Eigum við að bæta lífskjör? Magnús Orri Schram skrifar 25. apríl 2013 06:00 Undanfarin ár hafa landsmenn búið við niðurskurð og auknar álögur til að greiða kostnað hrunsins. Sameiginlegur sjóður landsmanna var rekinn með 216 milljarða halla en er nú kominn í jafnvægi þrátt fyrir 90 milljarða vaxtagreiðslur. Á grunni þessarar vinnu birtast nú himinháir kosningavíxlar. Hvað á að gera? Sumir vilja lækka skatta á þá ríkustu. Hækka skatta á tekjulága og lækka skatta á tekjuháa í gegnum afnám þrepaskiptingu tekjuskatts. Aðrir vilja lækka skuldir allra um 20%. Það yrði vissulega gaman í smá stund en svo ekki meir. Þremur til fjórum árum síðar yrðum við á sama stað með skuldir heimilanna enda myndi verðbólgan æða áfram. En ríkissjóður yrði 300 milljörðum fátækari. Við jafnaðarmenn teljum skynsamlegra að greiða niður skuldir, lækka 90 milljarða reikninginn og forgangsraða í þágu velferðar. En best væri að breyta kerfinu.Hvernig á að gera það? Við jafnaðarmenn teljum að besta leiðin til að bæta lífskjörin sé að taka upp nýja gjaldgenga mynt. Mynt sem heldur verðgildi sínu. Núna greiða heimilin, fyrirtækin og hið opinbera 150 milljarða á ári fyrir að hafa krónuna. Verðbólga á Íslandi er þrisvar sinnum hærri en innan evrulanda. Vextir á Íslandi eru ríflega tvisvar sinnum hærri en í Evrópu. Ný mynt á Íslandi myndi gera verðtryggingu óþarfa og lækka matarverð. Um leið yrði auðveldara fyrir fyrirtækin að ráðast í fjárfestingar og fjölga störfum. Þannig gætu hið opinbera, heimilin og fyrirtækin notað 150 milljarða krónuskatt í annað. Og hvenær á að gera það? Stöðugleikinn er ekki fjarlæg draumsýn. Ný ríkisstjórn gæti lokið viðræðum og efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili. Segi þjóðin já, væri nokkrum mánuðum síðar hægt að tengja krónu við evru með svipuðum hætti og Danir gera. Það er því raunsætt að komast í gjaldmiðlasamstarf eftir tvö ár, einhendi flokkarnir sér að ljúka viðræðum. Þá leið vilja jafnaðarmenn fara til að bæta lífskjör á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa landsmenn búið við niðurskurð og auknar álögur til að greiða kostnað hrunsins. Sameiginlegur sjóður landsmanna var rekinn með 216 milljarða halla en er nú kominn í jafnvægi þrátt fyrir 90 milljarða vaxtagreiðslur. Á grunni þessarar vinnu birtast nú himinháir kosningavíxlar. Hvað á að gera? Sumir vilja lækka skatta á þá ríkustu. Hækka skatta á tekjulága og lækka skatta á tekjuháa í gegnum afnám þrepaskiptingu tekjuskatts. Aðrir vilja lækka skuldir allra um 20%. Það yrði vissulega gaman í smá stund en svo ekki meir. Þremur til fjórum árum síðar yrðum við á sama stað með skuldir heimilanna enda myndi verðbólgan æða áfram. En ríkissjóður yrði 300 milljörðum fátækari. Við jafnaðarmenn teljum skynsamlegra að greiða niður skuldir, lækka 90 milljarða reikninginn og forgangsraða í þágu velferðar. En best væri að breyta kerfinu.Hvernig á að gera það? Við jafnaðarmenn teljum að besta leiðin til að bæta lífskjörin sé að taka upp nýja gjaldgenga mynt. Mynt sem heldur verðgildi sínu. Núna greiða heimilin, fyrirtækin og hið opinbera 150 milljarða á ári fyrir að hafa krónuna. Verðbólga á Íslandi er þrisvar sinnum hærri en innan evrulanda. Vextir á Íslandi eru ríflega tvisvar sinnum hærri en í Evrópu. Ný mynt á Íslandi myndi gera verðtryggingu óþarfa og lækka matarverð. Um leið yrði auðveldara fyrir fyrirtækin að ráðast í fjárfestingar og fjölga störfum. Þannig gætu hið opinbera, heimilin og fyrirtækin notað 150 milljarða krónuskatt í annað. Og hvenær á að gera það? Stöðugleikinn er ekki fjarlæg draumsýn. Ný ríkisstjórn gæti lokið viðræðum og efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili. Segi þjóðin já, væri nokkrum mánuðum síðar hægt að tengja krónu við evru með svipuðum hætti og Danir gera. Það er því raunsætt að komast í gjaldmiðlasamstarf eftir tvö ár, einhendi flokkarnir sér að ljúka viðræðum. Þá leið vilja jafnaðarmenn fara til að bæta lífskjör á Íslandi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun