Verðtrygginguna burt? Pétur Blöndal skrifar 26. apríl 2013 06:00 Fólk borgar af verðtryggðu láni og verðtryggðar eftirstöðvar hækka. Það lítur ekki vel út og er illskiljanlegt. Þegar fólk er svo búið að borga miklar og vaxandi greiðslur af láninu og alltaf hækka verðtryggðar eftirstöðvar þá brestur þolinmæðin og fólk segir burt með þessa verðtryggingu. Lánin sýnast hækka en í raun eru það krónurnar sem minnka. Verðtryggingu er ætlað að viðhalda verðgildi kröfu eða inneignar þannig að sá sem fékk lánað pakka af haframjöli 2008 skili líka fullum pakka af haframjöli í dag en ekki rúmlega hálfum pakka. Sjúkdómurinn er verðbólgan en ekki verðtryggingin. Auðvitað væri best að verðlag væri alltaf stöðugt, haframjölspakkinn kostaði alltaf það sama og ekki þyrfti að grípa til verðtryggingar. Nú kveður við sá tónn að afnema eigi verðtryggingu. Ekki er sagt hvernig. Þá koma þrír möguleikar til greina. 1. Banna verðtryggingu á ný lán. Þetta er nokkuð einfalt en við þurfum að gera okkur grein fyrir afleiðingunum. Fólk með lágar tekjur mun ekki geta keypt sér íbúð vegna þess að greiðslubyrðin verður of há með núverandi verðbólgu. Sá hópur fólks mun því ekki eignast íbúðina sína á 25 árum eða 40 árum eins og hinir, sem ráða við fyrstu greiðslurnar, sem lækka svo hratt vegna verðbólgunnar. 2. Banna verðtryggingu á þeim lánum sem nú eru í gildi. Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga, sem ekki fær staðist nema með skaðabótum. En ef það næðist í gegn og fólk fengi óverðtryggða vexti í staðinn þá myndu margir ekki ráða við hækkun greiðslubyrðarinnar og lenda í miklum vandræðum. 3. Banna verðtryggingu aftur í tímann (annaðhvort aftur fyrir hrun eða alveg frá upphafi). Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga og myndi kosta ríkissjóð verulega fjármuni. Það verður ekki gert nema með miklum skattahækkunum sem lendir verst á leigjendum sem ekki fá niðurfellingu lána til baka. Rétt er að geta þess að 60% nýrra íbúðalána eru óverðtryggð. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að almenningur hafi val. Líka hjá Íbúðalánasjóði. Og svo þarf að lækna verðbólguna. Sjúkdóminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Fólk borgar af verðtryggðu láni og verðtryggðar eftirstöðvar hækka. Það lítur ekki vel út og er illskiljanlegt. Þegar fólk er svo búið að borga miklar og vaxandi greiðslur af láninu og alltaf hækka verðtryggðar eftirstöðvar þá brestur þolinmæðin og fólk segir burt með þessa verðtryggingu. Lánin sýnast hækka en í raun eru það krónurnar sem minnka. Verðtryggingu er ætlað að viðhalda verðgildi kröfu eða inneignar þannig að sá sem fékk lánað pakka af haframjöli 2008 skili líka fullum pakka af haframjöli í dag en ekki rúmlega hálfum pakka. Sjúkdómurinn er verðbólgan en ekki verðtryggingin. Auðvitað væri best að verðlag væri alltaf stöðugt, haframjölspakkinn kostaði alltaf það sama og ekki þyrfti að grípa til verðtryggingar. Nú kveður við sá tónn að afnema eigi verðtryggingu. Ekki er sagt hvernig. Þá koma þrír möguleikar til greina. 1. Banna verðtryggingu á ný lán. Þetta er nokkuð einfalt en við þurfum að gera okkur grein fyrir afleiðingunum. Fólk með lágar tekjur mun ekki geta keypt sér íbúð vegna þess að greiðslubyrðin verður of há með núverandi verðbólgu. Sá hópur fólks mun því ekki eignast íbúðina sína á 25 árum eða 40 árum eins og hinir, sem ráða við fyrstu greiðslurnar, sem lækka svo hratt vegna verðbólgunnar. 2. Banna verðtryggingu á þeim lánum sem nú eru í gildi. Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga, sem ekki fær staðist nema með skaðabótum. En ef það næðist í gegn og fólk fengi óverðtryggða vexti í staðinn þá myndu margir ekki ráða við hækkun greiðslubyrðarinnar og lenda í miklum vandræðum. 3. Banna verðtryggingu aftur í tímann (annaðhvort aftur fyrir hrun eða alveg frá upphafi). Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga og myndi kosta ríkissjóð verulega fjármuni. Það verður ekki gert nema með miklum skattahækkunum sem lendir verst á leigjendum sem ekki fá niðurfellingu lána til baka. Rétt er að geta þess að 60% nýrra íbúðalána eru óverðtryggð. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að almenningur hafi val. Líka hjá Íbúðalánasjóði. Og svo þarf að lækna verðbólguna. Sjúkdóminn.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun