Valkostir tveir og vogun Örn Bárður Jónsson skrifar 13. mars 2013 06:00 Meirihluti er fyrir nýrri stjórnarskrá því 32 þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við hana. Frumvarpið er enn að stofni til byggt á tillögum stjórnlagaráðs enda þótt nokkrar breytingar hafi verið gerðar og sumar vart til bóta en látum það liggja á milli hluta að sinni. Andstæðingar klifa á því að sátt verði að ríkja um málið og það hefur sett ugg að sumum stjórnarþingmönnum. Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist t.a.m. ekki vilja beita sér fyrir samþykkt frumvarpsins nema meiri sátt ríki um málið. En hver skyldi ástæðan vera fyrir andstöðunni við nýja stjórnarskrá? Skyldi það vera að hún skapaði áframhaldandi grundvöll fyrir spillingu? Mun hún festa sérhagsmuni í sessi? Mun hún áfram tryggja fámennum forréttindahópum auðlindir landsins? Mun hún viðhalda leynd í samfélaginu og auka grugg á kostnað gegnsæis? Mun hún viðhalda ójöfnuði atkvæða í landinu? Mun hún láta lek skilrúm milli valdþáttanna þriggja verða áfram eins og gatasigti? Mun hún stuðla að því að útiloka þjóðina frá aðkomu að mikilvægum málum? Svarið við öllum þessum spurningum er eitt stórt: NEI! Og þar liggur hundurinn nefnilega grafinn.Snýst um örlög þjóðar Á þessum tímapunkti spyr ég: Vilja menn semja um það sem er réttlátt og sanngjarnt? Hvað verður til úr slíkum bræðingi? Andstæðingar stjórnarskrárinnar vilja sumir og e.t.v. flestir viðhalda óbreyttu ástandi. Þeir vilja ekki samþykkja stjórnarskrá sem stuðlar að auknu réttlæti og sanngirni í samfélaginu. Ganga þeir erinda almennings? Þeir vilja fremur drepa málinu á dreif, fleyta því fram yfir kosningar, senda það inn í óræða framtíð þings sem enginn veit hvernig verður. Valdabraskararnir gera sér vonir um að geta haldið áfram að henda fjöreggi þjóðarinnar á milli sín á nýju þingi. Þetta snýst nefnilega um örlög þjóðar okkar. Nú stendur orrustan um Ísland yfir á Alþingi. Þeir sem nú eru harðastir á móti frumvarpinu vilja útþynna það á næsta þingi. En þar með mun taflið snúast við. Þeir sem nú vilja sjá réttlætið ná fram að ganga verða varla til sölu þegar sérhyggjulapið verður borið fram og því ausið á diskana. Á nýju þingi verður ekki heldur sátt um málið. Í nýju stjórnarskránni liggur nefnilega átakalínan í þjóðfélaginu milli réttar og óréttar, gegnsæis og gruggs, samhygðar og sérhyggju. Valkostir þeirra sem nú tvístíga eru tveir: Fyrri kosturinn er að taka þátt í valdabraskinu og senda frumvarpið inn í óræða framtíð. Þar með svíkur Alþingi þjóð sína sem talaði skýrt og skorinort 20. október 2012 og vænti þess að þingið kláraði málið. Sjá blogg mitt um þetta á Eyjunni: Síðari kosturinn er að láta til skarar skríða og gefa þeim þingmönnum sem styðja frumvarpið tækifæri til að standa við orð sín og yfirlýsingar um eitt mesta þjóðþrifamál frá því þjóðin fór að vakna til vitundar um eigin örlög. Þeir sem ekki styðja málið geta þá annað hvort setið hjá eða greitt atkvæði á móti því og staðfest þar með hvar þeir standa á vegi réttlætis og sanngirni og afhjúpa um leið þjónkun sína við sérhagsmunaöflin. Munu þeir voga sér að greiða atkvæði gegn þeirri réttlætisyfirlýsingu sem frumvarpið er? Spjöld sögunnar bíða eftir örlagaríkri afstöðu þingmanna. Og þjóðin bíður, þjóð sem veit sínu viti. Hún bíður eftir niðurstöðu – og hún bíður með atkvæði sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Meirihluti er fyrir nýrri stjórnarskrá því 32 þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við hana. Frumvarpið er enn að stofni til byggt á tillögum stjórnlagaráðs enda þótt nokkrar breytingar hafi verið gerðar og sumar vart til bóta en látum það liggja á milli hluta að sinni. Andstæðingar klifa á því að sátt verði að ríkja um málið og það hefur sett ugg að sumum stjórnarþingmönnum. Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist t.a.m. ekki vilja beita sér fyrir samþykkt frumvarpsins nema meiri sátt ríki um málið. En hver skyldi ástæðan vera fyrir andstöðunni við nýja stjórnarskrá? Skyldi það vera að hún skapaði áframhaldandi grundvöll fyrir spillingu? Mun hún festa sérhagsmuni í sessi? Mun hún áfram tryggja fámennum forréttindahópum auðlindir landsins? Mun hún viðhalda leynd í samfélaginu og auka grugg á kostnað gegnsæis? Mun hún viðhalda ójöfnuði atkvæða í landinu? Mun hún láta lek skilrúm milli valdþáttanna þriggja verða áfram eins og gatasigti? Mun hún stuðla að því að útiloka þjóðina frá aðkomu að mikilvægum málum? Svarið við öllum þessum spurningum er eitt stórt: NEI! Og þar liggur hundurinn nefnilega grafinn.Snýst um örlög þjóðar Á þessum tímapunkti spyr ég: Vilja menn semja um það sem er réttlátt og sanngjarnt? Hvað verður til úr slíkum bræðingi? Andstæðingar stjórnarskrárinnar vilja sumir og e.t.v. flestir viðhalda óbreyttu ástandi. Þeir vilja ekki samþykkja stjórnarskrá sem stuðlar að auknu réttlæti og sanngirni í samfélaginu. Ganga þeir erinda almennings? Þeir vilja fremur drepa málinu á dreif, fleyta því fram yfir kosningar, senda það inn í óræða framtíð þings sem enginn veit hvernig verður. Valdabraskararnir gera sér vonir um að geta haldið áfram að henda fjöreggi þjóðarinnar á milli sín á nýju þingi. Þetta snýst nefnilega um örlög þjóðar okkar. Nú stendur orrustan um Ísland yfir á Alþingi. Þeir sem nú eru harðastir á móti frumvarpinu vilja útþynna það á næsta þingi. En þar með mun taflið snúast við. Þeir sem nú vilja sjá réttlætið ná fram að ganga verða varla til sölu þegar sérhyggjulapið verður borið fram og því ausið á diskana. Á nýju þingi verður ekki heldur sátt um málið. Í nýju stjórnarskránni liggur nefnilega átakalínan í þjóðfélaginu milli réttar og óréttar, gegnsæis og gruggs, samhygðar og sérhyggju. Valkostir þeirra sem nú tvístíga eru tveir: Fyrri kosturinn er að taka þátt í valdabraskinu og senda frumvarpið inn í óræða framtíð. Þar með svíkur Alþingi þjóð sína sem talaði skýrt og skorinort 20. október 2012 og vænti þess að þingið kláraði málið. Sjá blogg mitt um þetta á Eyjunni: Síðari kosturinn er að láta til skarar skríða og gefa þeim þingmönnum sem styðja frumvarpið tækifæri til að standa við orð sín og yfirlýsingar um eitt mesta þjóðþrifamál frá því þjóðin fór að vakna til vitundar um eigin örlög. Þeir sem ekki styðja málið geta þá annað hvort setið hjá eða greitt atkvæði á móti því og staðfest þar með hvar þeir standa á vegi réttlætis og sanngirni og afhjúpa um leið þjónkun sína við sérhagsmunaöflin. Munu þeir voga sér að greiða atkvæði gegn þeirri réttlætisyfirlýsingu sem frumvarpið er? Spjöld sögunnar bíða eftir örlagaríkri afstöðu þingmanna. Og þjóðin bíður, þjóð sem veit sínu viti. Hún bíður eftir niðurstöðu – og hún bíður með atkvæði sín.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun