Aftur í úrvalsflokk! Elín Hirst skrifar 13. apríl 2013 07:00 Öflugt heilbrigðiskerfi var stolt okkar Íslendinga um árabil og við gátum státað af því að vera með eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi. Margar þjóðir öfunduðu okkur af þessu. Íslenska heilbrigðiskerfið var eitt af því sem veitti borgurum þessa lands hvað mest öryggi. Þegar einhver varð veikur, ég tala nú ekki um einhver nákominn, var dásamlegt að lifa í landi þar sem maður gat verið fullviss um að alltaf var til staðar; færasta fólkið, bestu tækin og besti aðbúnaður sem þekktist. Þetta voru einhver mestu lífsgæði sem hugsast gátu og það var gott að vera Íslendingur með íslenska heilbrigðiskerfið að bakhjarli. En nú eru því miður breyttir tímar. Ástæðan er ekki hvað síst röng forgangsröðun stjórnvalda undanfarin fjögur ár sem hafa eytt ógrynni fjár í ESB-umsókn sem fæstir vilja, nýja stjórnarskrá frá grunni sem sannarlega er ekki þörf á, eða að taka rangar ákvarðanir við björgun fallinna fjármálastofnana eins og SpKef og fleira mætti tiltaka um ranga forgangsröð. Heilbrigði og menntun eru grunnstoðir þjóðfélags okkar, um það held ég að flestir Íslendingar séu sammála hvar sem þeir standa í pólitík. Hins vegar er nú svo komið að búið er að skera heilbrigðiskerfið inn að beini, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum hefur tekið á sig stóraukið álag til að reyna halda fyrri gæðum, en auðvitað er það engan veginn hægt. Í ofanálag eru það ekki bara tæki Landspítalans sem eru úr sér gengin mörg hver, heldur eru húsnæðismál spítalans líka algerlega óviðunandi.Forgangsraða þarf rétt Á fundi sem samtök lækna héldu nýlega hélt Sigurður Guðmundsson, yfirlæknir og prófessor við læknadeild HÍ, afar fróðlegt erindi. Sigurður er mjög áhyggjufullur yfir stöðu heilbrigðismála í landinu, og vert að taka fullt mark á aðvörunum hans. Hann segist heldur ekki skilja hvernig stjórnvöld eigi peninga til að bjarga fjármálastofnunum eins og SpKef og Sjóvá, sem sagt sé að hafi kostað fimmtíu milljarða. Það sé ekki fjarri þeirri upphæð sem áætlað er að þurfti til að byggja nýjan spítala. Hvort vegi þyngra öflugt heilbrigðiskerfi eða framtíð SpKef og Sjóvár? Sigurður bætti við að einn samferðamaður sinn hefði sagt hvort ekki væri rétt að breyta skammstöfun Landspítala – háskólasjúkrahúss úr LSH í LMH, Landspítala – myglusjúkrahús, vegna myglunnar sem fundist hefur í húsnæði Landspítalans og hefur valdið starfsfólki og öðrum heilsutjóni. Auðvitað var þetta gráglettni, en undirtónninn er grafalvarlegur. Við Íslendingar erum sem betur fer þannig skapi farnir að við gefumst ekki upp. Fram undan er mikið uppbyggingarstarf innan heilbrigðiskerfisins. Fyrst þarf að efla atvinnulífið til þess að við getum veitt fólkinu okkar þá bestu velferð sem völ er á. Síðan er að forgangsraða rétt. Við sættum okkur ekki við neitt minna en úrvalsheilbrigðiskerfi og ef Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að næstu ríkisstjórn mun það verða sett á oddinn að endurheimta þann gæðastimpil sem íslensku heilbrigðiskerfi ber. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Öflugt heilbrigðiskerfi var stolt okkar Íslendinga um árabil og við gátum státað af því að vera með eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi. Margar þjóðir öfunduðu okkur af þessu. Íslenska heilbrigðiskerfið var eitt af því sem veitti borgurum þessa lands hvað mest öryggi. Þegar einhver varð veikur, ég tala nú ekki um einhver nákominn, var dásamlegt að lifa í landi þar sem maður gat verið fullviss um að alltaf var til staðar; færasta fólkið, bestu tækin og besti aðbúnaður sem þekktist. Þetta voru einhver mestu lífsgæði sem hugsast gátu og það var gott að vera Íslendingur með íslenska heilbrigðiskerfið að bakhjarli. En nú eru því miður breyttir tímar. Ástæðan er ekki hvað síst röng forgangsröðun stjórnvalda undanfarin fjögur ár sem hafa eytt ógrynni fjár í ESB-umsókn sem fæstir vilja, nýja stjórnarskrá frá grunni sem sannarlega er ekki þörf á, eða að taka rangar ákvarðanir við björgun fallinna fjármálastofnana eins og SpKef og fleira mætti tiltaka um ranga forgangsröð. Heilbrigði og menntun eru grunnstoðir þjóðfélags okkar, um það held ég að flestir Íslendingar séu sammála hvar sem þeir standa í pólitík. Hins vegar er nú svo komið að búið er að skera heilbrigðiskerfið inn að beini, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum hefur tekið á sig stóraukið álag til að reyna halda fyrri gæðum, en auðvitað er það engan veginn hægt. Í ofanálag eru það ekki bara tæki Landspítalans sem eru úr sér gengin mörg hver, heldur eru húsnæðismál spítalans líka algerlega óviðunandi.Forgangsraða þarf rétt Á fundi sem samtök lækna héldu nýlega hélt Sigurður Guðmundsson, yfirlæknir og prófessor við læknadeild HÍ, afar fróðlegt erindi. Sigurður er mjög áhyggjufullur yfir stöðu heilbrigðismála í landinu, og vert að taka fullt mark á aðvörunum hans. Hann segist heldur ekki skilja hvernig stjórnvöld eigi peninga til að bjarga fjármálastofnunum eins og SpKef og Sjóvá, sem sagt sé að hafi kostað fimmtíu milljarða. Það sé ekki fjarri þeirri upphæð sem áætlað er að þurfti til að byggja nýjan spítala. Hvort vegi þyngra öflugt heilbrigðiskerfi eða framtíð SpKef og Sjóvár? Sigurður bætti við að einn samferðamaður sinn hefði sagt hvort ekki væri rétt að breyta skammstöfun Landspítala – háskólasjúkrahúss úr LSH í LMH, Landspítala – myglusjúkrahús, vegna myglunnar sem fundist hefur í húsnæði Landspítalans og hefur valdið starfsfólki og öðrum heilsutjóni. Auðvitað var þetta gráglettni, en undirtónninn er grafalvarlegur. Við Íslendingar erum sem betur fer þannig skapi farnir að við gefumst ekki upp. Fram undan er mikið uppbyggingarstarf innan heilbrigðiskerfisins. Fyrst þarf að efla atvinnulífið til þess að við getum veitt fólkinu okkar þá bestu velferð sem völ er á. Síðan er að forgangsraða rétt. Við sættum okkur ekki við neitt minna en úrvalsheilbrigðiskerfi og ef Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að næstu ríkisstjórn mun það verða sett á oddinn að endurheimta þann gæðastimpil sem íslensku heilbrigðiskerfi ber.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun