Skilin hafa skerpst í afstöðu til viðræðna Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. febrúar 2013 07:00 Að loknum landsfundum um helgina hafa þeir stjórnmálaflokkar sem notið hafa mests fylgis birt stefnu sína í Evrópumálum. Tveir vilja ljúka viðræðum um Evrópusambandsaðild og tveir stöðva þær. Línur virðast dregnar í stjórnarmyndun.Geta flokkarnir náð saman um Evrópumál? Haldi Sjálfstæðisflokkurinn sig við mjög afdráttarlausa stefnu í Evrópumálum sem samþykkt var á nýafstöðnum landsfundi flokksins er vandséð að hann fái starfað með öðrum en Framsóknarflokki í ríkisstjórn að loknum kosningum í vor. „Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir í stjórnmálaályktun landsfundarins. Þar kemur einnig fram að landsfundurinn telji að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Er þarna ákveðinn samhljómur við ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um utanríkismál frá tíunda þessa mánaðar. Þar sögðust Framsóknarmenn telja hag Íslands best borgið utan Evrópusambandsins. „Ekki verði lengra haldið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Samfylkingin áréttaði hins vegar í landsfundarsamþykkt sinni um utanríkismál í byrjun mánaðarins það álit að þjóðin ætti „kröfu á að fá fullgerðan samning í hendur til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu". Forgangsverkefni jafnaðarmanna væri að halda aðildarviðræðum áfram „af fullri einurð", líkt og segir í stjórnmálaályktun fundarins. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) lauk einnig landsfundi núna um helgina og áréttaði í ályktun sinni um utanríkismál að fundurinn teldi hagsmunum Íslands best borgið utan Evrópusambandsins en vildi þó ljúka aðildarviðræðum við sambandið og setja ferlinu tímamörk, til dæmis eitt ár frá kosningum. „Þjóðin kjósi síðan um niðurstöður aðildarviðræðnanna," segir í ályktun VG, sem jafnframt vill beita sér fyrir því að tryggðar verði breytingar á stjórnarskrá þannig að þjóðaratkvæðagreiðslan verði bindandi en ekki aðeins ráðgefandi. Síðan má velta upp þeirri spurningu hvort tilkoma nýs stjórnmálaafls, Bjartrar framtíðar, sem mælst hefur með allnokkuð fylgi komi til með að breyta mögulegu landslagi stjórnarmyndunar, en vandséð er málamiðlun hjá hinum flokkunum sem setið hafa í stjórn og vilja ýmist slíta viðræðum við Evrópusambandið og hefja þær ekki að nýju fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, eða ljúka þeim viðræðum sem hafnar eru og leggja niðurstöðuna í dóm þjóðarinnar. Í stefnuyfirlýsingu Bjartrar framtíðar kemur hins vegar fram að flokkurinn vilji beita sér fyrir því að „Íslendingar landi eins góðum samningi og völ er á við Evrópusambandið og að þjóðin taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu, að undangenginni upplýstri og vandaðri umræðu". Kosningar 2013 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Að loknum landsfundum um helgina hafa þeir stjórnmálaflokkar sem notið hafa mests fylgis birt stefnu sína í Evrópumálum. Tveir vilja ljúka viðræðum um Evrópusambandsaðild og tveir stöðva þær. Línur virðast dregnar í stjórnarmyndun.Geta flokkarnir náð saman um Evrópumál? Haldi Sjálfstæðisflokkurinn sig við mjög afdráttarlausa stefnu í Evrópumálum sem samþykkt var á nýafstöðnum landsfundi flokksins er vandséð að hann fái starfað með öðrum en Framsóknarflokki í ríkisstjórn að loknum kosningum í vor. „Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir í stjórnmálaályktun landsfundarins. Þar kemur einnig fram að landsfundurinn telji að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Er þarna ákveðinn samhljómur við ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um utanríkismál frá tíunda þessa mánaðar. Þar sögðust Framsóknarmenn telja hag Íslands best borgið utan Evrópusambandsins. „Ekki verði lengra haldið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Samfylkingin áréttaði hins vegar í landsfundarsamþykkt sinni um utanríkismál í byrjun mánaðarins það álit að þjóðin ætti „kröfu á að fá fullgerðan samning í hendur til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu". Forgangsverkefni jafnaðarmanna væri að halda aðildarviðræðum áfram „af fullri einurð", líkt og segir í stjórnmálaályktun fundarins. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) lauk einnig landsfundi núna um helgina og áréttaði í ályktun sinni um utanríkismál að fundurinn teldi hagsmunum Íslands best borgið utan Evrópusambandsins en vildi þó ljúka aðildarviðræðum við sambandið og setja ferlinu tímamörk, til dæmis eitt ár frá kosningum. „Þjóðin kjósi síðan um niðurstöður aðildarviðræðnanna," segir í ályktun VG, sem jafnframt vill beita sér fyrir því að tryggðar verði breytingar á stjórnarskrá þannig að þjóðaratkvæðagreiðslan verði bindandi en ekki aðeins ráðgefandi. Síðan má velta upp þeirri spurningu hvort tilkoma nýs stjórnmálaafls, Bjartrar framtíðar, sem mælst hefur með allnokkuð fylgi komi til með að breyta mögulegu landslagi stjórnarmyndunar, en vandséð er málamiðlun hjá hinum flokkunum sem setið hafa í stjórn og vilja ýmist slíta viðræðum við Evrópusambandið og hefja þær ekki að nýju fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, eða ljúka þeim viðræðum sem hafnar eru og leggja niðurstöðuna í dóm þjóðarinnar. Í stefnuyfirlýsingu Bjartrar framtíðar kemur hins vegar fram að flokkurinn vilji beita sér fyrir því að „Íslendingar landi eins góðum samningi og völ er á við Evrópusambandið og að þjóðin taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu, að undangenginni upplýstri og vandaðri umræðu".
Kosningar 2013 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira