Framsókn og Landspítalinn Álfheiður Ingadóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Framsóknarflokkurinn vill nú allt í einu slá byggingu nýs Landspítala á frest í 4-6 ár. Þess í stað ætla Framsóknarmenn að setja 12-13 milljarða í Landspítalann „og umhverfi hans“, gera við gamlar byggingar á lóðinni og „byggja undir ný tæki“, hvað sem það nú þýðir. Hér vitna ég í Vigdísi Hauksdóttur á fundi með tannlæknum sl. miðvikudag. Hvað þýðir það að „gera ekki neitt“ í byggingarmálum spítalans í 4-6 ár? Rekstur LSH á 17 stöðum í borginni kostar aukalega 3 milljarða króna á ári. Frestun Framsóknar mun þannig kosta ríkissjóð 12-18 milljarða króna í óþarfa rekstrarkostnað á þessum tíma – frestunin þýðir í reynd að henda þeim peningum út um gluggann! Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er reiknað með viðhaldi, niðurrifi og endurnýjun eldri bygginga við Hringbraut upp á 11-14 milljarða. Þær áætlanir byggja á því að nýr spítali taki við sjúklingum og starfsemi þannig að hægt sé að rýma þau eldri og endurnýja þau. Framsókn vill setja 12-13 milljarða í umhverfi og viðgerðir á eldri byggingum ÁN þess að til staðar sé ný bygging til að taka á móti sjúklingunum á meðan. Það er ljóst að gömlu byggingarnar við Hringbraut þjóna ekki lengur hlutverki sínu. Ef hætt verður við nýbygginguna og eins ef henni verður slegið á frest í 4-6 ár eins og Framsókn vill, þá þarf einfaldlega að rýma þær til að endurbyggja þær. Svo einfalt er málið. Og hvert eiga sjúklingarnir að fara á meðan? Bygging nýs Landspítala er þjóðhagslega hagkvæm framkvæmd. Hún mun borga sig upp á 25-30 árum með hreinum sparnaði í rekstri. En fjárhagslegur ávinningur er ekki aðalatriðið hér heldur betri þjónusta við sjúklinga og aðstandendur, meira öryggi vegna minni sýkingarhættu, betri vinnuaðstaða og aðbúnaður fyrir starfsfólk og nema á heilbrigðissviði og loks meiri árangur í rannsóknum á sviði heilbrigðisvísinda. Þetta hafa allir flokkar skilið og stutt til þessa – þar til núverandi forysta Framsóknar skarst úr leik á síðustu dögum þingsins í vor. Sem heilbrigðisráðherra beitti ég mér fyrir og studdi dyggilega við nýbyggingu Landspítalans. Það gerðu líka fyrri ráðherrar Framsóknarflokksins. Núverandi forystu þess flokks er hins vegar ekki treystandi í þessum efnum. Á hverju ári koma 100 þúsund sjúklingar alls staðar að af landinu á Landspítalann. Sá hlekkur í heilbrigðisþjónustu okkar má ekki bresta. VG vill forgangsraða í þágu velferðar á næsta kjörtímabili. Við höfum skapað svigrúm í heilbrigðis- og menntamálum. Í því felst m.a. að reisa nýjan Landspítala og gera betur við starfsfólk í aðbúnaði og launum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn vill nú allt í einu slá byggingu nýs Landspítala á frest í 4-6 ár. Þess í stað ætla Framsóknarmenn að setja 12-13 milljarða í Landspítalann „og umhverfi hans“, gera við gamlar byggingar á lóðinni og „byggja undir ný tæki“, hvað sem það nú þýðir. Hér vitna ég í Vigdísi Hauksdóttur á fundi með tannlæknum sl. miðvikudag. Hvað þýðir það að „gera ekki neitt“ í byggingarmálum spítalans í 4-6 ár? Rekstur LSH á 17 stöðum í borginni kostar aukalega 3 milljarða króna á ári. Frestun Framsóknar mun þannig kosta ríkissjóð 12-18 milljarða króna í óþarfa rekstrarkostnað á þessum tíma – frestunin þýðir í reynd að henda þeim peningum út um gluggann! Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er reiknað með viðhaldi, niðurrifi og endurnýjun eldri bygginga við Hringbraut upp á 11-14 milljarða. Þær áætlanir byggja á því að nýr spítali taki við sjúklingum og starfsemi þannig að hægt sé að rýma þau eldri og endurnýja þau. Framsókn vill setja 12-13 milljarða í umhverfi og viðgerðir á eldri byggingum ÁN þess að til staðar sé ný bygging til að taka á móti sjúklingunum á meðan. Það er ljóst að gömlu byggingarnar við Hringbraut þjóna ekki lengur hlutverki sínu. Ef hætt verður við nýbygginguna og eins ef henni verður slegið á frest í 4-6 ár eins og Framsókn vill, þá þarf einfaldlega að rýma þær til að endurbyggja þær. Svo einfalt er málið. Og hvert eiga sjúklingarnir að fara á meðan? Bygging nýs Landspítala er þjóðhagslega hagkvæm framkvæmd. Hún mun borga sig upp á 25-30 árum með hreinum sparnaði í rekstri. En fjárhagslegur ávinningur er ekki aðalatriðið hér heldur betri þjónusta við sjúklinga og aðstandendur, meira öryggi vegna minni sýkingarhættu, betri vinnuaðstaða og aðbúnaður fyrir starfsfólk og nema á heilbrigðissviði og loks meiri árangur í rannsóknum á sviði heilbrigðisvísinda. Þetta hafa allir flokkar skilið og stutt til þessa – þar til núverandi forysta Framsóknar skarst úr leik á síðustu dögum þingsins í vor. Sem heilbrigðisráðherra beitti ég mér fyrir og studdi dyggilega við nýbyggingu Landspítalans. Það gerðu líka fyrri ráðherrar Framsóknarflokksins. Núverandi forystu þess flokks er hins vegar ekki treystandi í þessum efnum. Á hverju ári koma 100 þúsund sjúklingar alls staðar að af landinu á Landspítalann. Sá hlekkur í heilbrigðisþjónustu okkar má ekki bresta. VG vill forgangsraða í þágu velferðar á næsta kjörtímabili. Við höfum skapað svigrúm í heilbrigðis- og menntamálum. Í því felst m.a. að reisa nýjan Landspítala og gera betur við starfsfólk í aðbúnaði og launum.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar