"Maybe I should have“ Andrea Ólafsdóttir og Þorvaldur Geirsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Ætli fólk geri sér almennilega grein fyrir því hversu mikið er í húfi í kosningum á laugardag? Saman verðum við að standa vörð hvert um annað, réttlætið og lýðræðið. Við kjósum ekki „af því bara“. Við kjósum vegna þess að okkur hefur verið gefið vald. Við verðum að nota það vald. Í lýðræðissamfélagi berum við öll ábyrgð. Tækifærið til breytinga er núna. Við verðum að velja okkur fólk á þing til að verja grunnstoðir samfélagsins og tryggja afkomu þeirra sem hafa orðið undir á síðustu árum. Við viljum flest öll hér á Íslandi búa land svipað hinum Norðurlöndunum – stefnum þangað saman. Bætum kjör almennings saman, leiðréttum lán heimilanna saman, tökum heildarendurskoðun á lífeyriskerfinu saman, fáum nýja stjórnarskrá saman, verjum velferðarkerfið saman, tryggjum auðlindir í þjóðareigu saman – tökum höndum saman um breytingar til hins betra. Það er ekki gott að þurfa að sitja með sárt ennið að ári og þurfa að hugsa með sér „maybe I should have“. Við verðum að þora! Sigurvegari kosninganna Mörg okkar í Dögun hafa barist fyrir heimilin í mörg ár, m.a. á vettvangi Hagsmunasamtaka heimilanna. Við hljótum því að vera glöð yfir að áherslur okkar eru að vinna þessar kosningar. Nú eru allflestir hagfræðingar farnir að viðurkenna að þær leiðir sem við leggjum til séu raunhæfar og jafnvel mjög æskilegar. Sumir töluðu um barbabrellur og reyndu að gera lítið úr óréttlætinu – en hafa nú þurft að éta það ofan í sig. Við í Dögun höfum bent á margar mismunandi leiðir að sama marki – en við þurfum að standa með sjálfum okkur og heimilunum til þess að leiðréttingar lána og afnám verðtryggingar nái fram að ganga og þær þurfa að lenda á fjármálakerfinu, því það ber ábyrgðina á tjóninu. Dögun er með best útfærðu stefnuna þegar kemur að því hvað tekur síðan við. Dögun eina nýja aflið á uppleið Á síðustu dögum hefur komið í ljós að Dögun er eina nýja aflið sem er að auka við sig fylgi. Við hvetjum því alla til að kynna sér málefnin á XT.is og sameinast um eitt nýtt afl sem setur heimilin í 1. sæti og er hvað líklegast til að brjóta 5% múrinn. Tryggjum talsmenn heimilanna, réttlætis og lýðræðis inn á þing! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ætli fólk geri sér almennilega grein fyrir því hversu mikið er í húfi í kosningum á laugardag? Saman verðum við að standa vörð hvert um annað, réttlætið og lýðræðið. Við kjósum ekki „af því bara“. Við kjósum vegna þess að okkur hefur verið gefið vald. Við verðum að nota það vald. Í lýðræðissamfélagi berum við öll ábyrgð. Tækifærið til breytinga er núna. Við verðum að velja okkur fólk á þing til að verja grunnstoðir samfélagsins og tryggja afkomu þeirra sem hafa orðið undir á síðustu árum. Við viljum flest öll hér á Íslandi búa land svipað hinum Norðurlöndunum – stefnum þangað saman. Bætum kjör almennings saman, leiðréttum lán heimilanna saman, tökum heildarendurskoðun á lífeyriskerfinu saman, fáum nýja stjórnarskrá saman, verjum velferðarkerfið saman, tryggjum auðlindir í þjóðareigu saman – tökum höndum saman um breytingar til hins betra. Það er ekki gott að þurfa að sitja með sárt ennið að ári og þurfa að hugsa með sér „maybe I should have“. Við verðum að þora! Sigurvegari kosninganna Mörg okkar í Dögun hafa barist fyrir heimilin í mörg ár, m.a. á vettvangi Hagsmunasamtaka heimilanna. Við hljótum því að vera glöð yfir að áherslur okkar eru að vinna þessar kosningar. Nú eru allflestir hagfræðingar farnir að viðurkenna að þær leiðir sem við leggjum til séu raunhæfar og jafnvel mjög æskilegar. Sumir töluðu um barbabrellur og reyndu að gera lítið úr óréttlætinu – en hafa nú þurft að éta það ofan í sig. Við í Dögun höfum bent á margar mismunandi leiðir að sama marki – en við þurfum að standa með sjálfum okkur og heimilunum til þess að leiðréttingar lána og afnám verðtryggingar nái fram að ganga og þær þurfa að lenda á fjármálakerfinu, því það ber ábyrgðina á tjóninu. Dögun er með best útfærðu stefnuna þegar kemur að því hvað tekur síðan við. Dögun eina nýja aflið á uppleið Á síðustu dögum hefur komið í ljós að Dögun er eina nýja aflið sem er að auka við sig fylgi. Við hvetjum því alla til að kynna sér málefnin á XT.is og sameinast um eitt nýtt afl sem setur heimilin í 1. sæti og er hvað líklegast til að brjóta 5% múrinn. Tryggjum talsmenn heimilanna, réttlætis og lýðræðis inn á þing!
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun