Bíó og sjónvarp

Bíóiðnaður bræðir úr sér

Leikstjórinn óttast um framtíð kvikmyndaiðnaðarins.
Leikstjórinn óttast um framtíð kvikmyndaiðnaðarins.
Leikstjórarnir Steven Spielberg og George Lucas hafa varað við því að kvikmyndaiðnaðurinn eigi á hættu að "bræða úr sér".

Þeir segja æ erfiðara að koma smærri myndum að í kvikmyndahúsum. Ástæðan er sú að Hollywood setur allt í dýrar myndir þar sem mikil aðsókn skiptir höfuðmáli.

Að sögn Spielbergs munaði litlu að mynd hans Lincoln yrði eingöngu gerð fyrir sjónvarpsstöðina HBO vegna þess hversu erfitt var að koma henni að í kvikmyndahúsum.

"Leiðin inn í bíóin er að verða þrengri og þrengri," sagði hann í fyrirlestri sem hann hélt á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×