Já, en Einar Kristinn Ingólfur H. Ingólfsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Í grein sem Einar K. Guðfinnson alþingismaður skrifar í Fréttablaðið 4. apríl gerir hann grein fyrir tillögu Sjálfstæðisflokksins um skattalegan afslátt fyrir þá sem vilja lækka íbúðalán sín með svokölluðum höfuðstólsgreiðslum. Þessi tillaga markar tímamót. Vart er hægt að hugsa sér einfaldari og áhrifaríkari aðgerð af hálfu ríkisins til skuldalækkunar yfirskuldsettra heimila en skattfríðindi til þeirra sem lækka skuldir sínar með greiðslum inn á höfuðstól lána, varanlega og til frambúðar. Ég segi því skírt og klárt já við þessari tillögu. En Einar Kristinn, af hverju að hengja á þessa ágætu tillögu hugmynd um að nota eina frjálsa lífeyrissparnaðinn til þess að greiða niður höfuðstól lána? Það er óþarft vegna þess að við erum sem þjóðfélag ekki lengur í bráðri neyð. Hafi það verið réttlætanlegt að leyfa fólki að taka út séreignarsparnað sinn til þess að fleyta sér yfir sker og halda uppi neyslu í kreppu til að örva hagvöxt, þá eru þær forsendur ekki lengur fyrir hendi. Og hugmyndin er skaðleg vegna þess að þetta er okkar dýrmætasti sparnaður. Honum er ætlað að tryggja okkur mannsæmandi eftirlaun. Og þessi sparnaður er ekki aðfararhæfur þótt allar aðrar eignir okkar geti lent undir hamrinum. Enginn sparnaður er jafn vel til þess fallinn að ná tilætluðum árangri og þessi séreignarsparnaður. Verði þeirri leið haldið opinni, að nota þessa séreign í eitthvað annað en lífeyrissparnað, er verið að dæma þá sem hana velja, og eru í flestum tilvikum hinir skuldsettustu, til fátæktar öll eftirlaunaárin. Almannatryggingar og lífeyrissjóðir munu aðeins sjá okkur fyrir grunnlífeyri eða að hámarki um helmingi af fyrri tekjum í framtíðinni. Frjálsa lífeyrissparnaðinum, séreignarsparnaðinum, er ætlað að brúa bilið þannig að eftirlaunin verði sem næst því sem launatekjurnar voru og við getum haldið lífsgæðum og reisn í ellinni. Í ljósi þess hve illa lífeyrissjóðirnir standa eftir hrunið verðum við að verja frjálsa lífeyrissparnaðinn með öllum tiltækum ráðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem Einar K. Guðfinnson alþingismaður skrifar í Fréttablaðið 4. apríl gerir hann grein fyrir tillögu Sjálfstæðisflokksins um skattalegan afslátt fyrir þá sem vilja lækka íbúðalán sín með svokölluðum höfuðstólsgreiðslum. Þessi tillaga markar tímamót. Vart er hægt að hugsa sér einfaldari og áhrifaríkari aðgerð af hálfu ríkisins til skuldalækkunar yfirskuldsettra heimila en skattfríðindi til þeirra sem lækka skuldir sínar með greiðslum inn á höfuðstól lána, varanlega og til frambúðar. Ég segi því skírt og klárt já við þessari tillögu. En Einar Kristinn, af hverju að hengja á þessa ágætu tillögu hugmynd um að nota eina frjálsa lífeyrissparnaðinn til þess að greiða niður höfuðstól lána? Það er óþarft vegna þess að við erum sem þjóðfélag ekki lengur í bráðri neyð. Hafi það verið réttlætanlegt að leyfa fólki að taka út séreignarsparnað sinn til þess að fleyta sér yfir sker og halda uppi neyslu í kreppu til að örva hagvöxt, þá eru þær forsendur ekki lengur fyrir hendi. Og hugmyndin er skaðleg vegna þess að þetta er okkar dýrmætasti sparnaður. Honum er ætlað að tryggja okkur mannsæmandi eftirlaun. Og þessi sparnaður er ekki aðfararhæfur þótt allar aðrar eignir okkar geti lent undir hamrinum. Enginn sparnaður er jafn vel til þess fallinn að ná tilætluðum árangri og þessi séreignarsparnaður. Verði þeirri leið haldið opinni, að nota þessa séreign í eitthvað annað en lífeyrissparnað, er verið að dæma þá sem hana velja, og eru í flestum tilvikum hinir skuldsettustu, til fátæktar öll eftirlaunaárin. Almannatryggingar og lífeyrissjóðir munu aðeins sjá okkur fyrir grunnlífeyri eða að hámarki um helmingi af fyrri tekjum í framtíðinni. Frjálsa lífeyrissparnaðinum, séreignarsparnaðinum, er ætlað að brúa bilið þannig að eftirlaunin verði sem næst því sem launatekjurnar voru og við getum haldið lífsgæðum og reisn í ellinni. Í ljósi þess hve illa lífeyrissjóðirnir standa eftir hrunið verðum við að verja frjálsa lífeyrissparnaðinn með öllum tiltækum ráðum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun