Samfylkingin er velferðarflokkur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Heilbrigðisþjónusta óháð efnahag er eitt stærsta velferðarmálið. Samfylkingin mun því nýta það svigrúm sem er að skapast í ríkisrekstrinum til uppbyggingar í heilbrigðismálum og við höfum nú þegar náð fram mikilvægum umbótum til jöfnuðar í heilbrigðiskerfinu.Tannlækningar barna Nýr samningur um tannlækningar barna hefur verið undirritaður, sá fyrsti í 21 ár. Framvegis munu öll börn hafa sinn eigin heimilistannlækni sem mun boða börn í reglulegt eftirlit, sjá um forvarnir og aðrar nauðsynlegar tannlækningar þeirra. Foreldrar munu einungis greiða komugjald sem ákveðið verður með reglugerð.Réttlátara lyfjagreiðslukerfi Nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfið er einfaldara og réttlátara en núgildandi kerfi. Það mun auka jöfnuð, hætta að mismuna sjúklingum eftir sjúkdómum og verja þá sem mest þurfa á lyfjum að halda fyrir miklum kostnaði. Þeir sem lítið nota af lyfjum munu þurfa að borga meira en áður. Öryrkjar, aldraðir, börn og barnafjölskyldur eru varin fyrir háum greiðslum öðrum fremur. Velferðarráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um endurgreiðslu á umtalsverðum kostnaði við læknishjálp, lyf og þjálfun og stórhækkað fjárhæða- og tekjumörk til að mæta aðstæðum tekjulágra sem kunna að lenda í erfiðleikum með upphafsgreiðslur fyrir lyf í nýju lyfjagreiðsluþátttökukerfi. Samfylkingin vill útvíkka kerfið þannig að það nái einnig til heilbrigðisþjónustu.Nýr Landspítali Samfylkingin mun leggja ofuráherslu á byggingu nýs Landspítala til að tryggja öryggi sjúklinga, boðlegt vinnuumhverfi fyrir starfsfólk og til að auka rekstrarhagræði. Með nýju sjúkrahúsi munu um þrír milljarðar sparast árlega í rekstri en sjúkrahúsið er í sautján byggingum í dag.Betri almannatryggingar Fyrsta velferðarmál Samfylkingarinnar eftir kosningarnar verður að leggja fram frumvarp um nýtt almannatryggingakerfi. Með nýju kerfi munu meðaltalsgreiðslur til ellilífeyrisþega hækka um 25% og kerfið verður einfaldara og skiljanlegra. Sambærilegar breytingar fyrir örorkulífeyrisþega eru forgangsmál á næsta kjörtímabili. Við viljum jöfnuð og velferð óháð efnahag – þess vegna er mikilvægt að styðja Samfylkinguna í kosningunum á laugardag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta óháð efnahag er eitt stærsta velferðarmálið. Samfylkingin mun því nýta það svigrúm sem er að skapast í ríkisrekstrinum til uppbyggingar í heilbrigðismálum og við höfum nú þegar náð fram mikilvægum umbótum til jöfnuðar í heilbrigðiskerfinu.Tannlækningar barna Nýr samningur um tannlækningar barna hefur verið undirritaður, sá fyrsti í 21 ár. Framvegis munu öll börn hafa sinn eigin heimilistannlækni sem mun boða börn í reglulegt eftirlit, sjá um forvarnir og aðrar nauðsynlegar tannlækningar þeirra. Foreldrar munu einungis greiða komugjald sem ákveðið verður með reglugerð.Réttlátara lyfjagreiðslukerfi Nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfið er einfaldara og réttlátara en núgildandi kerfi. Það mun auka jöfnuð, hætta að mismuna sjúklingum eftir sjúkdómum og verja þá sem mest þurfa á lyfjum að halda fyrir miklum kostnaði. Þeir sem lítið nota af lyfjum munu þurfa að borga meira en áður. Öryrkjar, aldraðir, börn og barnafjölskyldur eru varin fyrir háum greiðslum öðrum fremur. Velferðarráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um endurgreiðslu á umtalsverðum kostnaði við læknishjálp, lyf og þjálfun og stórhækkað fjárhæða- og tekjumörk til að mæta aðstæðum tekjulágra sem kunna að lenda í erfiðleikum með upphafsgreiðslur fyrir lyf í nýju lyfjagreiðsluþátttökukerfi. Samfylkingin vill útvíkka kerfið þannig að það nái einnig til heilbrigðisþjónustu.Nýr Landspítali Samfylkingin mun leggja ofuráherslu á byggingu nýs Landspítala til að tryggja öryggi sjúklinga, boðlegt vinnuumhverfi fyrir starfsfólk og til að auka rekstrarhagræði. Með nýju sjúkrahúsi munu um þrír milljarðar sparast árlega í rekstri en sjúkrahúsið er í sautján byggingum í dag.Betri almannatryggingar Fyrsta velferðarmál Samfylkingarinnar eftir kosningarnar verður að leggja fram frumvarp um nýtt almannatryggingakerfi. Með nýju kerfi munu meðaltalsgreiðslur til ellilífeyrisþega hækka um 25% og kerfið verður einfaldara og skiljanlegra. Sambærilegar breytingar fyrir örorkulífeyrisþega eru forgangsmál á næsta kjörtímabili. Við viljum jöfnuð og velferð óháð efnahag – þess vegna er mikilvægt að styðja Samfylkinguna í kosningunum á laugardag.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar