Hagkerfin tvö Magnús Hávarðarson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Hagkerfin á Íslandi eru tvö. Annað er á höfuðborgarsvæðinu og hitt á landsbyggðinni. Þegar talað er um þörfina á að örva hagkerfið, er nær undantekningalaust átt við fyrrnefnda hagkerfið þótt annað sé gjarnan gefið í skyn. Það var örvað svo hressilega á „góðærisárunum“ að það náði hæstu hæðum áður en það sprakk í loft upp og olli allsherjarhruni á Íslandi. Eftir það þurftu allir Íslendingar, að meðtöldum íbúum landsbyggðarinnar, að húka saman á sokkinni þjóðarskútunni og taka á sig stórfelldar afleiðingar bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins. Þegar þarna var komið sögu, hafði hagkerfið á landsbyggðinni verið svelt árum saman með tilheyrandi kyrrstöðu eða hnignun. Víða hafði orðið hrun, sérstaklega í sjávarbyggðum sem þurftu að horfast í augu við afleiðingar lögfestingar framsals aflaheimilda. Eignir fólks urðu verðlausar yfir nótt þegar maðurinn með kvótann fór í fýlu eða vildi gera eitthvað skemmtilegra við peningana fyrir sunnan. Fólkið í þorpunum hírðist saman á sínum hripleka litla bát og engin eftirspurn var eftir að fá að deila farkostinum með því. Enginn snillingurinn birtist af himnum ofan til að benda á að sanngjarnt gæti verið að leiðrétta eða færa niður skuldir þessa fólks vegna þess að forsendubrestur hefði átt sér stað í þorpinu. Ekki nokkur Bjarni og enginn heldur Sigmundur.Stórfenglegasta byggðaaðgerðin Stórfenglegasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar er nú yfirvofandi, ef marka má kosningaloforð og stefnu margra stjórnmálaflokka hvað varðar stórfelldar skuldaleiðréttingar vegna bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins sem hrundi. Það er grátlega sorglegt fyrir íbúa landsbyggðarinnar, sem beðið hafa þolinmóðir eftir aðgerðum í þeirra þágu alltof lengi, að byggðastefna og aðgerðir flokkanna skuli nú fyrst og fremst beinast að byggðinni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki skal gert lítið úr skuldavanda heimilanna og erfiðleikum fólks við að standa við fjárhagslegar skuldbindingar, en á það skal minnt að íbúar landsbyggðarinnar hafa víða glímt við skuldavanda vegna verðlausra eigna af öðrum orsökum, án þess að hljóta mikla samúð eða til hafi komið sértækar aðgerðir.Afturgengin skjaldborg – nýtt tilboð Bóluhagkerfið átti að stórum hluta rætur sínar í 90% húsnæðislánum Framsóknarflokksins sem lofað var í kosningabaráttu og fleytti flokknum í ríkisstjórn á sínum tíma. Flokkurinn sá gerir nú sem fyrr út á neyð fólks, sem kokgleypir væntanlega sama agnið aftur því að nú er agnið í enn skrautlegri búningi og flokkurinn skartar nýjum fjöðrum. Aðrir flokkar reyna að jafna eða toppa gylliboðin - hver sem betur getur og allt í þágu heimilanna auðvitað. Skjaldborgin afturgengin í boði annarra, en jafn innantóm og marklaus sem fyrr.Hið eitraða agn Ætla íbúar höfuðborgarsvæðisins að brenna sig enn og aftur á sama eldinum og gleypa hið eitraða agn? Ætlar landsbyggðin að láta taka veð í sér eina ferðina enn til að hægt verði að blása í nýja bólu fyrir sunnan? Menn skyldu ígrunda valkostina vel áður en þeir verja atkvæði sínu í vor. Það kemur að skuldadögum þegar næsta bóla springur og víst er að þá verður gengið að veðinu og landsbyggðinni blæðir áfram. En partíið fyrir sunnan verður örugglega jafn fjörugt sem fyrr - þangað til. Það búa tvær þjóðir á Íslandi við ólík hagkerfi og misjöfn kjör. Önnur býr á höfuðborgarsvæðinu en hin á landsbyggðinni. Ef mönnum ber gæfa til að jafna kjörin, getum við stolt talað um eina þjóð í landinu - en ekki fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Hagkerfin á Íslandi eru tvö. Annað er á höfuðborgarsvæðinu og hitt á landsbyggðinni. Þegar talað er um þörfina á að örva hagkerfið, er nær undantekningalaust átt við fyrrnefnda hagkerfið þótt annað sé gjarnan gefið í skyn. Það var örvað svo hressilega á „góðærisárunum“ að það náði hæstu hæðum áður en það sprakk í loft upp og olli allsherjarhruni á Íslandi. Eftir það þurftu allir Íslendingar, að meðtöldum íbúum landsbyggðarinnar, að húka saman á sokkinni þjóðarskútunni og taka á sig stórfelldar afleiðingar bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins. Þegar þarna var komið sögu, hafði hagkerfið á landsbyggðinni verið svelt árum saman með tilheyrandi kyrrstöðu eða hnignun. Víða hafði orðið hrun, sérstaklega í sjávarbyggðum sem þurftu að horfast í augu við afleiðingar lögfestingar framsals aflaheimilda. Eignir fólks urðu verðlausar yfir nótt þegar maðurinn með kvótann fór í fýlu eða vildi gera eitthvað skemmtilegra við peningana fyrir sunnan. Fólkið í þorpunum hírðist saman á sínum hripleka litla bát og engin eftirspurn var eftir að fá að deila farkostinum með því. Enginn snillingurinn birtist af himnum ofan til að benda á að sanngjarnt gæti verið að leiðrétta eða færa niður skuldir þessa fólks vegna þess að forsendubrestur hefði átt sér stað í þorpinu. Ekki nokkur Bjarni og enginn heldur Sigmundur.Stórfenglegasta byggðaaðgerðin Stórfenglegasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar er nú yfirvofandi, ef marka má kosningaloforð og stefnu margra stjórnmálaflokka hvað varðar stórfelldar skuldaleiðréttingar vegna bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins sem hrundi. Það er grátlega sorglegt fyrir íbúa landsbyggðarinnar, sem beðið hafa þolinmóðir eftir aðgerðum í þeirra þágu alltof lengi, að byggðastefna og aðgerðir flokkanna skuli nú fyrst og fremst beinast að byggðinni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki skal gert lítið úr skuldavanda heimilanna og erfiðleikum fólks við að standa við fjárhagslegar skuldbindingar, en á það skal minnt að íbúar landsbyggðarinnar hafa víða glímt við skuldavanda vegna verðlausra eigna af öðrum orsökum, án þess að hljóta mikla samúð eða til hafi komið sértækar aðgerðir.Afturgengin skjaldborg – nýtt tilboð Bóluhagkerfið átti að stórum hluta rætur sínar í 90% húsnæðislánum Framsóknarflokksins sem lofað var í kosningabaráttu og fleytti flokknum í ríkisstjórn á sínum tíma. Flokkurinn sá gerir nú sem fyrr út á neyð fólks, sem kokgleypir væntanlega sama agnið aftur því að nú er agnið í enn skrautlegri búningi og flokkurinn skartar nýjum fjöðrum. Aðrir flokkar reyna að jafna eða toppa gylliboðin - hver sem betur getur og allt í þágu heimilanna auðvitað. Skjaldborgin afturgengin í boði annarra, en jafn innantóm og marklaus sem fyrr.Hið eitraða agn Ætla íbúar höfuðborgarsvæðisins að brenna sig enn og aftur á sama eldinum og gleypa hið eitraða agn? Ætlar landsbyggðin að láta taka veð í sér eina ferðina enn til að hægt verði að blása í nýja bólu fyrir sunnan? Menn skyldu ígrunda valkostina vel áður en þeir verja atkvæði sínu í vor. Það kemur að skuldadögum þegar næsta bóla springur og víst er að þá verður gengið að veðinu og landsbyggðinni blæðir áfram. En partíið fyrir sunnan verður örugglega jafn fjörugt sem fyrr - þangað til. Það búa tvær þjóðir á Íslandi við ólík hagkerfi og misjöfn kjör. Önnur býr á höfuðborgarsvæðinu en hin á landsbyggðinni. Ef mönnum ber gæfa til að jafna kjörin, getum við stolt talað um eina þjóð í landinu - en ekki fyrr.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun