"Hvað ætla Píratar að gera fyrir landsbyggðina?“ Herbert Snorrason skrifar 25. apríl 2013 06:00 Þetta er spurning sem við heyrum nokkuð oft. Hún byggist, að ég tel, á tvíþættum misskilningi. Annars vegar er það ranghugmynd um Pírata: Að við séum upp til hópa latte-lepjandi hippar úr miðbæ Reykjavíkur sem enga reynslu hafa af því hvernig það er að búa úti á landi. Hins vegar er það ranghugmynd um þann vanda sem steðjar að íslensku samfélagi: Að landsbyggðin þurfi á sérstakri aðstoð og sértækum aðgerðum að halda, svo hinar „dreifðu byggðir“ geti áfram haldist í byggð. Þetta er hvort tveggja rangt. Ég hef til dæmis enn ekki lært þá kúnst að lepja latte – eða kaffi yfirhöfuð. Ég er líka Ísfirðingur, fæddur og uppalinn í faðmi fjalla blárra. Ég er aðskotahlutur í Reykjavík, og nota hvert einasta tækifæri sem býðst til að koma aftur heim. Ég er ekki einn á meðal Pírata. Jafnvel í hópnum sem kom starfinu af stað á höfuðborgarsvæðinu eru ófáir sem hafa reynslu af því að búa úti á landi. Sjálfsákvörðunarréttur Þetta er samt ekki lykilatriðið. Lykilatriðið er að ein af grundvallarforsendum stefnu Pírata er hugmyndin um sjálfsákvörðunarrétt: Þeir sem verða fyrir áhrifum af ákvörðun þurfa að hafa rétt til að hafa áhrif á ákvörðunina. Píratar vilja af þessum sökum draga úr miðstýringu og auka upplýsingagjöf til almennings. Jafnvel þó við værum eintómir latte-lepjandi hippar sem aldrei yfirgæfu 101 Reykjavík, þá ætti stefna Pírata að falla vel að þörfum landsbyggðarinnar.Leggja áherslu á nærþjónustu Tilfellið er nefnilega það að landsbyggðin þarf ekki á því að halda að ríkið ráðist í að dæla peningum frá Reykjavík til að niðurgreiða landsbyggðina. Hún þarf á því að halda að ríkið hætti að „spara“ með því að byggja stórar þjónustumiðstöðvar í Reykjavík og leggja niður aðra þjónustu af sama tagi. Íbúar Reykjavíkur þurfa á því sama að halda. Hvaða vit er í því að byggja hátæknisjúkrahús þegar heilsugæslan er að því komin að hrynja niður? Er ekki eðlilegt að leggja áherslu á nærþjónustu og eiga sérhæfðari stofnanirnar sem bakstopp í alvarlegri tilvikum? Hvers vegna er Háskóli Íslands allur á einum stað? Mætti ekki fara að fordæmi Kaliforníuháskóla, sem rekur kennslustöðvar á nokkrum stöðum í fylkinu? Vissulega fylgir þessu kostnaður á þeim stöðum þar sem nærþjónustan er veitt, en það er ekki þar með sagt að það feli í sér niðurgreiðslu frá Reykjavík. Hvernig væri t.d. að miða við að útgjöld ríkissjóðs í hverju sveitarfélagi séu svipaðar tekjum hans í því sveitarfélagi?Gerum hlutina sjálf Píratar vilja ekki lofa því að eitthvað sé gert fyrir fólk; við viljum gera fólki kleift að gera hlutina sjálft. Þetta er hægt með ýmsum hætti: Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku, á öllum stigum og í öllum kerfum. Beint lýðræði, ekki aðeins þegar kemur að löggjöf heldur einnig í fjárlagagerð, framkvæmdum, og innan reksturs. Valddreifing, tilfærsla ákvörðunarréttar til þeirra sem verða fyrir beinum áhrifum, þýðir að hagsmunir utanaðkomandi aðila hafa minni áhrif á ákvörðunina sem tekin er. Það ætla Píratar að gera fyrir landsbyggðina – og höfuðborgarsvæðið líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þetta er spurning sem við heyrum nokkuð oft. Hún byggist, að ég tel, á tvíþættum misskilningi. Annars vegar er það ranghugmynd um Pírata: Að við séum upp til hópa latte-lepjandi hippar úr miðbæ Reykjavíkur sem enga reynslu hafa af því hvernig það er að búa úti á landi. Hins vegar er það ranghugmynd um þann vanda sem steðjar að íslensku samfélagi: Að landsbyggðin þurfi á sérstakri aðstoð og sértækum aðgerðum að halda, svo hinar „dreifðu byggðir“ geti áfram haldist í byggð. Þetta er hvort tveggja rangt. Ég hef til dæmis enn ekki lært þá kúnst að lepja latte – eða kaffi yfirhöfuð. Ég er líka Ísfirðingur, fæddur og uppalinn í faðmi fjalla blárra. Ég er aðskotahlutur í Reykjavík, og nota hvert einasta tækifæri sem býðst til að koma aftur heim. Ég er ekki einn á meðal Pírata. Jafnvel í hópnum sem kom starfinu af stað á höfuðborgarsvæðinu eru ófáir sem hafa reynslu af því að búa úti á landi. Sjálfsákvörðunarréttur Þetta er samt ekki lykilatriðið. Lykilatriðið er að ein af grundvallarforsendum stefnu Pírata er hugmyndin um sjálfsákvörðunarrétt: Þeir sem verða fyrir áhrifum af ákvörðun þurfa að hafa rétt til að hafa áhrif á ákvörðunina. Píratar vilja af þessum sökum draga úr miðstýringu og auka upplýsingagjöf til almennings. Jafnvel þó við værum eintómir latte-lepjandi hippar sem aldrei yfirgæfu 101 Reykjavík, þá ætti stefna Pírata að falla vel að þörfum landsbyggðarinnar.Leggja áherslu á nærþjónustu Tilfellið er nefnilega það að landsbyggðin þarf ekki á því að halda að ríkið ráðist í að dæla peningum frá Reykjavík til að niðurgreiða landsbyggðina. Hún þarf á því að halda að ríkið hætti að „spara“ með því að byggja stórar þjónustumiðstöðvar í Reykjavík og leggja niður aðra þjónustu af sama tagi. Íbúar Reykjavíkur þurfa á því sama að halda. Hvaða vit er í því að byggja hátæknisjúkrahús þegar heilsugæslan er að því komin að hrynja niður? Er ekki eðlilegt að leggja áherslu á nærþjónustu og eiga sérhæfðari stofnanirnar sem bakstopp í alvarlegri tilvikum? Hvers vegna er Háskóli Íslands allur á einum stað? Mætti ekki fara að fordæmi Kaliforníuháskóla, sem rekur kennslustöðvar á nokkrum stöðum í fylkinu? Vissulega fylgir þessu kostnaður á þeim stöðum þar sem nærþjónustan er veitt, en það er ekki þar með sagt að það feli í sér niðurgreiðslu frá Reykjavík. Hvernig væri t.d. að miða við að útgjöld ríkissjóðs í hverju sveitarfélagi séu svipaðar tekjum hans í því sveitarfélagi?Gerum hlutina sjálf Píratar vilja ekki lofa því að eitthvað sé gert fyrir fólk; við viljum gera fólki kleift að gera hlutina sjálft. Þetta er hægt með ýmsum hætti: Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku, á öllum stigum og í öllum kerfum. Beint lýðræði, ekki aðeins þegar kemur að löggjöf heldur einnig í fjárlagagerð, framkvæmdum, og innan reksturs. Valddreifing, tilfærsla ákvörðunarréttar til þeirra sem verða fyrir beinum áhrifum, þýðir að hagsmunir utanaðkomandi aðila hafa minni áhrif á ákvörðunina sem tekin er. Það ætla Píratar að gera fyrir landsbyggðina – og höfuðborgarsvæðið líka.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun