Hve lengi er hægt að bíða og vona? Fanný Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Í gegnum árin hef ég með ýmsum hætti komið að jafnréttismálum og fylgst með þeirri sjálfsögðu mannréttindabaráttu sem jöfn staða kynjanna er. Á öllum sviðum samfélagsins verða konur jafnt sem karlar að fá tækifæri til að nýta hæfileika sína. Kynin eru ekki eins – og það er kostur. Því tapar samfélagið á því að fá ekki notið reynsluheims kvenna sem er annar en reynsluheimur karla. Í stefnu Framsóknarflokksins stendur að jafnrétti sé eitt af grunnstefjum samvinnu- og framsóknarstefnunnar og mikilvægt að nálgast jafnrétti sem réttlætismál fyrir bæði kynin. Vinna beri að því að draga úr ríkjandi kynjaskiptingu á vinnumarkaði, standa vörð um lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja og eyða beri kynbundnum launamun. Nýjar tölur sýna okkur að verulega hallar á konur í stjórnendastöðum, s.s. í stétt framkvæmdastjóra fyrirtækja, forstöðumanna ríkisstofnana og meðal hæstaréttardómara. Framsóknarflokkurinn vill berjast gegn neikvæðum staðalímyndum kynjanna og leggur áherslu á jafna þátttöku kynjanna í skipulögðu æskulýðs-, menningar- og tómstundastarfi. Það þarf að gera kröfur til þeirra sem halda úti starfi fyrir börn og unglinga að fjármagn frá hinu opinbera nýtist að jöfnu báðum kynjum. Enn er viðvarandi launamunur kynjanna, kvennastéttir dragast aftur úr viðmiðunarstéttum í launum og ráðherrar gerast brotlegir við jafnréttislög. Almenningur hristir aðeins höfuðið og í raun gerist ekkert. Það er eins og baráttan um jafnrétti kvenna og karla gangi yfir í bylgjum og á allra síðustu árum finnst mér eins og dregið hafi úr almennri jafnréttisumræðu. Árið 2005 hóf þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins vinnu við að útfæra leiðir til jafnlaunavottunar. Frá árinu 2008 hefur núverandi ríkisstjórn unnið að því að útbúa jafnlaunastaðal, fyrst var áætlað að ljúka staðlinum fyrir árslok 2009 en því miður er verkinu enn ekki lokið. Vottunarstaðallinn sjálfur verður örugglega haldbært tæki í baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna og því ber að koma honum sem fyrst í gagnið. Í þessari endalausu baráttu um jöfn laun fyrir jafnverðmæt eða sömu störf þar sem ekkert annað en kynið skýrir launamuninn er vert að hrósa VR fyrir að hrinda í framkvæmd jafnlaunavottun á sínu starfssvæði. Þegar horft er til Alþingis sést að á núverandi þingi eru rúmlega 40% þingismanna konur. En eru blikur á lofti? Verða neikvæðar breytingar á kynjaskiptingunni eftir kosningarnar í vor? Á næsta þingi hefur engin kona setið lengur en frá 2003. Konur með langa og fjölbreytta þingreynslu gefa ekki kost á sér. Konur úr öllum flokkum hafa sagt sig frá þingsetu nema úr Hreyfingunni, en vert er að hafa í huga að þær hafa aðeins setið á þingi frá 2009. Hvað veldur þessu? Hvað segir það okkur um starfsumhverfi alþingismanna – starfsfyrirkomulag, starfsanda, álag og skort á trausti? En ekki má horfa fram hjá því sem er jákvætt og færir okkur sönnur þess að baráttan og upplýstar umræður bera árangur. Það má nefna aukna menntun kvenna, aðkomu þeirra að stjórnun fyrirtækja, opnari umræðu um neikvæð áhrif kláms og ofbeldis og aukna áhersla á jafnrétti í leik-, grunn- og framhaldsskólum. En höldum vöku okkar í jafnréttismálum, það má aldrei ímynda sér að verkinu sé lokið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Í gegnum árin hef ég með ýmsum hætti komið að jafnréttismálum og fylgst með þeirri sjálfsögðu mannréttindabaráttu sem jöfn staða kynjanna er. Á öllum sviðum samfélagsins verða konur jafnt sem karlar að fá tækifæri til að nýta hæfileika sína. Kynin eru ekki eins – og það er kostur. Því tapar samfélagið á því að fá ekki notið reynsluheims kvenna sem er annar en reynsluheimur karla. Í stefnu Framsóknarflokksins stendur að jafnrétti sé eitt af grunnstefjum samvinnu- og framsóknarstefnunnar og mikilvægt að nálgast jafnrétti sem réttlætismál fyrir bæði kynin. Vinna beri að því að draga úr ríkjandi kynjaskiptingu á vinnumarkaði, standa vörð um lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja og eyða beri kynbundnum launamun. Nýjar tölur sýna okkur að verulega hallar á konur í stjórnendastöðum, s.s. í stétt framkvæmdastjóra fyrirtækja, forstöðumanna ríkisstofnana og meðal hæstaréttardómara. Framsóknarflokkurinn vill berjast gegn neikvæðum staðalímyndum kynjanna og leggur áherslu á jafna þátttöku kynjanna í skipulögðu æskulýðs-, menningar- og tómstundastarfi. Það þarf að gera kröfur til þeirra sem halda úti starfi fyrir börn og unglinga að fjármagn frá hinu opinbera nýtist að jöfnu báðum kynjum. Enn er viðvarandi launamunur kynjanna, kvennastéttir dragast aftur úr viðmiðunarstéttum í launum og ráðherrar gerast brotlegir við jafnréttislög. Almenningur hristir aðeins höfuðið og í raun gerist ekkert. Það er eins og baráttan um jafnrétti kvenna og karla gangi yfir í bylgjum og á allra síðustu árum finnst mér eins og dregið hafi úr almennri jafnréttisumræðu. Árið 2005 hóf þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins vinnu við að útfæra leiðir til jafnlaunavottunar. Frá árinu 2008 hefur núverandi ríkisstjórn unnið að því að útbúa jafnlaunastaðal, fyrst var áætlað að ljúka staðlinum fyrir árslok 2009 en því miður er verkinu enn ekki lokið. Vottunarstaðallinn sjálfur verður örugglega haldbært tæki í baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna og því ber að koma honum sem fyrst í gagnið. Í þessari endalausu baráttu um jöfn laun fyrir jafnverðmæt eða sömu störf þar sem ekkert annað en kynið skýrir launamuninn er vert að hrósa VR fyrir að hrinda í framkvæmd jafnlaunavottun á sínu starfssvæði. Þegar horft er til Alþingis sést að á núverandi þingi eru rúmlega 40% þingismanna konur. En eru blikur á lofti? Verða neikvæðar breytingar á kynjaskiptingunni eftir kosningarnar í vor? Á næsta þingi hefur engin kona setið lengur en frá 2003. Konur með langa og fjölbreytta þingreynslu gefa ekki kost á sér. Konur úr öllum flokkum hafa sagt sig frá þingsetu nema úr Hreyfingunni, en vert er að hafa í huga að þær hafa aðeins setið á þingi frá 2009. Hvað veldur þessu? Hvað segir það okkur um starfsumhverfi alþingismanna – starfsfyrirkomulag, starfsanda, álag og skort á trausti? En ekki má horfa fram hjá því sem er jákvætt og færir okkur sönnur þess að baráttan og upplýstar umræður bera árangur. Það má nefna aukna menntun kvenna, aðkomu þeirra að stjórnun fyrirtækja, opnari umræðu um neikvæð áhrif kláms og ofbeldis og aukna áhersla á jafnrétti í leik-, grunn- og framhaldsskólum. En höldum vöku okkar í jafnréttismálum, það má aldrei ímynda sér að verkinu sé lokið!
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun