested Development, My Name Is Earl og Grounded for Life.

The Weinstein Company hyggst gera Knight Rider að stórkostlegri brellumynd og miðað við vinsældir Fast and Furous kvikmyndanna er ekki ólíklegt að myndin nái að lokka gesti í kvikmyndahús um víða veröld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×