Tekst Helenu að slá stigamet Önnu Maríu í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2013 09:45 Það fór vel á með Önnu Maríu og Helenu eftir sigurinn á Kýpur í gær. Mynd/KKÍ Helena Sverrisdóttir skoraði 16 stig í öruggum sigri Íslands á Kýpur á Smáþjóðaleikunum í gær. Helenu vantar nú aðeins eitt stig til þess að jafna stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur með landsliðinu. Ísland mætir Lúxemborg í leiknum um gullið á leikunum í dag. „Þetta er ekkert flókið. Hún spilar ekki á morgun,“ segir Anna María, sem er aðstoðarþjálfari landsliðsins. „Ég er mjög ánægð að heyra þetta. Það er alltaf gaman þegar fólk nær metunum mínum,“ segir Anna María. Hún minnir á að Helena sé komin mun lengra í körfuboltanum en hún náði og er greinilega mjög ánægð fyrir hennar hönd.Spiluðu aldrei samanAnna María Sveinsdóttir fagnar tíunda Íslandsmeistaratitli sínum með Keflavík vorið 2003.Mynd/Einar ÓlasonSíðasta stig Önnu Maríu kom í sigurleik á Lúxemborg í Andorra 31. júlí 2004 (landsleik númer 94) en fyrsta stig Helenu kom í sigurleik á Noregi 11. ágúst 2004 (landsleik númer 95). Þær náðu því aldrei að spila saman. Helena spilaði sína fyrstu þrjá landsleiki í lok desember 2002 en Anna María var ekki með þá. Helena skoraði ekki leikjunum sínum 2002. Anna María var "bara" búin að skora 298 stig og spila 28 leiki þegar hún var á sama aldri og Helena er núna. 61 prósent stiga hennar með landsliðinu komu því seinna á ferlinum. Anna María hefur nú misst bæði stigametin sín á stuttum tíma því Birna Valgarsdóttir bætti stigamet hennar í efstu deild í lokaumferð Iceland Express deildar kvenna. Hér að neðan má sjá samanburð á körfuknattleikskonunum tveimur auk upplýsinga um stigahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi.Samanburður á Önnu Maríu og Helenu SverrisHelena Sverrisdóttir í landsleik með Íslandsi.Anna María Sveinsdóttir Landsleikir - 60 Ár: 1986-2004 Stig - 759 Stig í leik - 12,7 30 stiga leikir - 2 20 stiga leikir - 8 10 stiga leikir - 41Flest stig í einum leik: 35 stig á móti Möltu 27. júní 1996Hæsta meðalskor á einu ári: 20,6 stig í leik 1996 (5 leikir, 103 stig)Flest stig á móti einni þjóð: 162 stig á móti Kýpur (16,2 stig í leik)Helena Sverrisdóttir Landsleikir - 44 Ár: 2002 - Stig - 758 Stig í leik - 17,2 30 stiga leikir - 2 20 stiga leikir - 16 10 stiga leikir - 38Flest stig í einum leik: 34 stig á móti Svartfjallalandi 10. september 2008Hæsta meðalskor á einu ári: 22,0 stig í leik 2013 (2 leikir, 44 stig)Flest stig á móti einni þjóð: 96 stig á móti Englandi (16,0 stig í leik)Flest stig fyrir A-landslið kvenna í körfubolta (meðaltal per leik)Birna Valgarðsdóttir er þriðji stigahæsti landsliðsmaður Íslands.1. Anna María Sveinsdóttir 759 (12,7 stig í leik) 2. Helena Sverrisdóttir 758 (17,2) 3. Birna Valgarðsdóttir 730 (9,6) 4. Signý Hermannsdóttir 509 (8,3) 5. Hildur Sigurðardóttir 391 (5,4) 6. Erla Þorsteinsdóttir 377 (7,9) 7. Guðbjörg Norðfjörð 376 (7,1) 8. Linda Stefánsdóttir 293 (7,5) 9. Helga Þorvaldsdóttir 287 (5,4) 10. Alda Leif Jónsdóttir 284 (5,5) 11. Björg Hafsteinsdóttir 270 (8,2) 12. Erla Reynisdóttir 265 (7,8) 13. Kristín Blöndal 247 (5,5) 14. Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 225 (7,5) 15. Hanna B. Kjartansdóttir 179 (4,6) Körfubolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Helena Sverrisdóttir skoraði 16 stig í öruggum sigri Íslands á Kýpur á Smáþjóðaleikunum í gær. Helenu vantar nú aðeins eitt stig til þess að jafna stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur með landsliðinu. Ísland mætir Lúxemborg í leiknum um gullið á leikunum í dag. „Þetta er ekkert flókið. Hún spilar ekki á morgun,“ segir Anna María, sem er aðstoðarþjálfari landsliðsins. „Ég er mjög ánægð að heyra þetta. Það er alltaf gaman þegar fólk nær metunum mínum,“ segir Anna María. Hún minnir á að Helena sé komin mun lengra í körfuboltanum en hún náði og er greinilega mjög ánægð fyrir hennar hönd.Spiluðu aldrei samanAnna María Sveinsdóttir fagnar tíunda Íslandsmeistaratitli sínum með Keflavík vorið 2003.Mynd/Einar ÓlasonSíðasta stig Önnu Maríu kom í sigurleik á Lúxemborg í Andorra 31. júlí 2004 (landsleik númer 94) en fyrsta stig Helenu kom í sigurleik á Noregi 11. ágúst 2004 (landsleik númer 95). Þær náðu því aldrei að spila saman. Helena spilaði sína fyrstu þrjá landsleiki í lok desember 2002 en Anna María var ekki með þá. Helena skoraði ekki leikjunum sínum 2002. Anna María var "bara" búin að skora 298 stig og spila 28 leiki þegar hún var á sama aldri og Helena er núna. 61 prósent stiga hennar með landsliðinu komu því seinna á ferlinum. Anna María hefur nú misst bæði stigametin sín á stuttum tíma því Birna Valgarsdóttir bætti stigamet hennar í efstu deild í lokaumferð Iceland Express deildar kvenna. Hér að neðan má sjá samanburð á körfuknattleikskonunum tveimur auk upplýsinga um stigahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi.Samanburður á Önnu Maríu og Helenu SverrisHelena Sverrisdóttir í landsleik með Íslandsi.Anna María Sveinsdóttir Landsleikir - 60 Ár: 1986-2004 Stig - 759 Stig í leik - 12,7 30 stiga leikir - 2 20 stiga leikir - 8 10 stiga leikir - 41Flest stig í einum leik: 35 stig á móti Möltu 27. júní 1996Hæsta meðalskor á einu ári: 20,6 stig í leik 1996 (5 leikir, 103 stig)Flest stig á móti einni þjóð: 162 stig á móti Kýpur (16,2 stig í leik)Helena Sverrisdóttir Landsleikir - 44 Ár: 2002 - Stig - 758 Stig í leik - 17,2 30 stiga leikir - 2 20 stiga leikir - 16 10 stiga leikir - 38Flest stig í einum leik: 34 stig á móti Svartfjallalandi 10. september 2008Hæsta meðalskor á einu ári: 22,0 stig í leik 2013 (2 leikir, 44 stig)Flest stig á móti einni þjóð: 96 stig á móti Englandi (16,0 stig í leik)Flest stig fyrir A-landslið kvenna í körfubolta (meðaltal per leik)Birna Valgarðsdóttir er þriðji stigahæsti landsliðsmaður Íslands.1. Anna María Sveinsdóttir 759 (12,7 stig í leik) 2. Helena Sverrisdóttir 758 (17,2) 3. Birna Valgarðsdóttir 730 (9,6) 4. Signý Hermannsdóttir 509 (8,3) 5. Hildur Sigurðardóttir 391 (5,4) 6. Erla Þorsteinsdóttir 377 (7,9) 7. Guðbjörg Norðfjörð 376 (7,1) 8. Linda Stefánsdóttir 293 (7,5) 9. Helga Þorvaldsdóttir 287 (5,4) 10. Alda Leif Jónsdóttir 284 (5,5) 11. Björg Hafsteinsdóttir 270 (8,2) 12. Erla Reynisdóttir 265 (7,8) 13. Kristín Blöndal 247 (5,5) 14. Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 225 (7,5) 15. Hanna B. Kjartansdóttir 179 (4,6)
Körfubolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira