Bíó og sjónvarp

Sigurmynd Cannes-hátíðarinnar í bíó

Aðalleikkonur myndarinnar, Adèle Exarchopoulous og Léa Seydoux, sælar eftir Cannes-hátíðina.
Aðalleikkonur myndarinnar, Adèle Exarchopoulous og Léa Seydoux, sælar eftir Cannes-hátíðina.

Sigurmynd Cannes-kvikmyndahátíðarinnar Blue is the Warmest Color, eða La Vie D‘Adèle Chapitres 1 et 2, verður sýnd á vegum Græna ljóssins í haust.

Kvikmyndin hlaut mikla athygli á hátíðinni en sagan segir frá hinni 15 ára gömlu Adèle sem langar að verða kennari. Líf hennar gjörbreytist þegar hún kynnist hinni bláhærðu Emmu sem nemur við listaskóla í nágrenninu.

Leikstjórinn Steven Spielberg fór fyrir dómnefndinni á Cannes að þessu sinni og þótti taka óvenjulega ákvörðun þegar hann veitti leikstjóra myndarinnar og aðalleikkonunum tveimur Gullpálmann eftirsótta.

Að mati Spielbergs er kvikmyndin „stórkostleg ástarsaga um djúpstæða ást og nístandi hjartasorg sem áhorfendur fylgjast með, líkt og flugur á vegg, frá upphafi til enda.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×