Raunverulegir hagsmunir heimilanna Konráð Guðjónsson skrifar 19. apríl 2013 07:00 Á dögunum skrifaði ég grein á vísir.is sem vakti mikil viðbrögð. Það var svo sem ekki að ástæðulausu, umfjöllunarefnið var eldfimt kosningamál sem hefur gjörsamlega tröllriðið umræðunni. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar er það mikilvægasta kosningamálið í hugum flestra – skuldamál heimilanna. Þessi gríðarlegu viðbrögð vekja mann til umhugsunar: Af hverju fá greinar um skuldir ríkissjóðs ekki svona mikil viðbrögð? Eða greinar um peningamálastjórn og framtíðargjaldmiðil? Hvað þá kosti og galla þess að ganga í ESB? Eða menntamál? Í raun er það sorglegt að skuldamál heimilanna séu efst í hugum svona margra og þykja skipta svona miklu máli. Ekki er það af því að skuldarar eiga að éta það sem úti frýs – þvert á móti. Það má kannski breyta lögum, draga úr notkun verðtryggingar og skoða einhver frekari úrræði en núverandi ríkisstjórn hefur boðið. Vandinn er samt einfaldlega sá, fyrir utan mikla skuldsetningu, að fólk hefur minni kaupmátt til að greiða af húsnæðislánum sínum. Enn fremur hafa margir misst vinnuna, skattar hafa hækkað og svo framvegis. Það hafa svo sannarlega komið verðbólguskot síðan verðtryggingunni var komið á árið 1979, án þess að það hafi valdið skuldurum vanda til lengri tíma, þar sem lífskjör og kaupmáttur hafa yfirleitt batnað á sama tíma. Ástæðan fyrir því að fólk finnur fyrir þessu nú er að neysla og fjárfesting á Íslandi er ekki lengur fjármögnuð með miklum viðskiptahalla (lánum frá útlöndum) og við framleiðum minna af vörum og þjónustu. Það er reyndar heillaspor að búið sé að snúa viðskiptahallanum við, en til þess að neyta og fjárfesta þarf að framleiða. Við erum enn þá í kreppu og fleiri en skuldarar finna fyrir því. Þegar upp er staðið er forsenda hærri kaupmáttar, hagsældar og öflugs velferðarkerfis, geta hagkerfisins til að framleiða vörur og þjónustu á hagkvæman hátt. Þetta er getan til að skapa verðmæti úr fjármagni, auðlindum og mannauði, getan til að flytja út verðmæti til annarra landa, getan til að skapa eitthvað og versla við hvert annað. Eitt er á kristaltæru – 300 milljarða eignatilfærslan sem fær alla athyglina er ekki forsenda hagsældar. Það er nákvæmlega þetta sem er sorglegt. Slík aðgerð er líklegri til að hafa neikvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni því þá væri búið að gefa fordæmi fyrir skuldaniðurfellingum, sem getur bara verið hvatning til frekari skuldsetningar og áhættu í framtíðinni. Einnig gæti slík aðgerð verið verðbólguhvetjandi ef ekki er rétt að farið. En hvað er þá hægt að gera til að skapa raunverulega hagsæld og bæta lífskjör? Þar spilar margt inn í. Til dæmis er nauðsynlegt að fyrirtæki búi við stöðugt og gott viðskiptaumhverfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Hvernig ætla flokkarnir að stuðla að því? Einnig er mikilvægt að þjóðin sé vel menntuð – menntamál hafa verið gjörsamlega týnd í umræðunni. Reynslan frá góðærinu og hruninu kennir okkur líka að það hlýtur að vera hægt að bæta peningamálastjórn, hvort sem það er með öðrum gjaldmiðli eða ekki. Þessi málefni eiga það sameiginlegt ásamt öðrum að vera gríðarleg hagsmunamál fyrir alla Íslendinga, ekki bara þá sem skulda mikið verðtryggt. Í ljósi þessa væri óskandi að íslenskir kjósendur og stjórnmálamenn myndu setja önnur mál í forgang. Helst málefni sem raunverulega hafa áhrif á hagsæld til lengri tíma, auk alls annars sem hefur áhrif á samfélagið. Það er stuttur tími til stefnu, en vonandi nægur til að hífa umræðuna á hærra plan heldur en að láta hana snúast um eignatilfærslu og draumóra um fjármuni sem eru ekki í hendi. Málefni eins og viðskiptaumhverfi fyrirtækja, menntamál, peningamálastefna framtíðarinnar og afnám hafta eru miklu mikilvægari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifaði ég grein á vísir.is sem vakti mikil viðbrögð. Það var svo sem ekki að ástæðulausu, umfjöllunarefnið var eldfimt kosningamál sem hefur gjörsamlega tröllriðið umræðunni. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar er það mikilvægasta kosningamálið í hugum flestra – skuldamál heimilanna. Þessi gríðarlegu viðbrögð vekja mann til umhugsunar: Af hverju fá greinar um skuldir ríkissjóðs ekki svona mikil viðbrögð? Eða greinar um peningamálastjórn og framtíðargjaldmiðil? Hvað þá kosti og galla þess að ganga í ESB? Eða menntamál? Í raun er það sorglegt að skuldamál heimilanna séu efst í hugum svona margra og þykja skipta svona miklu máli. Ekki er það af því að skuldarar eiga að éta það sem úti frýs – þvert á móti. Það má kannski breyta lögum, draga úr notkun verðtryggingar og skoða einhver frekari úrræði en núverandi ríkisstjórn hefur boðið. Vandinn er samt einfaldlega sá, fyrir utan mikla skuldsetningu, að fólk hefur minni kaupmátt til að greiða af húsnæðislánum sínum. Enn fremur hafa margir misst vinnuna, skattar hafa hækkað og svo framvegis. Það hafa svo sannarlega komið verðbólguskot síðan verðtryggingunni var komið á árið 1979, án þess að það hafi valdið skuldurum vanda til lengri tíma, þar sem lífskjör og kaupmáttur hafa yfirleitt batnað á sama tíma. Ástæðan fyrir því að fólk finnur fyrir þessu nú er að neysla og fjárfesting á Íslandi er ekki lengur fjármögnuð með miklum viðskiptahalla (lánum frá útlöndum) og við framleiðum minna af vörum og þjónustu. Það er reyndar heillaspor að búið sé að snúa viðskiptahallanum við, en til þess að neyta og fjárfesta þarf að framleiða. Við erum enn þá í kreppu og fleiri en skuldarar finna fyrir því. Þegar upp er staðið er forsenda hærri kaupmáttar, hagsældar og öflugs velferðarkerfis, geta hagkerfisins til að framleiða vörur og þjónustu á hagkvæman hátt. Þetta er getan til að skapa verðmæti úr fjármagni, auðlindum og mannauði, getan til að flytja út verðmæti til annarra landa, getan til að skapa eitthvað og versla við hvert annað. Eitt er á kristaltæru – 300 milljarða eignatilfærslan sem fær alla athyglina er ekki forsenda hagsældar. Það er nákvæmlega þetta sem er sorglegt. Slík aðgerð er líklegri til að hafa neikvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni því þá væri búið að gefa fordæmi fyrir skuldaniðurfellingum, sem getur bara verið hvatning til frekari skuldsetningar og áhættu í framtíðinni. Einnig gæti slík aðgerð verið verðbólguhvetjandi ef ekki er rétt að farið. En hvað er þá hægt að gera til að skapa raunverulega hagsæld og bæta lífskjör? Þar spilar margt inn í. Til dæmis er nauðsynlegt að fyrirtæki búi við stöðugt og gott viðskiptaumhverfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Hvernig ætla flokkarnir að stuðla að því? Einnig er mikilvægt að þjóðin sé vel menntuð – menntamál hafa verið gjörsamlega týnd í umræðunni. Reynslan frá góðærinu og hruninu kennir okkur líka að það hlýtur að vera hægt að bæta peningamálastjórn, hvort sem það er með öðrum gjaldmiðli eða ekki. Þessi málefni eiga það sameiginlegt ásamt öðrum að vera gríðarleg hagsmunamál fyrir alla Íslendinga, ekki bara þá sem skulda mikið verðtryggt. Í ljósi þessa væri óskandi að íslenskir kjósendur og stjórnmálamenn myndu setja önnur mál í forgang. Helst málefni sem raunverulega hafa áhrif á hagsæld til lengri tíma, auk alls annars sem hefur áhrif á samfélagið. Það er stuttur tími til stefnu, en vonandi nægur til að hífa umræðuna á hærra plan heldur en að láta hana snúast um eignatilfærslu og draumóra um fjármuni sem eru ekki í hendi. Málefni eins og viðskiptaumhverfi fyrirtækja, menntamál, peningamálastefna framtíðarinnar og afnám hafta eru miklu mikilvægari.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun