Við eigum betra skilið en sirkus Geira ósmart Sigurður Ragnarsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. „Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. Málið er einfalt. Við eigum betra skilið. Við sem búum hér viljum byggja upp sanngjarnt og gagnsætt samfélag þar sem öllum getur liðið vel. Fráfarandi ríkisstjórn lofar fögru í dag en veit samt að hún féll á prófinu. Verkin segja allt sem segja þarf. Forgangsmál stjórnarinnar var að senda björgunarleiðangur til að bjarga bankakerfinu. Auðvitað þurfum við öflugt bankakerfi en það eru fleiri stoðir sem þarf að sinna. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan o.s.frv. var allt sett skör neðar. Það er í lagi að setja mörg hundruð milljarða í bankakerfið en að hjálpa bágstöddum, eignalausum, sjúklingum o.fl. skiptir greinilega minna máli. Það sem svíður svo einna verst er að búið er að selja þrotabúin til hrægammasjóða. Við erum bara tölur í excel-skjali þeirra miklu spekinga sem reyna að mjólka íslenskt samfélag. Við eigum skilið stjórn sem tekur á þessu og vill vinna fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Stjórnarflokkarnir féllu á prófinu. Þeir fengu sinn tíma og nýttu hann illa, þó bankakerfið og hrægammasjóðir þakki þeim vel og innilega fyrir.Heiðarleg vinnubrögð Við verðum að skoða vel hvaða kostir eru í boði og fara fram á heiðarleg og sönn vinnubrögð hjá þeim sem bjóða sig fram til forystu fyrir okkur. Við eigum skilið frábært samfélag. Samfélag sem líður ekki ójöfnuð, líður ekki að ákveðnir hópar, stofnanir, fyrirtæki eða sjóðir geti blómstrað á kostnað annarra og setið hjá í aðgerðarleysi og láti sig vandamálin ekki varða. Við þurfum meiri samstöðu. Nú þurfa allir einstaklingar og hópar, hvort heldur þeir eru ríkir eða fátækir, fyrirtæki, fjármálastofnanir, samtök, lífeyrissjóðir og allir aðrir að taka höndum saman. Það er mál allra að byggja hér upp sanngjarnt og siðferðilegt samfélag. Við eigum skilið forystu sem getur komið atvinnulífinu aftur í gang og hefur raunverulegan kjark til að iðka réttlæti. Við eigum skilið forystu sem hefur kraft og þor til að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir og leiðrétta þá eignaupptöku sem hefur átt sér stað. Við eigum skilið forystu sem vill byggja upp og þjóna heilbrigðu samfélagi og hefur í heiðri hina gullnu reglu: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. „Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. Málið er einfalt. Við eigum betra skilið. Við sem búum hér viljum byggja upp sanngjarnt og gagnsætt samfélag þar sem öllum getur liðið vel. Fráfarandi ríkisstjórn lofar fögru í dag en veit samt að hún féll á prófinu. Verkin segja allt sem segja þarf. Forgangsmál stjórnarinnar var að senda björgunarleiðangur til að bjarga bankakerfinu. Auðvitað þurfum við öflugt bankakerfi en það eru fleiri stoðir sem þarf að sinna. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan o.s.frv. var allt sett skör neðar. Það er í lagi að setja mörg hundruð milljarða í bankakerfið en að hjálpa bágstöddum, eignalausum, sjúklingum o.fl. skiptir greinilega minna máli. Það sem svíður svo einna verst er að búið er að selja þrotabúin til hrægammasjóða. Við erum bara tölur í excel-skjali þeirra miklu spekinga sem reyna að mjólka íslenskt samfélag. Við eigum skilið stjórn sem tekur á þessu og vill vinna fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Stjórnarflokkarnir féllu á prófinu. Þeir fengu sinn tíma og nýttu hann illa, þó bankakerfið og hrægammasjóðir þakki þeim vel og innilega fyrir.Heiðarleg vinnubrögð Við verðum að skoða vel hvaða kostir eru í boði og fara fram á heiðarleg og sönn vinnubrögð hjá þeim sem bjóða sig fram til forystu fyrir okkur. Við eigum skilið frábært samfélag. Samfélag sem líður ekki ójöfnuð, líður ekki að ákveðnir hópar, stofnanir, fyrirtæki eða sjóðir geti blómstrað á kostnað annarra og setið hjá í aðgerðarleysi og láti sig vandamálin ekki varða. Við þurfum meiri samstöðu. Nú þurfa allir einstaklingar og hópar, hvort heldur þeir eru ríkir eða fátækir, fyrirtæki, fjármálastofnanir, samtök, lífeyrissjóðir og allir aðrir að taka höndum saman. Það er mál allra að byggja hér upp sanngjarnt og siðferðilegt samfélag. Við eigum skilið forystu sem getur komið atvinnulífinu aftur í gang og hefur raunverulegan kjark til að iðka réttlæti. Við eigum skilið forystu sem hefur kraft og þor til að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir og leiðrétta þá eignaupptöku sem hefur átt sér stað. Við eigum skilið forystu sem vill byggja upp og þjóna heilbrigðu samfélagi og hefur í heiðri hina gullnu reglu: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun