Mannauðsflóttinn frá Íslandi Karen Elísabet Halldórsdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Ein mesta ógnin við mögulegan vöxt íslensks efnahags og versta afleiðing efnahagshrunsins er landflóttinn, mannauðstapið. Frá árinu 2009 hafa um 2,7% þjóðarinnar flutt af landi brott, sem er gífurlega hátt hlutfall af ekki stærri eyþjóð. Alltof margir hafa ákveðið að hag sínum sé betur borgið annars staðar. Sumir fóru vegna þess að þeir sáu ekki fram úr skuldum, misstu vinnuna, lækkuðu í tekjum, vegna versnandi vinnuumhverfis og síðast en ekki síst vegna þess að þeir höfðu ekki trú á aðgerðum stjórnvalda til þess að byggja hér upp trúverðuga framtíð. Við vitum af hryllilegum staðreyndum þess efnis að hér séu heilu stéttirnar að hverfa úr landi, nefni hér sérfræðilækna sérstaklega. Ríkisstjórnin hefur útskýrt þetta sem minnkandi atvinnuleysi á Íslandi. Ég útskýri þetta sem sjúkt atvinnulíf og blóðtöku sem ekki verður unað við öllu lengur. Ég tel að þessir brottfluttu Íslendingar eigi það meira og minna sameiginlegt að bíða eftir því að aðstæður breytist „heima“ svo þeir geti snúið aftur. Hér vill fólk eiga heima og bera sín bein. Hér bíðum við eftir því að fá ástvinina okkar heim. Til þess þurfa aðstæður að breytast. Hér þarf fjárfesting að fara af stað svo að atvinnutækifærum fjölgi og síðast en ekki síst atvinnuöryggi aukist. Eins og staðan er í dag eru mörg fyrirtæki orðin þreytt á óhóflegri skattastefnu ríkisins og því skekkta samkeppnisumhverfi sem hér ríkir vegna afskrifta tiltekinna fyrirtækja. Það er ekki sjálfgefið að einstaklingar séu í atvinnurekstri því ábyrgðin sem því fylgir er ekki fyrir hvern sem er og oft vanmetin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið með raunhæfar lausnir fyrir einstaklinga og heimili. Við ætlum, líkt og aðrir flokkar, ekki að gefa tommu eftir í samningaviðræðum við vogunarsjóðina. Ef þetta svigrúm myndast sem fólk vonast eftir munum við að sjálfsögðu nýta það til góðra verka heimilunum og samfélaginu öllu til góða. Ekki skortir hugmyndirnar um nauðsynleg verkefni sem þarf að ráðast í. Við gefum okkur niðurstöðuna samt sem áður ekki fyrir fram þar sem það er einfaldlega óábyrgt. Í Sjálfstæðisflokknum er einvalalið einstaklinga sem hæfastir eru til þess að leiða slíkar samningaviðræður þjóðinni til heilla. Merkjum X við D. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Ein mesta ógnin við mögulegan vöxt íslensks efnahags og versta afleiðing efnahagshrunsins er landflóttinn, mannauðstapið. Frá árinu 2009 hafa um 2,7% þjóðarinnar flutt af landi brott, sem er gífurlega hátt hlutfall af ekki stærri eyþjóð. Alltof margir hafa ákveðið að hag sínum sé betur borgið annars staðar. Sumir fóru vegna þess að þeir sáu ekki fram úr skuldum, misstu vinnuna, lækkuðu í tekjum, vegna versnandi vinnuumhverfis og síðast en ekki síst vegna þess að þeir höfðu ekki trú á aðgerðum stjórnvalda til þess að byggja hér upp trúverðuga framtíð. Við vitum af hryllilegum staðreyndum þess efnis að hér séu heilu stéttirnar að hverfa úr landi, nefni hér sérfræðilækna sérstaklega. Ríkisstjórnin hefur útskýrt þetta sem minnkandi atvinnuleysi á Íslandi. Ég útskýri þetta sem sjúkt atvinnulíf og blóðtöku sem ekki verður unað við öllu lengur. Ég tel að þessir brottfluttu Íslendingar eigi það meira og minna sameiginlegt að bíða eftir því að aðstæður breytist „heima“ svo þeir geti snúið aftur. Hér vill fólk eiga heima og bera sín bein. Hér bíðum við eftir því að fá ástvinina okkar heim. Til þess þurfa aðstæður að breytast. Hér þarf fjárfesting að fara af stað svo að atvinnutækifærum fjölgi og síðast en ekki síst atvinnuöryggi aukist. Eins og staðan er í dag eru mörg fyrirtæki orðin þreytt á óhóflegri skattastefnu ríkisins og því skekkta samkeppnisumhverfi sem hér ríkir vegna afskrifta tiltekinna fyrirtækja. Það er ekki sjálfgefið að einstaklingar séu í atvinnurekstri því ábyrgðin sem því fylgir er ekki fyrir hvern sem er og oft vanmetin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið með raunhæfar lausnir fyrir einstaklinga og heimili. Við ætlum, líkt og aðrir flokkar, ekki að gefa tommu eftir í samningaviðræðum við vogunarsjóðina. Ef þetta svigrúm myndast sem fólk vonast eftir munum við að sjálfsögðu nýta það til góðra verka heimilunum og samfélaginu öllu til góða. Ekki skortir hugmyndirnar um nauðsynleg verkefni sem þarf að ráðast í. Við gefum okkur niðurstöðuna samt sem áður ekki fyrir fram þar sem það er einfaldlega óábyrgt. Í Sjálfstæðisflokknum er einvalalið einstaklinga sem hæfastir eru til þess að leiða slíkar samningaviðræður þjóðinni til heilla. Merkjum X við D.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun